Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ritari óskast á skrifstofu laga og stjórnsýslu

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf ritara á skrifstofu laga og stjórnsýslu í ráðuneytinu. Um er að ræða fullt starf.

Skrifstofa laga og stjórnsýslu veitir lögfræðilega ráðgjöf innan ráðuneytisins, kemur að undirbúningi stjórnsýsluúrskurða og ákvarðana um lögfræðileg málefni, hefur umsjón með samningu lagafrumvarpa og reglugerða og fer með ráðningarmál forstöðumanna undirstofnana ráðuneytisins. Af hálfu ráðuneytisins annast skrifstofa laga og stjórnsýslu lögformlega framkvæmd EES-samningsins og alþjóðlegra samninga sem heyra undir ráðuneytið og Ísland er aðili að. Skrifstofan kemur einnig að stefnumótun ráðherra í einstökum málum. Undir skrifstofu laga og stjórnsýslu heyrir einnig skjalasafn ráðuneytisins

Starf ritara á skrifstofu laga og stjórnsýslu er afar fjölþætt og felst í almennum ritara- og skrifstofustörfum, utanumhald mála og sérhæfðra verkefna eins og undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla.

Hæfnikröfur:
Leitað er að jákvæðum einstaklingi sem er reiðubúinn að takast á við krefjandi verkefni, viðkomandi þarf að vera fær í mannlegum samskiptum, nákvæmur, skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum.
• Góð íslenskukunnátta og ritfærni er skilyrði.
• Kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli er æskileg.
• Góð tölvukunnátta er nauðsynleg.
Reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar eða sambærilegum störfum eða starfsreynsla á málefnasviðum ráðuneytisins er kostur.

Ráðning og kjör:
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun taka mið af kjarasamningi Félags starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra.

Umsóknir:
Umsóknir ásamt ferilskrá með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík eða á netfangið [email protected], mánudaginn 18. mars 2019, merkt „Ritari 2019". Ráðuneytið hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti er tekið mið af jafnréttisáætlun ráðuneytisins. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna María Urbancic rekstrarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti í síma 545 9500, [email protected].

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 27. febrúar 2019.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira