Hoppa yfir valmynd
14. júlí 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ritari ráðuneytisstjóra

Mennta- og menningarmálaráðuneyti - mynd

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir einstakling sem er nákvæmur í vinnubrögðum, býr yfir verulegri hæfni í mannlegum samskiptum og góðri skipulagshæfni. Leitað er eftir áhugasömum og jákvæðum starfsmanni sem hefur haldbæra reynslu af sambærilegu starfi. 

Helstu verkefni: 

 • Almenn ritarastörf fyrir skrifstofu ráðuneytisstjóra, s.s. ritun bréfa og fundargerða, gerð skipunarbréfa og erindisbréfa ásamt skjalavörslu og upplýsingaöflun.
 • Fylgjast með málaskrá ráðuneytisstjóra og færa inn tilmæli.
 • Aðstoða við afgreiðslu mála, úrvinnslu gagna og svörun fyrirspurna.
 • Upplýsa ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra reglulega um framvindu mála og leita eftir áliti þeirra þegar þörf er á.
 • Utanumhald um vinnslu svara vegna fyrirspurna frá Alþingi.
 • Skipuleggja, undirbúa og halda um fundi og viðburði í samstarfi við ráðuneytis­stjóra.
 • Leysa ritara ráðherra af.

Menntun og hæfnikröfur:

 • Skrifstofuskóli eða sambærilegt nám, raunfærni og námskeið.
 • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af sambærilegu starfi.
 • Góð almenn tölvuþekking.
 • Færni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti á íslensku og ensku.
 • Mjög góð færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Góð skipulagshæfni og geta til að forgangsraða verkefnum.

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri, í síma 545-9500 eða [email protected]

Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn sína til mennta- og menningarmálaráðuneytisins í gegnum umsóknarvef alfred.is, https://www.alfred.is/starf/ritari-raduneytisstjora.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum. Við ráðningar í störf hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu er tekið mið af jafnréttisáætlun ráðuneytisins og eru karlmenn jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.

Hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu starfa um 70 starfsmenn með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Ráðuneytið er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem lögð er áhersla á samvinnu og góðan starfsanda. Skrifstofa framhaldsskóla og -fræðslu fjallar um málefni framhaldsskólastigsins og framhaldsfræðslu. Hún aðstoðar ráðherra við yfirstjórn stofnana og sjóða sem annast framkvæmd stjórnarmálefna er undir hann heyra og hefur eftirlit með starfsemi og fjárreiðum þeirra.

Umsóknarfrestur er til og með 29.07.2020.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira