Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Gæðastjóri

  - myndHaraldur Jónasson / Hari
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir öflugum einstaklingi í starf gæðastjóra. Við leitum að jákvæðum einstaklingi sem vill leiða endurskoðun á vinnulagi, verkferlum og gæðamálum í ráðuneytinu. Viðkomandi mun stýra þróun og viðhaldi á gæðakerfi ráðuneytisins, þar sem markmiðið er að tryggja gott vinnulag í allri starfsemi ráðuneytisins og stuðla að aukinni gæðavitund.

Hæfni- og menntunarkröfur:
• Reynsla af rekstri gæðastjórnunarkerfa, mótun verkferla og innleiðingu.
• Sannfæringarkraftur, áræðni og geta til að hrinda hugmyndum í framkvæmd.
• Háskólapróf sem nýtist í starfi.
• Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er æskileg.
• Færni í mannlegum samskiptum og uppbyggilegt viðmót.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Góð íslenskukunnátta og hæfileikar til að miðla þekkingu.

Gæðastjóri annast endurskoðun, viðhald og útgáfu gæðahandbókar. Enn fremur að endurmeta, fylgja eftir og rýna vinnu- og verkferla, liðsinna starfsfólki og veita sérfræðingum og stjórnendum stuðning vegna gæðamála og skipulags verkefna þannig að tímafrestir séu virtir. Gæðastjóri mun heyra undir skrifstofu ráðuneytisstjóra.

Verkefni og ábyrgðarsvið:
• Endurmat vinnuferla í ráðuneytinu, innleiðing og eftirfylgni.
• Ábyrgð á gerð og viðhaldi handbóka, gerð vinnuferla og leiðbeininga.
• Regluleg rýni ferla og verklagsreglna.
• Leiðbeining, fræðsla og aðstoð innan ráðuneytisins.
• Þátttaka í verkefna- og umbótahópum eftir því sem við á.

Ráðning og kjör
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert.

Umsóknir
Umsóknir með ítarlegri starfsferilsskrá og kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir þær kröfur um menntun og hæfni sem gerðar eru skulu hafa borist á netfangið [email protected], fyrir dagslok mánudaginn 2. mars 2020, merktar „Gæðastjóri“.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur um auglýsingar á lausum störfum, nr. 464/1996. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Starfshlutfal er 100%. Við ráðningar í störf hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti er tekið mið af jafnréttisáætlun ráðuneytisins.

Umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar eru ekki teknar til greina. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna María Urbancic rekstrarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Umsóknarfrestur er til og með 2. mars 2020.

Um mennta- og menningarmálaráðuneyti
Mennta- og menningarmálaráðuneyti fer með málefni skóla, framhaldsfræðslu, námsaðstoð, vísindamála, safnamála, menningarminja, lista og menningar, höfundaréttar, íslenskra fræða, fjölmiðla, íþróttamála, æskulýðsmála, lögverndunar starfsheita, auk erlends samstarfs á sviði menntunar, menningar og vísinda. Hjá ráðuneytinu starfar ríflega 70 manna samhentur hópur með fjölbreytta menntun. Ráðuneytið er fjölskylduvænn vinnustaður.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira