Hoppa yfir valmynd
8. september 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kófið og menntakerfið: Opið málþing

Opið málþing um nám og kennslu á tímum samkomubanns vegna COVID-19 fer fram nk. fimmtudag, 10. september milli kl. 15-16.30. Að málþinginu standa mennta- og menningarmálaráðuneyti, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga. Málþingið er hið fyrsta í röð viðburða sem haldnir verða haustið 2020 til þess að ræða áskoranir og tækifæri í menntakerfinu á tímum heimsfaraldursins.

Málþingið fer fram á netinu og verður streymt hér á vef Stjórnarráðsins.
Á fyrsta málþinginu verða kynntar frumniðurstöður rafrænna kannana á framkvæmd skóla- og frístundastarfs á tímum samkomubanns vorið 2020.

Dagskrá málþingsins:

Setning: Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
1. Menntakerfið á tímum COVID; spurningakannanir Menntavísindasviðs Háskóla Íslands vorið 2020. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs.
2. Áhrif samkomubanns á leikskólastarf, leik barna og hlutverk kennara. Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, lektor.
3. Reynsla þroskaþjálfa í grunn- og framhaldsskólum af áhrifum samkomubanns á þjónustu við nemendur. Ruth Jörgensdóttir, aðjúnkt.
4. Áhrif fyrstu bylgju Covid á grunnskólastarfið og samskipti við foreldra. Kristín Jónsdóttir, dósent.
5. Reynsla stjórnenda félagsmiðstöðva og frístundaheimila af skipulagi frístundastarfs á tímum samkomubanns. Ársæll Már Arnarsson, prófessor.
6. Framhaldsskólinn í fyrstu bylgju Covid: Áskoranir og tækifæri. Guðrún Ragnarsdóttir, lektor.
7. Fjarkennsla og stafræn tækni á tímum Covid. Sólveig Jakobsdóttir, prófessor.

Viðbrögð skólastjórnenda leik-, grunn- og framhaldsskóla
- Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ,
- Hulda Jóhannsdóttir, leikskólastjóri, leikskólanum Króki, Grindavík
- Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Giljaskóla, Akureyri.
Fundarstjórn og lokaorð: Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira