Styrkir til grunnnáms í listdansi
Styrkjunum er ætlað að efla framboð grunnnáms í listdansi. Þeir skólar sem geta sótt um styrk þurfa að kenna listdans samkvæmt aðalnámskrá fyrir listdansskóla. Heildarstyrkfjárhæð er 14,6 m.kr. sem mun skiptast niður eftir heildarfjölda nemenda þeirra skóla sem sækja um styrk og uppfylla fyrrgreint skilyrði.
Með umsókn skal fylgja greinargerð um fyrirkomulag og aðstöðu til kennslu, fjölda nemenda í grunnnámi í listdansi, faglega getu og fjárhagslega stöðu.
Nánari leiðbeiningar um frágang umsókna má finna hér.
Umsóknir sendist á netfangið [email protected] og er umsóknarfrestur til og með 14. febrúar 2020.