Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2018 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Menningarsjóður Íslands og Finnlands auglýsir eftir umsóknum um styrki

Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Íslands og Finnlands. Sjóðurinn veitir árlega styrki til einstaklinga, samtaka, félaga og stofnana vegna verkefna sem geta orðið til að efla samskipti Íslands og Finnlands á sviði menningar, lista, atvinnulífs og þjóðlífs almennt.

Í tilefni þess að árið 2018 eru 100 ár liðin frá því Ísland hlaut fullveldi mun sjóðurinn líta sérstaklega til umsókna sem tengjast íslenskum menningarverkefnum í Finnlandi sem tengjast 100 ára afmæli fullveldisins.

  • Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna verkefna sem eru fyrirhuguð á síðari hluta ársins 2018 og fyrri hluta ársins 2019.
  • Frestur til að leggja inn umsóknir um styrki úr sjóðnum vegna þessa tímabils rennur út 31. mars 2018.
  • Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, norsku, finnsku eða ensku.
  • Einungis er hægt að sækja um rafrænt á: www.hanaholmen.fi.
  • Fyrirspurnir vegna umsókna má senda á: [email protected]

Frekari upplýsingar um Menningarsjóð Íslands og Finnlands má finna á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis og á vefnum www.hanaholmen.fi

Stjórn Menningarsjóðs Íslands og Finnlands.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira