Hoppa yfir valmynd
20. desember 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Reglugerð um skipulagskröfur rekstrarfélaga o.fl. til umsagnar

Fyrirhugað er að setja nýja reglugerð um skipulagskröfur rekstrarfélaga verðbréfasjóða þ.m.t. hagsmunaárekstra, viðskiptahætti, áhættustýringu og inntak samkomulags milil vörslufyrirtækis og rekstrarfélags.

Reglugerð þessi var samin í fjármála- og efnahagsráðuneytinu af nefnd sérstaklegra skipaðri til að innleiða EES-gerðir á sviði verðbréfasjóða (UCITS IV). Reglugerðin byggir að mestu á og er til innleiðingar á, tilskipun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2010/43 frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar ráðsins 2009/65/EB að því er varðar skipulagskröfur, hagsmunaárekstra, viðskiptahætti, áhættistýringu og inntak samkomulagsins milli vörslufyrirtækis og rekstrarfélags. Reglugerðin er sett með stoð í lögum nr. 128/2011 og lögum nr. 161/2002.

Þá eru nokkur ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2009/65 (UCITS IV) einnig innleidd með reglugerðinni, sbr. 5. mgr. 23. gr. og 5. mgr. 33. gr. og 51. gr.

Önnur reglugerð sem er í vinnslu og varðar starfsemi verðbréfasjóða er:

  • Reglugerð um samruna sjóða og skipan höfuð- og fylgisjóða, byggir á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/44.

Fyrirhugað er að sú reglugerð verði sett í umsagnarferli á allra næstu vikum.

Óskað er eftir að athugasemdir berist eigi síðar en 20. janúar 2014 í tölvupóstfangið [email protected] eða bréflega til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira