Sérfræðingur óskast á skrifstofu fjármála og rekstrar.
Helstu verkefni:
• Söfnun tölfræðilegra gagna um menntamál, skráning, samræming, úrvinnsla og
framsetning þeirra.
• Greining upplýsinga á málefnasviðum ráðuneytisins, einkum menntakerfisins
• Gerð spálíkana um þróun á einstökum þáttum menntakerfisins.
• Samstarf og samskipti við aðila sem búa yfir upplýsingum á málefnasviði ráðuneytisins, sérstakleg menntakerfisins.
• Þjónusta við starfsmenn ráðuneytisins vegna greiningar á tölfræðilegum gögnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf frá félagsvísindasviði með áherslu á tölfræði, framhaldspróf er kostur
• Góð þekking og reynsla af tölfræðilegum greiningum
• Þekking og reynsla af rannsóknum og greiningu á málefnum er falla undir málefnasvið ráðuneytisins.
• Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum auk reynslu af teymisvinnu
• Reynsla og þekking á stjórnsýslunni
• Góð samskiptahæfni, sveigjanleiki og þjónustulund
• Kunnátta í notkun sérhæfðs hugbúnaðar í tölfræðivinnslu s.s. SPSS, Stata, R eða öðrum sambærilegum forritum
• Þekking og reynsla af notkun Excel og Power BI nauðsynleg
• Góð íslenskukunnátta og færni í framsetningu ritaðs máls og kunnáttu við að koma tölfræðiupplýsingum til skila á myndrænan hátt.
Frekari upplýsingar um starfið
Starfsmaður mun starfa á skrifstofu fjármála og rekstrar. Um fullt starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum.
Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn sína til mennta- og menningarmálaráðuneytisins á [email protected] Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er til og með 26.05.2020.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna María Urbancic, rekstrarstjóri, [email protected] eða í síma 545-9500.