Hoppa yfir valmynd
9. september 2015 Dómsmálaráðuneytið

Kynningarfundur og undirbúningsnámskeið vegna löggildingarprófa fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur

Löggildingarpróf fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur verða haldin 15. og 16. febrúar 2016 að undangengnu kynningar- og undirbúningsnámskeiði á vegum Þýðingarseturs Háskóla Íslands. Kynningarfundur fyrir þá sem hyggjast þreyta löggildingarpróf verður haldinn mánudaginn 14. september n.k. kl. 16:00 í stofu 210 í Stapa (áður Félagsstofnun stúdenta) við Hringbraut, Reykjavík.

Undirbúningsnámskeið fer fram í stofu A052 í kjallara aðalbyggingar Háskóla Íslands laugardagana 26. september, 17. október, 31. október og 21. nóvember n.k. kl. 10-16. Próftökum er skylt að sækja undirbúningsnámskeiðið nema þeir hafi áður þreytt prófin.

Umsóknir á eyðublöðum sem fást hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum og á vefnum www.syslumenn.is skulu berast Sýslumanninum í Vestmannaeyjum, Heiðarvegi 15, 900 Vestmannaeyjum eða rafrænt á netfangið  [email protected], í síðasta lagi þann 24. september n.k. Prófgjald fyrir þá sem taka prófið í fyrsta sinn í báðar áttir er 160.000 kr. en 120.000 kr. fyrir þá sem taka prófið aðeins í aðra áttina eða eru að endurtaka prófið. Prófgjaldið skal greiða inn á reikning embættisins nr. 0582-26-2, kt. 490169-7339 í síðasta lagi þann 1. október n.k. og skal staðfesting á greiðslu fylgja umsóknum eða sendast sérstaklega á ofangreint netfang. Námskeiðsgjald er innifalið í prófgjaldi. Nánari upplýsingar veitir Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum í síma 458 2900 og á netfanginu  [email protected].

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,

9. september 2015.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira