Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Starfshópur fjallar um skipulag líknar- og lífslokameferðar

Starfshópur fjallar um skipulag líknar- og lífslokameferðar - myndHeilbrigðisráðuneytið /ME

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra  hefur skipað starfshóp sem gera á tillögur að skipulagningu líknar- og lífslokameðferðar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi.

Hópnum er ætlað að taka saman yfirlit yfir þá þjónustu sem stendur til boða sjúklingum sem eru í þörf fyrir líknar- og lífslokameðferð og búa í heilbrigðisumdæmum þessara landsvæða, greina núverandi þörf fyrir líknar- og lífslokameðferð á starfssvæði viðkomandi heilbrigðisstofnana, gera tillögur um skipulag og framkvæmd líknar- og lífslokameðferðar á svæðinu og gera áætlun um kostnað við undirbúning og rekstur í samræmi við tillögurnar.

Formaður starfshópsins er Berglind Víðisdóttir. Aðrir fulltrúar eru Valgerður Sigurðardóttir, tilnefnd af Landspítala, Rún Halldórsdóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Sigurður Árnason, tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Anna María Snorradóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnum Suðurlands. Starfsmaður hópsins er Helga Harðardóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.

Áður hefur verið fjallað um líknar- og lífslokameðferð í heilbrigðisumdæmum Vestfjarða, Austurlands og Norðurlands af hálfu starfshóps sem skilaði heilbrigðisráðherra tillögum sínum á síðasta ári og mun vinna hans nýtast í störfum hópsins sem nú hefur verið skipaður.

Gert er ráð fyrir að hópurinn skili heilbrigðisráðherra tillögum fyrir 1. júní 2019. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum