Styrkir vegna þátttöku framhaldsskólanema í alþjóðlegum nemakeppnum í stærðfræði og raunvísindum
Markmið styrkjanna er að fjölga nemendum í raunvísindum og stærðfræði og eru styrkirnir veittir til að standa straum af ferðakostnaði vegna þátttöku í keppnunum. Að auki mun ráðuneytið veita styrki sérstaklega til keppenda.
Umsóknir berist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík eða á netfangið [email protected] í síðasta lagi föstudaginn 8. febrúar 2019.
Umsóknaeyðublað má nálgast hér.
Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2019.