Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Önundarhorn í Rangárþingi eystra til leigu

Ath. að búíð er að ráðstafa þessari jörð í útleigu.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið auglýsir til leigu frá 1. júlí 2012 ríkisjörðina Önundarhorn landnr. 163730, ásamt eyðijörðinni Gíslakoti landnr. 163663 í sveitarfélaginu Rangárþingi eystra, 861 Hvolsvelli.

Um er að ræða fimm ára leigutíma. Ekkert greiðslumark fylgir með í leigunni. Á jörðinni var stunduð nautgriparækt, mjólkurframleiðsla og akuryrkja, en draga þurfti saman búskap eftir gosið í Eyjafjallajökli.

Enginn framleiðsluréttur fylgir með í leigunni. Byggingar eru af misjöfnum aldri, íbúðarhús er gott.

Umsóknarfrestur er til 18. maí 2012.

ATH: Opið hús á Önundarhorni fyrir áhugasama sunnudaginn 13. maí nk. kl. 13-17.

Önundarhorn er staðsett á láglendinu sunnan við Raufarfell, neðan þjóðvegar og við Svaðbælisá.  Þegar Eyjafjallajökull gaus lagðist mikil aska yfir þetta svæði og aur safnaðist fyrir í Svaðbælisánni.  Af þessum ástæðum varð að draga saman búskap á Önundarhorni og fyrirsjáanlegt er að Vegagerðin og Landgræðsla ríkisins munu á næstu árum þurfa að gera ráðstafanir vegna farvegar árinnar, þjóðvegarins og uppgræðslu.  Önundarhorn ásamt Gíslakoti eru taldar um 141 ha. að stærð og ræktað land (tún og akrar) í upphafi goss var u.þ.b. 115 ha.

Húsakostur er eftirfarandi:
Íbúðarhús, 219-1587: Húsið var byggt árið 1982, 141 m² á einni hæð.
Geymsla, 219-1575: Byggð árið 1954 sem íbúðarhús, 110,9 m² að grunnfleti.  
Fjós m. áburðarkjallara, 219-1577: Byggt árið 1967, 229,8 m² að grunnfleti.
Hlaða, 219-1579: Byggð árið 1957, 139,3 m² að grunnfleti.
Kálfahús, 219-1580: Byggt árið 1965, 150,2 m².
Bílskúr, 219-1588: Byggður árið 1982, 35 m².
Véla- og verkfærageymsla, 226-0003: Byggð árið 2002, 490,2 m² að grunnfleti. Afhent 1. september 2012.
Nautgripaeldishús, 232-1520: Byggt árið 2007, 530 m² að grunnfleti.

Leigugjald fyrir jörðina:  Reglur ráðuneytisins um leigugjald má finna á heimasíðu. Í þessu tilviki miðast ársleigan við 3,25 % af fasteignamati jarðar, bygginga og ræktunar í upphafi leigutíma.  Leigan tekur breytingum samkvæmt byggingavísitölu á milli ára. Ársleigu fyrir fardagaárið 2012-2013 má áætla kr. 1.300.000. Auk þess greiða leigjendur brunatryggingar og fasteignagjöld vegna jarðarinnar.

Vakin er athygli á að liður nr. 5 á umsóknareyðublaði um „Kaup á eignum fráfarandi ábúanda“ á ekki við í þessu tilviki.

Val á umsækjenda:  Ráðuneytið tekur mið af landbúnaðarhagsmunum, eftirfarandi atriði eru metin sérstaklega:
1)  Menntun á sviði landbúnaðar og önnur hagnýt menntun.
2)  Starfsreynsla í landbúnaði.
3)  Að áform umsækjenda um framtíðarnýtingu jarðarinnar teljist raunhæf að teknu tilliti til staðhátta.  Þetta atriði mun vega þungt í þessu tilviki.
Auk þessa getur ráðuneytið óskað eftir fjárhagslegum upplýsingum frá umsækjendum.

Fyrirspurnir sendist á netfangið [email protected], upplýsingar eru einnig veittar í síma 545-8300.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira