Starf rekstrarstjóra á skrifstofu yfirstjórnar
Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskar að ráða rekstrarstjóra til starfa.
Rekstrarstjóri samhæfir starfsemi ráðuneytisins og vinnur að því að ná fram markmiðum ráðuneytisins á sviði rekstrar og innri þjónustu. Hann hefur umsjón með fjármálum og almennum rekstri aðalskrifstofu ráðuneytisins og stýrir í samráði við ráðuneytisstjóra starfsmannahaldi og daglegum rekstri ráðuneytisins. Um er að ræða fullt starf.
Helstu verkefni:
- Umsjón og ábyrgð á innri rekstri ráðuneytisins.
- Upplýsingagjöf og ráðgjöf til stjórnenda.
- Skýrslugerð og úrvinnsla gagna.
- Ber ábyrgð á gerð samninga, s.s. vegna ráðninga, starfsloka og verktöku.
- Ber ábyrgð á eignaskrá ráðuneytisins.
- Tekur þátt í faglegri framkvæmd verkefna á grunni sérfræðiþekkingar sinnar.
- Seta í stjórnum og nefndum.
- Ytri og innri samskipti innan stjórnsýslunnar.
Kröfur til umsækjenda:
- Háskólapróf í viðskiptafræði og/eða rekstrarhagfræði.
- Þekking og reynsla á sviði rekstrar og þjónustu.
- Reynsla af verkefnisstjórnun og áætlanagerð.
- Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg.
- Færni í framsetningu talna og gagna.
- Reynsla á sviði mannauðsstjórnunar skilyrði.
- Reynsla og þekking á sviði opinberrar stjórnsýslu.
- Frumkvæði, ábyrgð, samskiptalipurð.
- Geta til að vinna undir álagi.
- Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli.
- Þekking á mannauðskerfi Oracle æskileg.
Nánari upplýsingar
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra. Við ráðningar í störf hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu er tekið mið af jafnréttisáætlun ráðuneytisins. Nánari upplýsingar veitir Jens Pétur Hjaltested í síma 545 9500.
Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2018
Með umsóknum skal fylgja upplýsingar um menntun og starfsferil. Umsóknir skulu sendar til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík eða á netfangið [email protected] merkt „Rekstrarstjóri 2018“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 4. maí 2018.