Auglýsing um kjörskrár vegna stjórnlagaþings
Hér með tilkynnist að dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur ákveðið með heimild í 15. gr. a sbr. 5. gr. laga nr. 120, 9. september 2010 um breytingu á lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010, að ekki skuli notast við rafrænar kjörskrár við kosningar til stjórnlagaþings sem fram eiga fara hinn 27. nóvember 2010.
Af þessum sökum verða kjörskrár sem nota á við kosningar til stjórnlagaþings með sama hefðbundna sniði og þær hafa verið í sveitarstjórnarkosningum og kosningum til Alþingis á undanförnum árum.
Þórunn J. Hafstein
Hjalti Zóphóníasson