Hoppa yfir valmynd
19. júní 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til æskulýðsfélaga vegna áhrifa COVID-19

  - myndHaraldur Jónasson / Hari
Samkvæmt þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru skal fé varið til átaksverkefna með styrkveitingum til félaga sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni. Til úthlutunar eru alls 50 milljónir kr.

Skilyrði fyrir styrkveitingu.
Annars vegar er um að ræða styrkveitingu vegna tekjutaps þar sem hætt hefur verið við viðburði, mót eða félög hafa þurft að skerða starfsemi vegna samkomubanns. Sýna þarf fram á að tekjutapið hafi haft veruleg neikvæð áhrif á afkomu félagsins.

Hins vegar er um að ræða átaksverkefni sem styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði æskulýðsmála með áherslu á ný verkefni.

Sjá nánar í reglum um styrkveitinguna. 

Við mat á umsóknum verður einkum byggt á eftirtöldum viðmiðum:

- Að hægt sé að sýna fram á veruleg neikvæð áhrif á afkomu félagsins vegna samkomubannsins.
- Að um sé að ræða verkefni sem styðji við þátttöku barna og ungmenna með fjölbreyttri starfsemi á sviði æskulýðsstarfs.
- Að verkefnið hefjist eigi síðar en 1. september 2020 og verði lokið fyrir 1. apríl 2021.
- Að ítarlegar upplýsingar um verkefnið auk tímaáætlunar liggi fyrir.

Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi. Eyðublöð má finna á https://minarsidur.stjr.is.

Sækja þarf um aðgang að umsóknavef ráðuneytisins. Aðgengi er einungis gefið á kennitölur og er lykilorð sent til viðkomandi á netfang sem gefið er upp við nýskráningu.
Lykilorðinu má breyta eftir innskráningu með því að opna Mínar stillingar.

Umsækjendur skrá sig inn með kennitölu og lykilorði og velja mennta- og menningarmálaráðuneytið undir flipanum „Umsóknir“. Svæði merkt rauðri stjörnu verður að fylla út. Umsækjendur geta fylgst með afgreiðslu umsókna sinna með því að skrá sig inn á umsóknavefinn.

Nánari upplýsingar veitir Valgerður Þórunn Bjarnadóttir í síma 545 9500 eða í tölvupósti á [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí 2020.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira