Styrkir úr Grænlandssjóði
Stjórn Grænlandssjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2019.
Grænlandssjóður er starfræktur í samræmi við lög nr. 108/2016 og hlutverk hans er að efla samskipti Grænlands og Íslands. Sjóðurinn veitir styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttaviðburða og annarra málefna á sviði menningar, menntunar og vísinda, sem geta stuðlað að auknum samskiptum Grænlendinga og Íslendinga.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til verkefna sem uppfylla framangreind skilyrði. Veittar eru 3 milljónir. kr. úr sjóðnum á þessu ári.
Umsóknum óskast beint til stjórnar Grænlandssjóðs og sendar mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík, eða á netfangið [email protected] fyrir 15. apríl 2019.
Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum en þau má finna hér á vefnum ásamt nánari upplýsingum um sjóðinn.