Hoppa yfir valmynd
10. október 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Reglugerð um fjárfestingarheimildir verðbréfasjóða o.fl. til umsagnar

Fyrirhugað er að setja nýja reglugerð um fjárfestingarheimildir verðbréfasjóða, innlausn, markaðssetningu erlendra sjóða og upplýsingagjöf.

Eldri reglugerð um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði nr. 792/2003 fellur úr gildi samhliða, en fleiri reglugerðir koma í stað hennar auk þessarar.

Reglugerð þessi var samin í fjármála- og efnahagsráðuneytinu af nefnd sérstaklegra skipaðri til að innleiða EES-gerðir á sviði verðbréfasjóða (UCITS IV). Reglugerðin byggir að mestu á tilskipun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2007/16 um framkvæmd tilskipunar ráðsins 85/611/EBE um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um fyrirtæki um sameiginlega fjárfestingu í framseljanlegum verðbréfum (UCITS) að því er varðar útskýringu á tilteknum skilgreiningum.  Með reglugerðinni eru ákvæði laga um fjárfestingarheimildir verðbréfasjóða nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði skilgreind nánar, einkum 30. gr. Reglugerðin er því sett með stoð í lögum nr. 128/2011.

Þá eru ákvæði eldri reglugerðar nr. 792/2003 látin halda sér að því leyti sem þau eiga enn við þ.e. í tengslum við markaðssetningu erlendra sjóða, innlausn og uppýsingagjöf. Innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins er nú nefnd að störfum sem vinnur að innleiðingu EES gerða sem tengjast starfsemi verðbréfasjóða þ.e. afleiddar gerðir með UCITS IV tilskipun evrópuþingsins og ráðsins nr. 2009/65.  Sú tilskipun var innleidd að mestu með lögum nr. 12/2013, til breytinga á lögum nr. 128/2011, sem tóku gildi þann 8. mars 2013. Neðangreindar reglugerðir munu því eiga sér stoð í lögunum.

Þær reglugerðir sem nú eru í vinnslu eru:

  • Reglugerð um samruna sjóða og skipan höfuð- og fylgisjóða, byggir á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/44.
  • Reglugerð um skipulagskröfur rekstarfélaga (þ.m.t. um hagsmunaárekstra, viðskiptahætti, áhættustýringu), byggir á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/43.
  • Reglugerð til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 583/2010 sem fjallar um lykilupplýsingar til fjárfesta (key investor information) og skilyrði við veitingunni þeirra(tilvísunarreglugerð).
  • Reglugerð til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 584/2010 sem fjallar um hina stöðluðu tilkynningu um markaðssetningu og tilkynningarform á staðfestingu verðbréfasjóðs, notkun rafrænna samskipta milli eftirlitsaðila vegna tilkynningar og framkvæmd eftirlits með starfsemi verðbréfasjóða. (tilvísunarreglugerð)

Framangreindar reglugerðir taka nú að hluta til þeirra þátta sem eldri reglugerð nr. 792/2003 mælti fyrir um, en ákvæði eru látin halda sér að því leyti sem þau eiga enn við, svo sem áður er framkomið. Fyrirhugað er að fyrstu tvær reglugerðirnar verði settar í umsagnarferli á allra næstu vikum.

Óskað er eftir að athugasemdir berist eigi síðar en 25. október í tölvupóstfangið [email protected] eða bréflega til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira