Hoppa yfir valmynd
27. september 2010 Dómsmálaráðuneytið

Auglýsing um kjörskrár vegna stjórnlagaþings

Hér með tilkynnist að dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur ákveðið með heimild í 15. gr. a sbr. 5. gr. laga nr. 120,  9. september 2010 um breytingu á lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010,  að ekki skuli notast við rafrænar kjörskrár við kosningar til stjórnlagaþings sem fram eiga fara hinn 27. nóvember 2010.
Af þessum sökum verða kjörskrár sem nota á við kosningar til stjórnlagaþings með sama hefðbundna sniði og þær hafa verið í sveitarstjórnarkosningum og kosningum til Alþingis á undanförnum árum.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, 23. september 2010.

                    Þórunn J. Hafstein

                                        Hjalti Zóphóníasson

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira