Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Áfram íslenska: verkefnastjóri óskast

Mennta- og menningarmálaráðuneyti leitar að verkefnastjóra með áhuga og ástríðu fyrir íslensku máli til að leiða fjölbreytt verkefni tengd þróun og framtíð íslenskunnar. Um er að ræða tímabundna stöðu til tveggja ára.

Starfssvið og helstu verkefni

Markmið stjórnvalda er að efla íslensku sem opinbert mál hér á landi og tryggja að tungumálið verði áfram notað á öllum sviðum íslensks samfélags. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu þess efnis og mun verkefnastjóri vinna að mótun aðgerðaáætlunar með hliðsjón af henni, útfærslu markmiða og eftirfylgni aðgerða. Í því felst meðal annars:

· Skipulag samstarfsverkefna þvert á stofnanir, félagasamtök og atvinnulíf.
· Kynning og fræðsla um íslenskt mál.
· Önnur verkefni samkvæmt ákvörðun yfirmanns.

Hæfnikröfur

· Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. í íslensku og/eða verkefnastjórnun.
· Framúrskarandi tök á íslensku máli í ræðu og riti.
· Reynsla af verkefnastjórn, breytingastjórnun og teymisvinnu. Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
· Greiningarhæfni og reynsla af áætlanagerð.
· Frumkvæði, nákvæmni og metnaður.
· Örugg framkoma og færni í mannlegum samskiptum.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör fylgja kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.

Umsóknir um starfið sendist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík eða á netfangið [email protected] merktar „Verkefnastjóri 2019“. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá auk kynningarbréfs þar sem fram kemur sýn viðkomandi á starfið.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðum um ráðningu hefur verið tekin. Ráðuneytið hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði. Umsóknafrestur er til og með 11. febrúar 2019.

Nánari upplýsingar veitir Anna María Urbancic rekstrarstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytis í síma 545 9500.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira