Hoppa yfir valmynd
27. maí 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ríkisjörð, bæjarhús og útihús til sölu


Uppfært 9. ágúst 2013

Eignirnar að Syðri-Bakka eru seldar. Jörðin og eignirnar að Hlíðarbergi verða auglýstar að nýju nú í lok ágúst 2013.Ríkiskaup hafa auglýst til sölu á heimasíðu sinni fyrir hönd Jarðeigna ríkisins eftirfarandi ríkiseignir:

  • Bæjarhúsin á ríkisjörðinni Syðri - Bakka í Hörgársveit, íbúðarhús og útihús á 11090 m² leigulóð.
  • Ríkisjörðin Hlíðarberg í Hornafirði, útihús og jörðin sjálf sem talin er vera 17 ha til sölu.

Ríkiskaup sjá alfarið um sölu eignanna og veita áhugasömum kaupendum upplýsingar um eignirnar.

Bæjarhúsin á ríkisjörðinni Syðri - Bakka í Hörgársveit, íbúðarhús og útihús á 11090 m² leigulóð til sölu

Ríkiskaup óska eftir tilboðum í bæjarhúsin á ríkisjörðinni Syðri - Bakka í Hörgársveit, 601 Akureyri,  íbúðarhús og útihús á 11090 m² leigulóð, sambyggt að hluta, eigandi Ríkissjóður Íslands. Um er að ræða íbúðarhús 146,2 m² byggt 1952 og sambyggt því alifuglahús 58,3 m² byggt 1967, og véla-/verkfærageymsla 65,7 m² byggt 1959. Sambyggt fjárhús með áburðarkjallara 214,2 m² byggt 1982 og hlaða 78,3 m² byggð 1982. Húsin þarfnast mikils viðhalds eða jafnvel niðurrifs.

Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðila og hjá Ríkiskaupum.

Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir kl. 10.00 þann 11. júní 2013 þar sem þau verða opnuð.


Ríkisjörðin Hlíðarberg í Hornafirði, útihús og jörðin sjálf sem talin er vera 17 ha til sölu

Ríkiskaup óska eftir tilboðum í ríkisjörðina Hlíðarberg í Hornafirði, útihús og jörðina sjálfa sem talin er vera 17 ha, eigandi Ríkissjóður Íslands. Landið er tvískipt samkvæmt afsali frá árinu 1998 þ.e. 10 ha og 7 ha. Um er að ræða hesthús 59,2 m² byggt 1962, hlaða 76,5 m² byggð 1963, andahús 987,8 m² byggt 1984, hesthús 344,5 m² byggt 1983 og alifuglahús 83,9 m² byggt 1986. Útihúsin eru í misjöfnu ásigkomulagi, að hluta er fyrirsjáanlegt umtalsvert viðhald. Ekkert íbúðarhús fylgir jörðinni.

Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðila og hjá Ríkiskaupum.

Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir kl. 10.00 þann 11. júní 2013 þar sem þau verða opnuð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira