Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2018 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Staða embættis forstöðumanns Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra er laus til umsóknar

  - myndStjórnarráðið

Staða embættis forstöðumanns Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra er laus til umsóknar. Hlutverk Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra er að annast rannsóknir á íslensku táknmáli, annast kennslu táknmáls, sinna táknmálstúlkun og annarri þjónustu sem fellur undir starfssvið stofnunarinnar. Um frekara hlutverk og starfsemi Samskiptamiðstöðvar vísast nánar til ákvæða laga um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra nr. 129/1990.

Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á vefsíðu hennar.

Hæfnikröfur
Umsækjendur skulu hafa háskólapróf og staðgóða þekkingu á starfssviði stofnunarinnar. Leitað er eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og breytingastjórnun og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg.

Starfssvið

Forstöðumaður stjórnar starfsemi og rekstri stofnunarinnar og er mikilvægt að umsækjendur hafi skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar. Hann ræður starfsmenn hennar og er í fyrirsvari fyrir hana. Hann ber ábyrgð á rekstri stofnunarinnar og að starfsemi hennar sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Hann ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og að henni sé fylgt.

Ráðning og kjör

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar forstöðumann til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar sbr. 4. gr. laga um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra nr. 129/1990 og sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum.

Ráðið er í starfið frá 2. janúar 2019.

Um laun forstöðumanns fer eftir 39. gr. a í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.

Umsóknir

Umsóknir með greinargerð umsækjenda um framtíðarsýn fyrir Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (út frá faglegum og rekstrarlegum áherslum) með upplýsingum um núverandi starfsheiti umsækjenda og ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu hafa borist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík eða á netfangið [email protected], eigi síðar en miðvikudaginn 28. nóvember 2018.

Nöfn allra umsækjenda verða birt á vef ráðuneytisins að loknum umsóknarfresti og verða umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar ekki teknar til greina. Nánari upplýsingar um starfið veitir rekstrarstjóri, Anna Maria Urbancic, í mennta- og menningarmálaráðuneyti í síma 545 9500 eða [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember 2018.


Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 7. nóvember 2018.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira