Hoppa yfir valmynd
10. desember 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir úr Sprotasjóði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2021-2022. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Í 4 gr. reglugerðar nr. 242/2009 um Sprotasjóð leik-, grunn- og framhaldsskóla segir:
„Leikskólastjórar, skólastjórar eða skólameistarar fyrir hönd skóla, kennarahópa eða einstakra kennara geta sent inn umsókn. Aðrir aðilar en skólar geta sótt um þróunarverkefni í samstarfi við skóla. Í þeim tilfellum skal staðfesting á þátttöku skóla fylgja umsókn.“

Áherslusvið sjóðsins fyrir tímabilið 2021-2022 eru:
Lærdómssamfélag
Drengir og lestur

Í umsókn þarf að skilgreina hvernig verkefnið tengist ofangreindum áherslum ásamt því hvernig nemendur verða virkir þátttakendur í verkefninu sjálfu.

Umsóknir sem falla utan ofangreindra áherslusviða fá sérstaka umfjöllun í ljósi áhrifa verkefna á menntun og skólastarf.

Við mat á umsóknum verður eftirfarandi haft til hliðsjónar
a) hvernig verkefnin falla að hlutverki Sprotasjóðs
b) hvort markmið verkefnis séu skýrt fram sett
c) virkniþáttur nemenda
d) vel skilgreind verkefnisstjórn
e) raunhæfar kostnaðar-, verk- og tímaáætlanir
f) tryggt og vel skilgreint framlag samstarfsaðila.

Umsóknir sem fela í sér samstarf skóla, skólastiga eða skóla og annarra stofnanna njóta alla jafna forgangs við úthlutun styrkja.

Fyrir skólaárið 2021 - 2022 verða til úthlutunar allt að 56 milljónum kr.

Vakin er sérstök athygli á að umsóknir um styrki skulu vera á rafrænu formi. Sækja þarf um aðgang að umsóknavef Sprotasjóðs, sprotasjodur.is.
Tekið verður á móti umsóknum frá 5. janúar til 8. febrúar 2021.

Nánari upplýsingar um Sprotasjóð veitir Dana Rán Jónsdóttir hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri í síma 460-8906 eða í tölvupósti á [email protected]

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira