Hoppa yfir valmynd
31. mars 2011 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Lága-Kotey í Meðallandi, Skaftárhreppi, til leigu

ATH. Búið er að ráðstafa þessari jörð/landspildu í útleigu.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið auglýsir til leigu eyðijörðina Lágu-Kotey í Meðallandi, Skaftárhreppi, til beitar og slægna.

Jörðin er leigð til 10 ára. Umsóknarfrestur er til 28. apríl 2011.

Engin hús eru á jörðinni.  Gróinn hluti jarðarinnar er 125 ha.

Úr  úttektarskýrslu frá 31. ágúst 2008:

„Tún voru ekki mæld en eru samkvæmt fasteignamati 9,1 ha. Þar til viðbótar hefur fráfarandi leigjandi ræktað, 2007 og 2008, alls 15,8 ha. Framræsluskurðir sem tilheyra Háu- og Lágu- Koteyjum, hafa verið hreinsaðir á um 10 km kafla og um 4 km af breiðum affallsskurðum.

Girðingar hafa verið endurnýjaðar að nokkru leyti. Ný netgirðing er með skurði fyrir sunnan tún, um 342 m löng. Nýlegar netgirðingar 2x237 m langar, liggja beggja megin með þjóðvegi frá mörkum Háu-Koteyjar, vestur að brú á veginum. 281 m netgirðing í mörkum við Nýjabæ, með gamla þjóðveginum. Síðan eru 5 strengja rafgirðingar, 318 m markagirðing á móti Rofabæ með gamla vegi og 170 m vestur með mörkum. 334 m rafgirðing með mörkum Efri-Eyjar III, að mörkum Háu-Koteyjar. Aðrar girðingar eru misjafnar en fjárheldar.“

Mannvirkjagerð er óheimil á landinu. Enginn framleiðsluréttur fylgir.

Afgjald fyrir jörðina:  Reglur ráðuneytisins um leigugjald má finna á heimasíðu. Í þessu tilviki reiknast ársleigan út frá föstu verði á ha og miðast við 125 (áætlað) af grónu landi. Leigan tekur breytingum samkvæmt byggingavísitölu á milli ára. Áætluð ársleiga fyrir jörðina, er u.þ.b. 300.000  kr.

Heimilt er hvorum aðili um sig að óska eftir endurskoðun á leigugjaldi að 5 árum liðnum.

Vakin er athygli á að liðir nr. 3 og 5 á umsóknareyðublaði um „kaup á eignum fráfarandi ábúanda“, á ekki við í þessu tilviki.

Val á umsækjenda:  Ráðuneytið tekur mið af landbúnaðarhagsmunum, eftirfarandi atriði eru metin sérstaklega:

1)  Menntun á sviði landbúnaðar og önnur hagnýt menntun.

2)  Starfsreynsla í landbúnaði.

3)  Að áform umsækjenda um framtíðarnýtingu jarðarinnar teljist raunhæf að teknu tilliti til staðhátta.

Auk þessa getur ráðuneytið óskað eftir fjárhagslegum upplýsingum frá umsækjendum.

Fyrirspurnir sendist á netfangið [email protected], upplýsingar eru einnig veittar í síma 545-8300.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira