Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2018 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nám í alþjóðlegum menntaskóla í Noregi

Einstakt tækifæri á námi til stúdentsprófs í alþjóðlegu umhverfi

Mennta- og menningarmálamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um skólavist við Alþjóðlega menntaskólann, Red Cross Nordic United World College (RCNUWC) í Flekke, Noregi. Skólinn er hluti af alþjóðlegu skólasamtökunum United World Colleges (UWC), sem reka 17 skóla í 17 löndum. UWC er í fararbroddi alþjóðlegrar menntunar til stúdentsprófs, með það að markmiði að menntun ungmenna með ólíkan menningarbakgrunn styrki stoðir skilnings á milli þjóða og menningarheima. Nám við skólann í Noregi tekur tvö ár og lýkur því með viðurkenndu alþjóðlegu stúdentsprófi, International Baccalaureat Diploma (IB). Kennsla fer fram á ensku. Skólastarf við RCNUWC leggur áherslu á að nemendur kynnist málefnum og viðfangsefnum samtímans, og eru sérstakar áherslur hans á umhverfis-, samfélags og mannréttindamálefni. Skólinn á í samstarfi við Rauða Krossinn og Norðurlöndin, sem eiga aðild að stofnun hans.

Íslensk stjórnvöld eiga aðild að rekstri skólans og býðst skólavist fyrir einn nemanda. Nánari upplýsingar má finna á vef skólans: https://uwcrcn.no/ og á Facebook síðunni UWC Ísland

Auglýst er eftir umsækjendum um skólavist fyrir skólaárið 2018-2019. Umsækjendur skulu hafa lokið sem svarar einu ári í framhaldsskóla, hafa gott vald á ensku og vera á aldrinum 16-18 ára. Væntanlegur nemandi þarf sjálfur að greiða fargjöld.

Umsóknir berist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, eða á netfangið [email protected] í síðasta lagi mánudaginn 19. mars næstkomandi.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á vef ráðuneytisins.

Nánari upplýsingar veitir Ásta María Reynisdóttir, tölvupóstur [email protected].

Umsóknarfrestur er til mánudags 19. mars 2018.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira