Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Auglýst eftir forstjóra Barnaverndarstofu

Félagsmálaráðuneytið - mynd

Starf forstjóra Barnaverndarstofu hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 28. janúar 2019. Forstjóri Barnaverndarstofu stýrir starfi stofnunarinnar og heyrir undir félags- og barnamálaráðherra

Barnaverndarstofa vinnur að samhæfingu og eflingu barnaverndarstarfs í landinu og er ráðherra til ráðgjafar um stefnumótun í málaflokknum. Hún hlutast til um að fram fari þróunar- og rannsóknastarf á sviði barnaverndar. Barnaverndarstofa hefur með höndum leiðbeiningar um túlkun og framkvæmd barnaverndarlaga og fræðslu og ráðgjöf fyrir barnaverndarnefndir í landinu. Enn fremur hefur Barnaverndarstofa eftirlit með störfum barnaverndarnefnda. Barnaverndarstofa annast leyfisveitingar til fósturforeldra, tekur ákvarðanir og veitir barnaverndarnefndum liðsinni í fósturmálum, fer með yfirstjórn heimila og stofnana sem ríkinu ber að sjá til að séu tiltæk og hlutast til um að slík heimili og stofnanir verði sett á fót. Stofan hefur yfirumsjón með vistun barna á þessum heimilum og stofnunum.

Félagsmálaráðuneytið vinnur nú að heildarendurskoðun á barnaverndarlöggjöf og framkvæmd þjónustunnar við börn og geta breytingar orðið sem hafa áhrif á starfsemi Barnaverndarstofu.

Félags- og barnamálaráðherra skip­ar for­stjóra Barnaverndastofu til fimm ára í senn. Bragi Guðbrandsson lét af starfi forstjóra í febrúar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir Íslands hönd og tekið að sér sérverkefni á vegum velferðarráðuneytisins. Staðgengill hans, Heiða Björg Pálma­dótt­ir, hefur gegnt starfi forstjóra Barnaverndarstofu tímabundið.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira