Hoppa yfir valmynd
18. maí 2022 Matvælaráðuneytið

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Með vísan til 65. gr. búvörulaga nr. 99/1993, með síðari breytingum og til reglugerðar um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl. nr. 1294/2021, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutningsmagn blóma sem sótt skal um í stykkjatölu fyrir tímabilið 1. júlí - 31. desember 2022.

Vara

Tímabil

Vörumagn 

Verðtollur 

Magntollur 

 Tollskrárnr.:      stk.  %  kr./stk.

Blómstrandi plöntur með knúppum eða blómum, þó ekki kaktusar:

0602.9081-.9083 og 0602.9088

Blómstrandi plöntur með knúppum eða blómum, þó ekki kaktusar

01.07.-31.12.22

1.650

30

0

Aðrar:

0602.9093

Pottaplöntur til og með 1 metri á hæð, þó ekki kaktusar og þykkblöðungar og plöntur af ættkvíslinni Bromilea og plönturnar Erica Gracilis og Calluna

01.07.-31.12.22

2.160

30

0

Lifandi:

0603.1400

Tryggðablóm (Chrysanthemums)

01.07.-30.12.22

6.500

30

0

0603.1906-1908, 0603.1911-1918 og 0603.1999

Afskorin blóm og blómknappar sem notað er í vendi eða til skrauts, lifandi, þurrkað, litað, bleikt, gegndreypt eða unnið á annan hátt, þ.m.t. geislafíflar, sólliljur, fétoppar, silkivendir, ilmskúfar, ljónsmunnar, gullhrís, silfurstjörnur, brúðarslör, flamingoblóm og túlípanar.

01.07.-31.12.22

118.750

30

0

Berist umsóknir um meira magn innflutnings en auglýstum tollkvóta nemur, hverju sinni, skal leita tilboða í tollkvóta vegna viðkomandi vöruliðar. Úthlutun er ekki framseljanleg.

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hætti á vefkerfinu tollkvoti.is. Nýskráning notenda í vefkerfið fer fram hjá matvælaráðuneytinu. Ef óskað er eftir nýskráningu notenda skal hafa samband við ráðuneytið í síma 545-9700 eða á [email protected] Sjá eftirfarandi ítarefni vegna úthlutunar tollkvóta:

Opnað verður fyrir umsóknir á tollkvoti.is; þriðjudaginn 17. maí 2022 og skulu umsóknir berast fyrir kl. 23.59, þriðjudaginn 24. maí 2022.

Matvælaráðuneytinu,
17. maí 2022.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira