Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Jarðirnar Leiti og Hlíðarberg til sölu

Ríkiskaup hafa auglýst til sölu á heimasíðu sinni fyrir hönd Jarðeigna ríkisins eftirfarandi ríkiseignir:

  • Leiti í Suðursveit, Hornarfirði, íbúðarhús, útihús og jörðin sjálf sem talin er vera 10,9 ha.
  • Ríkisjörðin Hlíðarberg í Hornafirði, útihús og jörðin sjálf sem talin er vera 17 ha.

Ríkiskaup sjá alfarið um sölu eignanna og veita áhugasömum kaupendum upplýsingar um eignirnar.


Ath. uppfært 30. október 2013. Jörðin Leiti er seld. Jörðin og eignirnar að Hlíðarbergi eru óseldar. Hlíðarberg er ekki á tilboðstíma, en Ríkiskaup óskar samt eftir tilboðum í eignirnar. Möguleikar eru á loðdýrarækt.

Leiti í Suðursveit, Hornarfirði, íbúðarhús, útihús og jörðin sjálf sem talin er vera 10,9 ha til sölu.

Ríkiskaup óska eftir tilboðum í ríkis- og eyðijörðina Leiti í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornarfirði sem er 10,91 ha. heimaland. Einnig á Leiti ítök í útjörð Kálfafellsstaðartorfunnar. Jörðin hefur verið í eyði í mörg ár en landið eitthvað nytjað. Á jörðinni eru mörg hús sem flest eru ónýt að undanskildum tveimur útihúsum sem telja má nothæf. Væntanlegur kaupandi þarf að bera kostnað af förgun í samráði við sveitarfélagið. Þá er túnið lélegt eða ónýtt. Samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands – fasteignaskrá er brunabótamat samtals kr. 18.926.000,- og fasteignamat fasteigna kr. 5.195.000,-. Bæjarstæðið er mjög fallegt.

Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, Reykjavík fyrir kl. 10.00 þann 3. september 2013.
Gögnin eru aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa. Sjá:  http://www.rikiskaup.is/til-solu/jardir/usal/15506.


Ríkisjörðin Hlíðarberg í Hornafirði, útihús og jörðin sjálf sem talin er vera 17 ha til sölu.


Ríkiskaup óska eftir tilboðum í ríkisjörðina Hlíðarberg í Sveitarfélaginu Hornafirði, útihús og jörðina sjálfa sem talin er vera 17 ha, eigandi Ríkissjóður Íslands. Landið er tvískipt samkvæmt afsali frá árinu 1998 þ.e. 10 ha og 7 ha. Um er að ræða hesthús 59,2 m² byggt 1962, hlaða 76,5 m² byggð 1963, andahús 987,8 m² byggt 1984, hesthús 344,5 m² byggt 1983 og alifuglahús 83,9 m² byggt 1986. Útihúsin eru í misjöfnu ásigkomulagi, að hluta er fyrirsjáanlegt umtalsvert viðhald. Ekkert íbúðarhús fylgir jörðinni.

Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, Reykjavík fyrir kl. 10.00 þann 3. september 2013.

Gögnin eru aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa. Sjá: http://www.rikiskaup.is/til-solu/jardir/usal/15471.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira