Styrkir vegna þátttöku framhaldsskólanema í alþjóðlegum nemakeppnum í stærðfræði og raunvísindum
Markmið styrkjanna er að fjölga nemendum í raunvísindum og stærðfræði. Heildarfjárhæð styrkja á árinu 2020 er alls 7,5 m.kr. og eru styrkirnir veittir til að standa straum af ferðakostnaði vegna þátttöku í keppnunum. Að auki mun ráðuneytið veita styrki sérstaklega til keppenda með heildarfjárveitingu að upphæð 3,8 m. kr.
Skilyrði fyrir styrkveitingu er að það borist hafi greinargerð vegna fyrri styrks. Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem hljóta styrki á fjárlögum eða falla undir aðra sjóði ráðuneytisins eða samninga sem gerðir hafa verið við ráðuneytið.
Umsóknir berist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík eða á netfangið [email protected] í síðasta lagi föstudaginn 21. febrúar 2020. Umsóknareyðublað má finna hér.
Nánari upplýsingar veitir Ásta María Reynisdóttir, [email protected] og í síma 545-9500.
Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2020.