Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Myrká í Hörgárbyggð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið auglýsir til ábúðar ríkisjörðina Myrká, landnr. 152405, 601 Akureyri, í sveitarfélaginu Hörgársveit frá 1. júní 2013.


Ath. uppfært 10. júní 2013, búið er að velja einn umsækjanda.

Um er að ræða lífstíðarábúð. Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. 

Ekkert greiðslumark fylgir með í leigunni.

Á jörðinni er íbúðarhús í þokkalegu ástandi,  útihúsin eru hins vegar sæmileg eða léleg.  Samkvæmt fasteignaskrá er ræktað land 24,7 ha.

Jörðin:

 • Ríkisjörðin Myrká er talin 1.540 ha að stærð, þar af eru um 1.270 ha rýrt land og gróðursnautt fjalllendi.  Hún er staðsett innarlega í Hörgárdal.  2.200 m2 afgirtur grafreitur er á bæjarhlaðinu.
 • Formlegri ábúð lauk haustið 2012.
 • Fasteignir á jörðinni eru eftirfarandi:
 • Íbúðarhús er á tveimur hæðum, upphaflega byggt árið 1939, 65,0 m2.  Viðbygging, 134,8 m2 er frá árinu 1952.
 • Fjárhús með áburðarkjallara, 111,3 m2, byggt árið 1961.
 • Fjárhús, 267,6 m2, byggt árið 1958.
 • Fjárhús með áburðarkjallara, 110,1, byggt árið 1940.
 • Hlaða með súgþurrkun, 213,2 m2, byggð árið 1972.
 • Geymsla, 64,8 m2, byggð árið 1961.
 • Einnig fylgir veiðiréttur í vatnasvæði Hörgár/Öxnadalsár (70 hlutir af 7967).

Leigugjald:  

Reglur ráðuneytisins um leigugjald má finna á heimasíðu ráðuneytisins. Í þessu tilviki miðast ársleigan við 1. gr. reglnanna, en þar stendur að grunnleigugjald skuli vera 3,25 % af matsliðum í eigu ríkisins  í fasteignamati og 2% af öðrum eignum sem ekki eru í fasteignamati, en verðlagðar hafa verið í úttekt eða með sambærilegum hætti.  Einnig að afgjaldið taki breytingum í samræmi við byggingavísitölu.

Ársleigan verður skv. þessu u.þ.b. kr. 760.000,- að því gefnu að nýr ábúandi kaupi ekki eignir.

Val á umsækjanda:  

Ráðuneytið tekur mið af landbúnaðarhagsmunum, eftirfarandi atriði eru metin sérstaklega:

 1. Menntun á sviði landbúnaðar og önnur hagnýt menntun.
 2. Starfsreynsla í landbúnaði.
 3. Að áform umsækjenda um framtíðarnýtingu jarðarinnar teljist raunhæf að teknu tilliti til staðhátta.  

Auk þessa getur ráðuneytið óskað eftir fjárhagslegum upplýsingum frá umsækjendum.

Vakin er athygli á að liður nr. 5 á umsóknareyðublaði um „kaup á eignum fráfarandi ábúanda“, á ekki við í þessu tilviki.  Ef samið verður um slík viðskipti, þarf að afla heimildar í fjárlögum.

Fyrirspurnir sendist á netfangið [email protected], upplýsingar eru einnig veittar í síma 545 9200.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira