Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2021 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nám í alþjóðlegum menntaskóla í Noregi, umsóknafrestur til 1. mars

Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir árlega einn íslenskan nemanda til náms við Alþjóðlega menntaskólann (e. Red Cross Nordic United World College) í Flekke í Noregi.

Skólinn er hluti af alþjóðlegu skólasamtökunum United World Colleges (UWC), sem reka 18 skóla í 15 löndum. UWC er í fararbroddi alþjóðlegrar menntunar til stúdentsprófs, með það að markmiði að menntun ungmenna með ólíkan menningarbakgrunn auki skilning og samstarf milli þjóða og menningarheima.

Nám við skólann í Noregi tekur tvö ár og lýkur því með viðurkenndu alþjóðlegu stúdentsprófi (e. International Baccalaureat Diploma – IB). Kennsla fer fram á ensku.

Í skólastarfinu er lögð sérstök áhersla á umhverfis-, samfélags- og mannréttindamál og önnur mikilvæg viðfangsefni samtímans. Skólinn á í samstarfi við Rauða krossinn og Norðurlöndin, sem eiga aðild að stofnun hans.

Sjá nánar á þessari slóð mrn.is/flekke.

Umsóknafrestur er til 1. mars nk.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira