Hoppa yfir valmynd

Táknmálsgrein

Lög um fæðingar- og foreldraorlof fjalla um rétt foreldra til greiðslna í fæðingar- og foreldraorlofi. Markmið laganna er að tryggja barni samvistir við foreldra sína sem og að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.

Við fæðingu barns, ættleiðingu þess eða töku í varanlegt fóstur á hvort foreldri rétt á greiðslum í orlofi í þrjá mánuði auk þess sem þeir eiga sameiginlegan rétt til þriggja mánaða sem þeir mega skipta með sér eins og þeir kjósa. Sé um fjölburafæðingar að ræða eiga foreldrar sameiginlegan rétt til þriggja mánaða til viðbótar fyrir hvert barn umfram eitt. Foreldri getur ekki framselt hinu foreldrinu rétt sinn til fæðingarorlofs. 

Forsjárlausir foreldar þurfa alltaf samþykki þess foreldris sem fer með forsjá barns um umgengni til þess að eiga rétt á fæðingarorlofi og greiðslum vegna þess. 

Fæðingarorlofssjóður sér um greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi en sjóðurinn er í vörslu Vinnumálastofnunar. Reglurnar geta verið mismunandi eftir því hvort foreldri er á vinnumarkaði, í námi eða utan vinnumarkaðar.

Séu verðandi foreldrar ósáttir við afgreiðslu sjóðsins á umsókn þeirra eða þeir telja að brotið hafi verið á rétti þeirra geta þeir kært ákvörðunina til úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum