Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2010 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Teigasel II á Jökuldal, Fljótsdalshéraði, laust til ábúðar

ATH. Búið er að ráðstafa þessari jörð/landspildu í útleigu.

Ríkisjörðin Teigasel II á Jökuldal, Fljótsdalshéraði er laus til ábúðar.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið auglýsir til ábúðar ríkisjörðina Teigasel II á Jökuldal, Fljótsdalshéraði. Um er að ræða lífstíðarábúð. Umsóknarfrestur til ráðuneytisins er til 30. nóvember 2010.

Á jörðinni hefur verið rekið lítið fjárbú og er framleiðsluréttur jarðarinnar 58,5 ærgildi.  Á jörðinni eru loðdýrahús, sem ekki hafa verið nýtt í nokkur ár.  Aðrar byggingar eru íbúðarhús og fjárhús.

Teigasel II, Fljótsdalshéraði, er neðarlega á Jökuldal, á austurbakka Jökulsár á Brú.  Nokkurt undirlendi  með mýrum og holtum er milli Jöklu og hlíðar, hliðarbrekkan er allbrött og gróin og uppi í heiði eru flóar og móar.

Íbúðarhús,      221-6946 12:  Grunnflötur 116 m², byggt árið 1977.  Timburhús á steyptum grunni

Fjárhús,          222-1141 18:  Grunnflötur 160 m², byggt árið 1991.

Refahús,          221-6947 13:  Grunnflötur 612 m², byggt árið 1980.

Aðstöðuhús,    221-6948 14:  Grunnflötur 126 m², byggt árið 1986.

Refahús,          221-6949 15:  Grunnflötur 612 m², byggt árið 1986.

Minkahús,       221-6950 16:  Grunnflötur 758,9 m², byggt árið 1989.

Aðstöðuhús,    222-1140 17:  Grunnflötur 127 m², byggt árið 1991.

Minkahús,       223-5257 19:  Grunnflötur 1198,8 m², byggt árið 1997.

Aðstöðuhús,    223-5258 20:  Grunnflötur 98,5 m², byggt árið 1997.

Ræktað land,  221-7404 01:  Tún eru samkvæmt fasteignamati 12 ha., þau eru gamalræktuð, óslétt og í misjöfnu ástandi.

Almennt um byggingarnar:  Viðhaldi hefur ekki verið sinnt nægilega vel á undanförnum árum, þó má segja að húsin séu flest í sæmilegu ástandi.

Málningarvinna:  Í 17. gr. ábúðarlaga nr. 80/2004 er kveðið á um að ábúanda sé skylt að halda við húsum, öðrum mannvirkjum, ræktun og hlunnindum þannig að þau rýrni ekki umfram eðlilega fyrningu.  Staðan á Teigaseli II er þannig að viðtakandi ábúandi þarf að annast málningarvinnu.

Upphaf ábúðartíma:  Almenn tímasetning ábúðarskipta, þegar um er að ræða lífstíðarábúð, er að miða við fardaga (byrjun júní), sbr. 36. gr. ábúðarlaganna. Í þessu tilviki er stefnt að því að nýr ábúandi taki fyrr við jörðinni og þá með samkomulagi við fráfarandi ábúanda og landeiganda.

Afgjald fyrir jörðina:  Reglur ráðuneytisins um leigugjald má finna á heimasíðu. Í þessu tilviki miðast ársleigan við 3,25 % af fasteignamati jarðar, bygginga og ræktunar í upphafi ábúðartíma. Leigan tekur breytingum skv. byggingavísitölu á milli ára. Ársleiga fyrir fardagaárið 2009-2010 var kr. 667.097,-

ATH. Liðir 3 og 5 á umsóknareyðublaði um "Kaup á eignum fráfarandi ábúenda" á EKKI við nú vegna ábúðar að Teigasel II.

Við val á umsækjanda tekur ráðuneytið mið af landbúnaðarhagsmunum, eftirfarandi atriði eru metin sérstaklega:

1)  Menntun á sviði landbúnaðar og önnur hagnýt menntun.
2)  Starfsreynsla í landbúnaði.
3)  Að áform umsækjanda um framtíðarnýtingu jarðarinnar teljist raunhæf að teknu tilliti til staðhátta og séu líkleg til styrkja nærsamfélagið.

Auk þessa getur ráðuneytið óskað eftir fjárhagslegum upplýsingum frá umsækjendum.

Fyrirspurnir sendist á netfangið [email protected], upplýsingar eru einnig veittar í síma 545 8300. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira