Samstarfsaðili vegna nýtingar á öruggum stafrænum lausnum fyrir aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu í framhaldsskólum landsins
Markmiðið er að auka og bæta aðgengi nemenda í framhaldsskólum að geðheilbrigðisþjónustu, innan eða utan skóla með samræmdri skráningu sérfræðinga á notkun og eðli þjónustunnar. Stefnt er að því að verkefnið hefjist í ágúst 2020 og standi yfir í tvö ár.
Ráðuneytið gerir ráð fyrir alls 6 m.kr. til verkefnisins til tveggja ára.
Umsókn skal senda á netfang ráðuneytisins [email protected]
Umsóknarfrestur er til kl. 24:00 þann 6. júlí 2020.
Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Bóasdóttir, [email protected]
Með umsókn skulu fylgja eftirtalin gögn:
• Lýsing á tæknilausn, aðgengi nemenda og tengingum við sérfræðinga.
• Lýsing á starfsumhverfi sérfræðinga sem veita þjónustuna.
• Upplýsingar um öryggismál og vottanir.
• Innleiðingaráætlun.
• Kostnaðaráætlun við notkun hugbúnaðar í tilraunaverkefninu.
Komi upp sú staða að fleiri en einn aðili komi til greina mun matsnefnd velja hæfasta aðilann.
Miðað við er að niðurstaða liggi fyrir 10. júlí 2020.