Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2010 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Arnhólsstaðir í Skriðdal, Fljótsdalshéraði, lausir til ábúðar

ATH. Búið er að ráðstafa þessari jörð/landspildu í útleigu.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið auglýsir til ábúðar ríkisjörðina Arnhólsstaði í Skriðdal í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði.

Um er að ræða lífstíðarábúð. Umsóknarfrestur er til 7. desember 2010.

Arnhólsstaðir eru í austanverðum Skriðdal, utan við ána Jóku.  Þetta er landstór jörð (ca. 2500 ha), jörðinni tilheyrir m.a. Þórudalur norðaustan ár og ágætt ræktunarland er á láglendinu. Greiðslumark jarðarinnar er u.þ.b. 250 ærgildi.

Íbúðarhús, 217-4630 02 og geymsla 217-4630 03:  Tveggja hæða steinhús byggt 1935-36, 80 m² hvor hæð, var síðar klætt bárujárni.  Viðbygging er frá árinu 1963.  Húsið er það lélegt að ef viðtakandi ábúandi óskar eftir að rífa það og byggja nýtt á eigin kostnað, þá mun landeigandi samþykkja það með ákveðnum skilyrðum.
Fjárhús, 217-4628 04:  Byggð árið 1972, 123 m² að grunnfleti.  Undir húsunum er steypt haughús, 2 m djúpt.
Hlaða, 217-4628 05: Byggð 1943, 95,6 m² að grunnfleti.
Fjárhús, 217-4628 08: Byggð árið 1998, 132 m² að grunnfleti.
Hlaða (fjárhús) 217-4628 09: Byggð 1984, 113,8 m², innréttað sem fjárhús.
Véla- og verkfærageymsla, 217-4628 10:  Byggð árið 2001, 209 m² að grunnfleti.
Ræktað land, 217-4628 01:  Tún ca. 45 ha í sæmilegu lagi.

Skógrækt:  Árið 1997 var gerður samningur við Héraðsskóga um 116 ha lands til skógræktar.  Búið er að planta samtals 122.560 plöntum, aðallega lerki.  Samningurinn er fallinn úr gildi og nýr ábúandi þarf, í samráði við Héraðsskóga og landeiganda, að ganga frá nýjum skógræktarsamningi.
Samningsformið má skoða á heimsíðu Héraðsskóga.

Jafnframt mun sú stofnun upplýsa nánar atriði sem varða skógræktina á Arnhólsstöðum.  Samráðið felst m.a. í að ákvarða stærð samningssvæðisins, en það er hluti af afgirtu svæði margra jarða.  Einnig þarf nýr ábúandi að kosta u.þ.b. 1,5 km langa girðingu neðan gamla þjóðvegarins, enda þarf búfjárhald jarðarinnar að vera innan girðingar. Við lok ábúðar greiðir landeigandi þá framkvæmd samkvæmt mati úttektarmanna.

Málningarvinna:  Í 17. gr. ábúðarlaga nr. 80/2004 er kveðið á um að ábúanda sé skylt að halda við húsum, öðrum mannvirkjum, ræktun og hlunnindum þannig að þau rýrni ekki umfram eðlilega fyrningu.  Staðan á Arnhólsstöðum er þannig að nauðsynlegt er að mála útihús næsta sumar og þarf viðtakandi ábúandi að taka það verk að sér í samráði við landeiganda.

Upphaf ábúðartíma:  Almenn tímasetning ábúðarskipta, þegar um er að ræða lífstíðarábúð, er að miða við fardaga (byrjun júní), sbr. 36. gr. ábúðarlaga.  Í þessu tilviki er stefnt að því að viðtakandi ábúandi taki við jörðinni fyrr og þá með samkomulagi við fráfarandi ábúanda.
Þeir sem vilja kynna sér húsakost o.fl. geta haft samband við Guðröð Ágústsson á Arnhólsstöðum/Hryggstekk.

Afgjald fyrir jörðina:  Reglur ráðuneytisins um leigugjald má finna á heimasíðu. Í þessu tilviki miðast ársleigan við 3,25 % af fasteignamati jarðar, bygginga og ræktunar í upphafi leigutíma.  Leigan tekur breytingum samkvæmt byggingavísitölu á milli ára. Ársleiga fyrir fardagaárið 2009-2010 var kr. 591.565,-

Vakin er athygli á að liðir nr. 3 og 5 á umsóknareyðublaði um „kaup á eignum fráfarandi ábúanda“, á ekki við í þessu tilviki.

Val á umsækjenda:  Ráðuneytið tekur mið af landbúnaðarhagsmunum, eftirfarandi atriði eru metin sérstaklega:
1)  Menntun á sviði landbúnaðar og önnur hagnýt menntun.
2)  Starfsreynsla í landbúnaði.
3)  Að áform umsækjenda um framtíðarnýtingu jarðarinnar teljist raunhæf að teknu tilliti til staðhátta.
Auk þessa getur ráðuneytið óskað eftir fjárhagslegum upplýsingum frá umsækjendum.

Fyrirspurnir sendist á netfangið [email protected], upplýsingar eru einnig veittar í síma 545-8300.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira