Hoppa yfir valmynd

Táknmálsgrein

Um jafnréttismál gilda lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Markmið laganna er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla. Jafnframt er lögunum ætlað að auka rétt kvenna á þeim sviðum sem á konur hallar ásamt því að styrkja rétt karla þar sem þeir hafa rýrari rétt.

Mikilvæg leið að jafnrétti kynjanna er að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Sérstakt ákvæði er í lögunum þar sem sú skylda er lögð á atvinnurekendur að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum þetta mögulegt. Slíkar ráðstafanir skulu meðal annars miða að því að auka sveigjanleika við skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að hagsmunir allra séu hafðir að leiðarljósi.

Æskilegt er að setja fram aðgerðir sem stefna að settu marki í jafnréttisáætlanir eða í starfsmannastefnur fyrirtækja eða stofnana ef starfsmenn eru fleiri en 25. Í smærri fyrirtækjum eða stofnunum er nauðsynlegt að starfsmönnum sé kynnt stefnan á skýran og skilmerkilegan hátt.

Hlutverk Jafnréttisstofu, sem heyrir undir velferðarráðuneytið, er að auka virkni í jafnréttismálum og fylgjast með þjóðfélagsþróuninni á þessu sviði, meðal annars með upplýsingaöflun og rannsóknum auk fræðslu. Hún hefur jafnframt  eftirlit með framkvæmd laga. Hlutverk Jafnréttisráðs er að stuðla markvisst að jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla á vinnumarkaðinum.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira