Hoppa yfir valmynd
14. september 2021

Kallað er eftir umsóknum fyrirtækja í Samstarfssjóð atvinnulífs um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Kallað er eftir umsóknum fyrirtækja í Samstarfssjóð atvinnulífs um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - myndGerardo Pesantez / World Bank

Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum frá fyrirtækjum um styrki til þróunarsamvinnuverkefna úr Samstarfssjóði atvinnulífs um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Sérstök áhersla er á að styðja við verkefni sem fela í sér markmið um sjálfbæra þróun, umhverfisáhrif eða stuðla að jafnrétti.

Veittir eru að hámarki styrkir 200.000 EUR yfir þriggja ára tímabil sem getur mest orðið 50% af heildarkostnaði verkefnis.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu sjóðsins www.utn.is/samstarfssjodur eða hjá Auði Eddu Jökulsdóttur ([email protected])

Umsóknarfrestur er til 15. október 2021. 

Jafnframt veitir Heimstorg ([email protected]) nánari upplýsingar um samstarfstækifæri í þróunarlöndum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum