Hoppa yfir valmynd
5. desember 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Laus störf sérfræðinga

Mennta- og menningarmálaráðuneyti fer með málefni skóla, framhaldsfræðslu, námsaðstoð, vísindamála, safnamála, menningarminja, lista og menningar, höfundaréttar, íslenskra fræða, fjölmiðla, íþróttamála, æskulýðsmála, lögverndunar starfsheita, auk erlends samstarfs á sviði menntunar, menningar og vísinda. Hjá ráðuneytinu starfar ríflega 70 manna samhentur hópur með fjölbreytta menntun. Ráðuneytið er fjölskylduvænn vinnustaður.

Störf tveggja sérfræðinga á skrifstofu mennta- og vísindamála
Skrifstofa mennta- og vísindamála fer með málefni leik-, grunn- og framhaldsskóla, listfræðslu, framhaldsfræðslu, og málefni vísinda og háskóla. Sérfræðingar ráðuneytisins taka þátt í að aðstoða ráðherra við stefnumótun, yfirstjórn stofnana og sjóða sem annast framkvæmd stjórnarmálefna er undir hann heyra.

Sérfræðingur þvert á skólastig
Sérfræðingum er ætlað að taka þátt í stefnumótun, áætlanagerð og eftirliti í samræmi við lög um opinber fjármál, lög um einstök skólastig og önnur lög sem við eiga. Í því felst meðal annars þátttaka í vinnu við gerð samninga við einstaka stofnanir, samtök og skóla og eftirlit með framkvæmd þeirra. Miðað er við að sérfræðingum geti verið falið að vinna þvert á málefnasvið ráðuneytisins.

Hæfni- og menntunarkröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla af stefnumótun og verkefnastjórnun í menntamálum.
• Gerð er krafa um góða ritfærni og kunnáttu í íslensku og ensku. Kunnátta í einu Norðurlandamáli er æskileg.
• Þekking á sviði stjórnsýslu og stefnumótunar er æskileg
• Þekking og reynsla á starfssviði leik-, grunn- og framhaldsskóla eða háskólastigi er kostur.

Sérfræðingur á sviði háskóla- og vísindamála
Sérfræðingi á sviði mennta- og vísindamála er ætlað að taka þátt í stefnumótun, áætlanagerð og eftirliti í samræmi við lög um opinber fjármál, lög um háskóla og önnur lög sem við eiga.

Hæfni- og menntunarkröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Starfsreynsla á sviði háskóla eða vísinda á innlendum eða erlendum vettvangi.
• Gerð er krafa um góða ritfærni og kunnáttu í íslensku og ensku. Kunnátta í einu Norðurlandamáli er æskileg.
• Reynsla af alþjóðlegu samstarfi er æskileg.
• Þekking á sviði stjórnsýslu og stefnumótunar er æskileg.

Í báðum ofangreindum störfum er leitað að
• lausnamiðuðum, jákvæðum og skipulögðum einstaklingum með góða greiningarhæfni og frumkvæði sem geta jafnt unnið sjálfstætt sem í hóp og eru tilbúnir til að takast á við krefjandi verkefni.

Ráðning og kjör
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert.

Umsóknir
Umsóknir með ítarlegri starfsferilsskrá og kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir þær kröfur um menntun og hæfni sem gerðar eru skulu hafa borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík eða á netfangið [email protected], fyrir dagslok mánudaginn 30. desember 2019, merktar:
„sérfræðingur í málefnum allra skólastiga á skrifstofu mennta- og vísindamála“;
„sérfræðingur í háskóla- og vísindamálum á skrifstofu mennta- og vísindamála“.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur um auglýsingar á lausum störfum, nr. 464/1996. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Starfshlutfall í framangreindum störfum er 100%. Við ráðningar í störf hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti er tekið mið af jafnréttisáætlun ráðuneytisins.

Umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar eru ekki teknar til greina. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna María Urbancic rekstrarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Umsóknarfrestur er til og með 30. desember 2019.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira