Hoppa yfir valmynd

Táknmálsgrein

Velferðarráðuneytið tók formlega til starfa 1. janúar 2011 eftir sameiningu heilbrigðisráðuneytis og félags- og tryggingamálaráðuneytis. Það er staðsett á þriðju og fjórðu hæð í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í sama húsi og Listasafn Reykjavíkur (flutti að Skógarhlíð 6 í byrjun árs 2017). Afgreiðslan er opin alla virka daga frá klukkan 8:30 til 16:00. Senda má fyrirspurnir til ráðuneytisins á netfangið [email protected] Netföng starfsmanna ráðuneytisins má finna undir flipanum „Ráðuneyti” hér efst á vefsíðunni.

Stofnanir ráðuneytisins eru fjölmargar. Má þar nefna heilsugæslustöðvar, heilbrigðisstofnanir, öldrunarstofnanir og stjórnsýslustofnanir. Lesa má um þessar stofnanir undir flipanum „Stofnanir” á vinstri stiku á forsíðu vefsins.

Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og varða:

A. Velferðar- og fjölskyldumál, þar á meðal:

 • Félagsþjónustu sveitarfélaga.
 • Málefni fatlaðs fólks.
 • Barnavernd.
 • Málefni aldraðra.
 • Málefni innflytjenda og flóttafólks.
 • Lífeyristryggingar almannatrygginga.
 • Slysatryggingar almannatrygginga.
 • Félagslega aðstoð.
 • Skuldamál heimilanna.
 • Sjúklingatryggingu.
 • Málefni langveikra og alvarlega fatlaðra barna.
 • Ættleiðingarstyrki.
 • Fjárhagsaðstoð við lifandi líffæragjafa.

B. Heilbrigðismál, þar á meðal:

 • Heilbrigðisþjónustu.
 • Sjúkratryggingar.
 • Málefni sjúklinga.
 • Lýðheilsu og forvarnir.
 • Sóttvarnir.
 • Geislavarnir.
 • Heilsugæslu.
 • Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.
 • Uppbyggingu og þjónustu á hjúkrunarheimilum.
 • Endurhæfingarstarfsemi og meðferðarstofnanir.
 • Lyf.
 • Ávana- og fíkniefni.
 • Lækningatæki.
 • Brottnám líffæra.
 • Lífsýnasöfn.
 • Sjúkraskrár og gagnasöfn á heilbrigðissviði.
 • Tæknifrjóvgun.
 • Lífvísindi, þ.m.t. vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.
 • Ákvörðun dauða.
 • Starfsréttindi í heilbrigðisþjónustu og löggildingu starfsheita í heilbrigðisgreinum.
 • Málefni græðara.

C. Húsnæði, þar á meðal:

 • Íbúðalán
 • Húsaleigumál, þ.m.t. stuðningsaðgerðir við uppbyggingu félagslegra leiguíbúða á vegum sveitarfélaga og félagasamtaka og húsaleigubætur.
 • Húsnæðissamvinnufélög, byggingarsamvinnufélög og fjöleignarhús.
 • Frístundabyggð og leigu lóða undir frístundabyggð.

D. Vinnumarkað, þar á meðal:

 • Réttindi og skyldur á vinnumarkaði, þ.m.t. orlof, starfsmenn í hlutastörfum, tímabundnar ráðningar, hópuppsagnir, starfsmannaleigur og samskipti við aðila vinnumarkaðarins.
 • Félagsdóm.
 • Félagsmálaskóla alþýðu.
 • Sáttastörf í vinnudeilum.
 • Aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
 • Vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum.
 • Vinnumarkaðsaðgerðir, þ.m.t. vinnumiðlun, mat á vinnufærni atvinnuleitenda, skipulag vinnumarkaðsúrræða og atvinnutengda endurhæfingu.
 • Atvinnuleysistryggingar.
 • Atvinnuréttindi útlendinga.
 • Ábyrgð á launum við gjaldþrot.
 • Fæðingar- og foreldraorlof.

E. Jafnréttismál.

Nánar er fjallað um helstu verkefni undir flipanum „Verkefni efst“ á vefsíðunni.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira