Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skrifstofustjóri skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála

   - myndHaraldur Jónasson / Hari
Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir kraftmiklum og drífandi einstaklingi í starf skrifstofustjóra skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála.

Skrifstofustjóri stýrir starfsemi skrifstofunnar og annast almennan rekstur hennar. Hann ber ábyrgð því að skrifstofan sinni stjórnsýslulegum skyldum sínum og stefnumarkandi ákvörðunum sé hrint í framkvæmd. Skrifstofustjóra er ætlað að draga fram það besta í starfsfólki skrifstofunnar, setja því markmið og mæla árangur.
Skrifstofustjóri ber ábyrgð á því að rekstraráætlanir stofnana ráðuneytisins séu gerðar og gott eftirlit sé með fylgni við þær. Skrifstofustjóri leiðir samstarf við aðrar skrifstofur, önnur ráðuneyti, hagaðila og aðra innlenda og erlenda aðila sem koma að málefnum skrifstofunnar.

Hæfni- og menntunarkröfur:
• Stjórnunarreynsla og færni í því að skapa liðsheild á vinnustað.
• Þekking á sviði rekstrar og starfsmannastjórnunar.
• Reynsla af verkefnastjórnun og áætlanagerð.
• Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu.
• Jákvæð og lausnamiðuð viðhorfi, þjónustulund og metnaður.
• Góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.
• Færni í mannlegum samskiptum og hæfileikar til að miðla upplýsingum.
• Meistaragráða á háskólastigi sem nýtist í starfi.

Skrifstofustjóri vinnur að því að ná fram markmiðum ráðuneytisins á sviði skrifstofunnar. Hann ber ábyrgð á að leiða faglegt starf skrifstofu og stýra daglegri framkvæmd starfa hennar gagnvart ráðuneytisstjóra. Hann virkjar starfsfólk skrifstofunnar til þess að það fái notið sín og nái árangri í starfi og skapar tækifæri til markvissrar starfsþróunar.

Leitað er eftir einstaklingi með stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og opinberri stjórnsýslu, hæfileika til nýsköpunar og að stýra breytingum. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, starfsmannastjórnun, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg.

Helstu verkefni skrifstofustjóra:
• Ber ábyrgð á útfærslu stefnumarkandi ákvarðana er lúta að starfsemi skrifstofunnar.
• Hefur yfirumsjón með verkefnum skrifstofunnar og stýrir forgangsröðun þeirra eftir því sem við á.
• Ber ábyrgð á að afrakstur skrifstofunnar sé í samræmi við rétta stjórnsýsluframkvæmd.
• Yfirfer og samþykkir rekstraráætlanir og uppgjör undirstofnana, sjóða og annarra samningsaðila.
• Fylgir eftir að árlegt uppgjör undirstofnana, sjóða og annarra samningsaðila séu í samræmi við fjárlög tilheyrandi tímabils.
• Veitir starfsfólki reglulega endurgjöf um frammistöðu og heldur árleg starfsmannasamtöl.
• Yfirfer og hefur eftirlit með rekstri skrifstofunnar.
• Ber ábyrgð á að árlegt uppgjör skrifstofunnar sé í samræmi við fjárhagsáætlun.
• Þátttaka í innlendum og alþjóðlegum nefndum, vinnuhópum, ráðum og teymum.

Ráðning og kjör
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert.

Umsóknir
Umsóknir með ítarlegri starfsferilsskrá og kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir þær kröfur um menntun og hæfni sem gerðar eru skulu hafa borist á netfangið [email protected], fyrir dagslok mánudaginn 2. mars 2020, merktar „skrifstofustjóri skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála“.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur um auglýsingar á lausum störfum, nr. 464/1996. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Starfshlutfall er 100%. Við ráðningar í störf hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti er tekið mið af jafnréttisáætlun ráðuneytisins. Gert er ráð fyrir að skipað verði í embætti eigi síðar en 1. maí 2020.

Umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar eru ekki teknar til greina. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna María Urbancic rekstrarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Umsóknarfrestur er til og með 2. mars 2020.

Um mennta- og menningarmálaráðuneyti
Mennta- og menningarmálaráðuneyti fer með málefni skóla, framhaldsfræðslu, námsaðstoð, vísindamála, safnamála, menningarminja, lista og menningar, höfundaréttar, íslenskra fræða, fjölmiðla, íþróttamála, æskulýðsmála, lögverndunar starfsheita, auk erlends samstarfs á sviði menntunar, menningar og vísinda. Hjá ráðuneytinu starfar ríflega 70 manna samhentur hópur með fjölbreytta menntun. Ráðuneytið er fjölskylduvænn vinnustaður.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira