Upplýsingafulltrúi
Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskar að ráða upplýsingafulltrúa til starfa.
Upplýsingafulltrúi ber ábyrgð á fjölmiðlatengslum, samfélagsmiðlum og ritstýrir vef og ársriti ráðuneytisins.
Helstu verkefni
- Umsjón með fjölmiðlasamskiptum ráðuneytisins, svör við fyrirspurnum innlendra og erlendra fjölmiðla, gerð fréttatilkynninga o.fl.
- Ritstjórn og dagleg umsjón á vef ráðuneytisins og samfélagsmiðlum.
- Umsjón með ritun og útgáfu ársrits.
- Umsjón með ráðgjöf og aðstoð til starfsfólks vegna kynningar-, fræðslu- og útgáfumála.
- Aðstoð við framkvæmd viðburða á vegum ráðuneytisins.
Kröfur til umsækjenda:
- Háskólapróf í fagi sem nýtist í starfi.
- Reynsla af blaða/fréttamennsku.
- Staðgóð þekking og áhugi á mennta- og menningarmálum.
- Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Færni í notkun samfélagsmiðla.
- Færni í ljósmyndun/myndatöku.
- Geta til að vinna hratt og undir álagi.
- Frumkvæði, ábyrgð, samskiptalipurð og góð framkoma.
- Umsækjandi þarf að geta unnið sveigjanlegan vinnutíma.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra.
Umsóknarfrestur er til og með 5 janúar 2018
Umsóknir skulu berast á netfangið [email protected], merkt „Upplýsingafulltrúi 2018".
Ráðuneytið hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir Jens Pétur Hjaltested í síma 545 9500, [email protected]