Hoppa yfir valmynd
4. janúar 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Kynningarfundur um þróunarsjóð innflytjendamála 11. janúar

Innflytjendaráð stendur fyrir opnum kynningarfundi 11. janúar sem ætlaður er þeim sem hyggjast sækja um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála sem auglýstir hafa verið lausir til umsóknar. Fundurinn verður haldinn í Iðnó og stendur frá kl. 8:30-10:00 Fjallað verður um umsóknarferlið, áherslur styrkveitinga að þessu sinni og um reglur sjóðsins.

Aðgangur að fundinum er opinn og ókeypis og þátttakendum er boðið upp á morgunverð. Þeir sem hyggjast sækja fundinn eru beðnir um að senda staðfestingu þess efnis í tölvupósti til Jónu Guðnýjar Eyjólfsdóttur á netfangið: [email protected].

Dagskrá fundar: 

08:30  Tatjana Latinovic, formaður innflytjendaráðs kynnir áherslur þróunarsjóðs í ár. 
08:45 

Geðhjálp kynnir verkefni sem styrkt var árið 2018.

  • Þróun sjálfshjálparhóps fyrir pólskumælandi innflytjendur með þunglyndi og annan geðrænan vanda. 
09:05 

Reykjavíkurborg, Fjölskyldumiðstöð Breiðholts kynnir verkefni sem styrkt var árið 2018.

  • Stígum saman í áttina að öflugu samfélagi: Samfélagsvaldefling fyrir konur af erlendum uppruna. 
09:25 

Tatjana Latinovic, formaður innflytjendaráðs fer yfir reglur þróunarsjóðs innflytjendamála og umsóknarferlið.

09:40  Umræður 
10:00  Fundi slitið 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum