Hoppa yfir valmynd
30. mars 2021 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sérfræðingur í háskóla- og vísindamálum

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í háskóla- og vísindamálum á skrifstofu háskóla og vísinda.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir lausnamiðaðan, jákvæðan og skipulagðan einstakling með góða greiningarhæfni og frumkvæði. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi og vera tilbúinn til að takast á við krefjandi verkefni við fjölbreyttar aðstæður.

Helstu verkefni:
• Verkefnavinna, stefnumótun og áætlanagerð á sviði háskóla- og vísindamála.
• Yfirstjórn og eftirlit með starfsemi stofnana og samningsaðila á málefnasviðum skrifstofunnar.
• Tengiliður við stofnanir, samningsaðila og sértækur tengiliður við ytri aðila, svo sem alþjóðastofnanir.
• Þátttaka í samvinnuverkefnum með stofnunum og hagaðilum.
• Þátttaka í alþjóðasamstarfi.
• Öflun, úrvinnsla og standa skil á upplýsingum um háskóla- og vísindamál gagnvart innlendum og erlendum samstarfsaðilum.

Hæfni- og menntunarkröfur:
• Háskólamenntun á meistara- eða doktorsstigi sem nýtist í starfi.
• Þekking og reynsla af gæðastarfi og innri stjórnsýslu háskóla eða vísindastofnana.
• Þekking og reynsla á sviði innlendrar og/eða alþjóðlegrar stefnumótunar vísindamálum.
• Reynsla af samstarfi á alþjóðlegum vettvangi.
• Reynsla af verkefnastjórnun og áætlanagerð. Vottun í verkefnastjórnun er kostur.
• Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu.
• Góð samskiptahæfni.
• Gerð er krafa um afburða ritfærni og góða tjáningu í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. Kunnátta í þýsku eða frönsku er kostur.

Nánar um starfið:
Um fullt starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisáætlun ráðuneytisins. Til greina kemur að ráða fleiri en einn sérfræðing á sviði háskóla- og vísindamála og að starfið verði skilgreint sem starf án staðsetningar í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun til 2024.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 1000/2019.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri, í gegnum netfangið [email protected]


Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni umsækjanda í starfið. Umsókn skal skilað rafrænt á heimasíðu Alfred.is eða í bréfpósti á Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík. Umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2021.

Skrifstofa háskóla og vísinda fer með vísindamál, þ.m.t. málefni grunnrannsókna í vísindum, opinberan stuðning við vísindarannsóknir og vandaða starfshætti í vísindum; málefni háskóla og námsaðstoð. Skrifstofan aðstoðar ráðherra við stefnumótun, yfirstjórn stofnana og sjóða sem annast framkvæmd stjórnarmálefna er undir ráðuneytið heyra.

Í mennta- og menningarmálaráðuneyti starfa um 75 starfsmenn með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Ráðuneytið er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem lögð er áhersla á samvinnu og góðan starfsanda í samræmi við mannauðs- og viðverustefnu Stjórnarráðsins.

Starf án staðsetningar þýðir að starfið er ekki bundið tiltekinni starfsstöð innan veggja ráðuneytisins heldur getur verið unnið hvar sem er á landinu, að því gefnu að viðunandi starfsaðstaða sé fyrir hendi. Það er, sé starfsmaður ráðinn sem býr utan daglegrar vinnusóknar frá ráðuneytinu skal vinnuveitandi leitast við að finna viðunandi starfsaðstöðu nærri heimili.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira