Hoppa yfir valmynd

Fréttir


Utanríkisráðuneytið
Sýni 1-200 af 1022 niðurstöðum.
Raða eftir: Dagsetningu Mikilvægi

Áskriftir Eldri fréttir

  • 04. desember 2023 Utanríkisráðuneytið

    IceWind í nýsköpunarhraðal Atlantshafsbandalagsins

    Íslenska nýsköpunarfyrirtækið IceWind sem hannar og smíðar litlar lóðréttsás vindtúrbínur, sérsniðnar að krefjandi veðuraðstæðum, hefur verið valið til að komast áfram í fyrsta fasa í samkeppni DIANA,...


  • 01. desember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Utanríkisráðuneytið upplýst í fjólubláum lit alþjóðlegrar réttindabaráttu fatlaðs fólks

    Utanríkisráðuneytið verður baðað fjólubláum ljóma dagana 1. – 5. desember en fjólublár er litur alþjóðlegrar réttindabaráttu fatlaðs fólks. Alþjóðadagur fatlaðs fólks er 3. desember en hann hefur veri...


  • 01. desember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Utanríkisráðherra á ráðherrafundi ÖSE í breyttu öryggislandslagi í Evrópu

    Utanríkisráðherra sótti ráðherrafund Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Skopje, höfuðborg Norður-Makedóníu, sem hófst á óformlegum kvöldverðarfundi ráðherra þann 29. nóvember en formleg dags...


  • 01. desember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Aukin tækifæri til útflutnings sjávarafurða með nýju samkomulagi við ESB

    Í gær lauk samningaviðræðum milli EFTA-ríkjanna innan EES (Íslands, Noregs og Liechtenstein) og Evrópusambandsins (ESB) um framlög til Uppbyggingarsjóðs EES fyrir tímabilið 1. maí 2021 til 30. apríl 2...


  • 01. desember 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hafin

    Tuttugasti og áttundi aðildaríkjafundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP28) stendur nú yfir í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ver...


  • 29. nóvember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Aukið eftirlit með mikilvægum neðansjávarinnviðum

    Varnarmálaráðherrar sameiginlegu viðbragðssveitarinnar (Joint Expeditionary Force, JEF) hafa ákveðið að virkja eina af viðbragðsáætlunum sveitarinnar sem felur í sér aukið eftirlit með mikilvægum...


  • 29. nóvember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Samhljómur um aukinn varnarviðbúnað og stuðning við Úkraínu

    Stríðsrekstur Rússlands gegn Úkraínu, undirbúningur leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Washington í júlí á næsta ári, staðan á Vestur-Balkanskaga og átökin fyrir botni Miðjarðarhafs voru efst á ...


  • 29. nóvember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Óháð úttekt staðfestir áþreifanlegan árangur Íslands í Malaví

    Áratugalangt samstarf Íslands við Mangochi-hérað í Malaví hefur skilað áþreifanlegum árangri fyrir íbúa héraðsins, að því er fram kemur í nýrri óháðri úttekt sem unnin var af alþjóðlega ráðgjafarfyrir...


  • 27. nóvember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Íslenska utanríkisþjónustan tekur þátt í 16 daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi

    Utanríkisráðuneytið er nú baðað roðagylltum ljóma til að vekja athygli á alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Sendiskrifstofur Íslands um allan heim taka sömuleiðis þátt í vitundarvakningu...


  • 26. nóvember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Vegna átaka í Síerra Leóne

    Utanríkisráðuneytið er í sambandi við 14 Íslendinga í Síerra Leóne vegna átaka sem brutust út í höfuðborginni Freetown í nótt. Íslendingarnir eru allir óhultir en á meðal þeirra eru tveir starfsmenn s...


  • 24. nóvember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Varnarmálaráðherrar ræddu þróun öryggismála á fundi í Stokkhólmi

    Þróun öryggismála, aukinn varnarviðbúnaður og stuðningur við Úkraínu voru áherslumál á tveggja daga fundi varnarmálaráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem lauk í Stokkhólmi  í gær.  Fy...


  • 24. nóvember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Færanlega neyðarsjúkrahúsið komið í notkun í Úkraínu

    Færanlega neyðarsjúkrahúsið, sem Alþingi ákvað í vor að gefa úkraínsku þjóðinni, er komið til Úkraínu og hefur verið tekið í gagnið.  Heildarkostnaður við verkefnið nam 7,4 milljónum evra eða um...


  • 23. nóvember 2023 Utanríkisráðuneytið, Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Matvælaráðuneytið

    Fjölmenni á alþjóðlegri ráðstefnu Íslands um plastmengun á norðurslóðum

    Utanríkisráðuneytið, í samvinnu við matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku og loftlagsráðuneytið, stendur fyrir tveggja daga alþjóðlegri ráðstefnu um plastmengun á norðurslóðum, með áherslu á plastmeng...


  • 21. nóvember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Úkraína, ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs og Uppbyggingarsjóður EES til umræðu í Brussel

    Samstaða með Úkraínu, ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs og staðan í viðræðum um næsta tímabil Uppbyggingarsjóðs EES voru í brennidepli á fundum utanríkisráðherra í Brussel í tengslum við fund EES-ráð...


  • 17. nóvember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Íslensk stjórnvöld auka enn framlög til mannúðaraðstoðar á Gaza

    Utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 100 milljóna króna viðbótarframlag vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Framlagið verður veitt til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA)...


  • 17. nóvember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Endurnýjun samstarfssamnings við UNESCO um þróunarsamvinnu

    Nýr samningur við Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) um áframhaldandi stuðning Íslands við þróunarsamvinnuverkefni stofnunarinnar var undirritaður í höfuðstöðvum UNE...


  • 16. nóvember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ísland virkur þátttakandi í varnarsamvinnu

    Stuðningur við Úkraínu, þróun öryggismála á Norður-Atlantshafi og mikilvægi þessa að efla þátttöku í samstarfi um öryggis- og varnarmál voru meðal þess sem Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra fór y...


  • 16. nóvember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Árangur af þróunarsamvinnu Íslands og Malaví ræddur á fundi utanríkisráðherra

    Góður árangur af þróunarsamvinnu Íslands og Malaví, mikilvægi jafnréttismála og loftslagsmál voru ofarlega á baugi á fundi Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra og Nancy Tembo, utanríkisráðherra Mal...


  • 16. nóvember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Róbert Spanó kosinn í stjórn tjónaskrár fyrir Úkraínu

    Róbert Spanó var í dag kjörinn í stjórn alþjóðlegrar tjónaskrár fyrir Úkraínu sem tekur til eignaskemmda, manntjóns og alvarlegra meiðsla sem orðið hafa í stríði Rússlands í Úkraínu. Atkvæðagreiðslan ...


  • 14. nóvember 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík

    Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, sem er orðinn fastur vettvangur alþjóðlegrar umræðu og tengslamyndunar um réttindi kvenna og kynjajafnrétti, hófst í Hörpu í gær en þinginu lýkur síðdeg...


  • 10. nóvember 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Tvísköttunarsamningur við Ástralíu tekur gildi

    Tvísköttunarsamningur milli Íslands og Ástralíu hefur tekið gildi og kemur til framkvæmda hérlendis frá og með 1. janúar 2024. Í Ástralíu kemur samningurinn til framkvæmda frá og með 1. janúar 2024, e...


  • 07. nóvember 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Opið fyrir umsóknir í barna- og ungmennaráð heimsmarkmiðanna

    Opnað hefur verið fyrir umsóknir í barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Forsætisráðherra fer með skipun ráðsins en óskað er eftir börnum sem eru tilbúin að sitja í ráðinu í tvö ár, ...


  • 03. nóvember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ísland tvöfaldar framlög til mannúðaraðstoðar á Gaza og kallar áfram eftir tafarlausu mannúðarhléi

    Íslensk stjórnvöld ætla að  tvöfalda framlög sín til mannúðaraðstoðar á Gaza. Þetta var tilkynnt í neyðarumræðu um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs í allsherjarþ...


  • 02. nóvember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og málefni Úkraínu í brennidepli á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda

    Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, málefni Úkraínu og öryggi mikilvægra neðansjávarinnviða voru til umræðu á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í Osló í gær. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra...


  • 01. nóvember 2023 Utanríkisráðuneytið

    Um hundrað öryggis- og hermálafulltrúar ræddu kynjajafnrétti á Barbershop viðburði

    Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hvatti í opnunarávarpi á Barbershop rakararáðstefnu hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu í gær til áframhaldandi áherslu á kynjajafnrétti í störfum ÖSE. Hann sa...


  • 30. október 2023 Utanríkisráðuneytið

    Yfirlýsing Íslands á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna

    Í atkvæðaskýringu að lokinni atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudag kallaði Ísland með skýrum hætti eftir mannúðarhléi til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð til...


  • 27. október 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ísland kallar eftir mannúðarhléi

    Ísland kallaði eftir mannúðarhléi til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð til óbreyttra borgara á Gaza í neyðarumræðu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í dag.  Í gær, fimmtudag, hófst neyðarumr...


  • 21. október 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ráðherra fundaði með formanni hermálanefnar NATO

    Þróun öryggismála, innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, aukinn fælingar- og varnarviðbúnaður Atlantshafsbandalagsins og viðbúnaður á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum voru helstu umræðuefni fundar Bjar...


  • 20. október 2023 Utanríkisráðuneytið

    Samstarf Norðurlanda og Afríkuríkja á viðsjárverðum tímum efst á baugi á utanríkisráðherrafundi í Alsír

    Nauðsyn þess að styrkja alþjóðakerfið og samstarf Norðurlanda og Afríkuríkja á viðsjárverðum tímum var efst á baugi á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda og Afríkuríkja sem fór fram í Alsír 17. og 18....


  • 20. október 2023 Utanríkisráðuneytið

    Þétt dagskrá utanríkisráðherra á hliðarlínu Arctic Circle

    Hringborð norðurslóða - Arctic Circle var sett í Hörpu í gær en utanríkisráðuneytið er einn af bakhjörlum þingsins. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra var viðstaddur setningarathöfnina en ráðstefna...


  • 19. október 2023 Utanríkisráðuneytið

    Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný

    Von er á bandarískri flugsveit til landsins á morgun til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Flugsveitin kemur til landsins frá Þýskalandi, með fjórar F-16 herþotur og 120 liðs...


  • 18. október 2023 Utanríkisráðuneytið

    Fyrsta verk nýs utanríkisráðherra í embætti

    Góð tvíhliða samskipti Íslands og Úkraínu og mikilvægi þess að halda þeim áfram var leiðarstef í samtali Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu á  sím...


  • 17. október 2023 Utanríkisráðuneytið

    Íslensk stjórnvöld fjármagna nýja fæðingardeild sem rís í Makanjira

    Forseti Malaví, ásamt ráðherrum og starfsfólki sendiráðs Íslands í Lilongwe, tók í gær fyrstu skóflustunguna að nýrri fæðingardeild sem mun rísa á afskekktu svæði Mangochi-héraðs fyrir tilstuðlan ísle...


  • 16. október 2023 Utanríkisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Lyklaskipti í utanríkisráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti

    Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók í dag við lyklavöldum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Bjarna Benediktssonar, sem er nýr utanríkisráðherra.  Skömmu áður tók Bjarni við lyklum ...


  • 14. október 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ísland styrkir neyðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna á Gaza

    Utanríkisráðherra hefur ákveðið að svara kalli Sameinuðu þjóðanna um framlög til neyðaraðstoðar í Palestínu með 70 milljóna króna framlagi frá íslenskum stjórnvöldum til Palestínuflóttamannaaðstoðar S...


  • 13. október 2023 Utanríkisráðuneytið

    Leiðtogafundur JEF í Svíþjóð

    Öryggi og varnir Evrópu voru megin fundarefni leiðtogafundar Sameiginlegu viðbragðssveitarinnar (JEF) sem lauk í Svíþjóð í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sótti fundinn f...


  • 13. október 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs og stuðningur við Úkraínu ofarlega á baugi á fundi varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins

    Málefni Úkraínu og alvarlegt ástand fyrir botni Miðjarðarhafs voru fyrirferðamikil mál á varnarmálaráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í gær. Varnarmál...


  • 13. október 2023 Utanríkisráðuneytið

    Gripið til aðgerða vegna gullhúðunar EES-reglna

    Utanríkisráðherra hyggst skipa starfshóp til að meta umfang gullhúðunar EES-gerða og leggja til tillögur að úrbótum. Athugasemdir og dæmi um að EES-gerðir séu innleiddar með svokallaðri „gullhúðun“ ha...


  • 11. október 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Friðarráðstefna í Hörpu: „Alþjóðleg samstaða og samvinna lykilatriði“

    Norræn samstaða um frið er umfjöllunarefni fjölmennrar friðarráðstefnu sem nú stendur yfir í Hörpu og er send út í beinu streymi. Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands heldur ráðstefn...


  • 09. október 2023 Utanríkisráðuneytið

    Íslendingarnir lagðir af stað heim

    Farþegaflugvél með 126 Íslendinga innanborðs, sem voru strandaglópar í Ísrael eftir að átök brutust þar út, er lögð af stað áleiðis til Íslands. Flugvélin hóf sig á loft frá Queen Alia alþjóðaflugvell...


  • 09. október 2023 Utanríkisráðuneytið

    Íslenskum strandaglópum í Ísrael verður flogið heim frá Jórdaníu

    Um 120 manna hópur Íslendinga í Ísrael, sem til stóð að farþegaflugvél á vegum íslenskra stjórnvalda myndi sækja til Tel Aviv, verða fluttir til Amman í Jórdaníu, þaðan sem hópnum verður flogið aftur ...


  • 08. október 2023 Utanríkisráðuneytið

    Íslendingar í Ísrael verða sóttir

    Utanríkisráðherra hefur ákveðið að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til Ísraels. Henni er ætlað að ferja heim um 120 Íslendinga sem þar eru strandaglópar vegna ófriðarástandsins í landin...


  • 04. október 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Friðarráðstefna í Reykjavík: Norræn samstaða um frið

    Framtíðarsýn Norðurlanda í friðarmálum er umfjöllunarefni friðarráðstefnu sem fram fer 10.-11. október nk. í Hörpu.Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands heldur ráðstefnuna í samstarfi...


  • 04. október 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ráðherra sótti ráðstefnu um öryggismál í Varsjá

    „Innrásarstríð Rússlands í Úkraínu er árás á okkar sameiginlegu gildi og alþjóðalög. Þótt norðurslóðir séu fjarri Úkraínu hefur stríðið þó áhrif á heiminn sem við búum í og þar af leiðandi Ísland.“ Þe...


  • 02. október 2023 Utanríkisráðuneytið

    Tómas H. Heiðar kjörinn forseti Alþjóðlega hafréttardómsins

    Tómas H. Heiðar var í dag kjörinn forseti Alþjóðlega hafréttardómsins í Hamborg til þriggja ára. Hann var tilnefndur sem frambjóðandi Norðurlandanna árið 2014 og hlaut í framhaldinu kjör sem dómari vi...


  • 29. september 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ráðherra heimsótti nýtt færanlegt neyðarsjúkrahús fyrir Úkraínu

    Tveggja daga opinberri vinnuheimsókn utanríkisráðherra til Eistlands lauk í dag. Í ferðinni átti hún fundi með Margus Tsahkna utanríkisráðherra og Hanno Pevkur varnarmálaráðherra. Auk þess kynnti ráðh...


  • 28. september 2023 Utanríkisráðuneytið

    Jafnlaunavottun 2023 – hverfandi launamunur í utanríkisráðuneytinu mælist nú konum í vil

    Leiðréttur launamunur kynjanna í utanríkisráðuneytinu nemur nú 0,3 prósentum og mælist konum í vil í fyrsta skipti. Ráðuneytið hlaut í gær vottun frá Vottun hf., sem er staðfesting þess að jafnlaunake...


  • 26. september 2023 Utanríkisráðuneytið

    Markmið ÖSE er að vernda frið

    Utanríkisráðherra tók þátt í sérstökum fundi fastaráðs Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sem fram fór í Vínarborg í dag og boðað var til vegna misbeitingar Rússlands á samstöðureglu stofnunar...


  • 23. september 2023 Utanríkisráðuneytið

    Aldrei verið jafn mikil þörf á fjölþjóðasamstarfi

    Mikilvægi þess standa vörð um gildi Sameinuðu þjóðanna, fjölþjóðasamstarf, mannréttindi og frelsi einstaklingsins var leiðarstefið í ræðu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra&nbs...


  • 22. september 2023 Utanríkisráðuneytið

    Utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

    Utanríkisráðherra undirritaði fjóra nýja rammasamninga við stofnanir Sameinuðu þjóðanna í vikunni í tengslum við 78. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur sem hæst í New York. Í ráðherravik...


  • 21. september 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ísland undirritar nýjan hafréttarsamning SÞ um líffræðilega fjölbreytni

    Utanríkisráðherra undirritaði í gær nýjan samning undir hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu utan lögsögu ríkja (Biodiversity Beyond...


  • 19. september 2023 Utanríkisráðuneytið

    Mikill stuðningur Íslendinga við alþjóðasamstarf

    Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna, eða 84,8 prósent, segja skipta miklu máli að Ísland hafi gott orðspor í alþjóðasamfélaginu. Þá segja 72,5 prósent þátttöku Íslands í alþjóðasamvinnu styrkja fullvel...


  • 16. september 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ísland veitir fjárstuðning til uppbyggingar sjálfbærra fiskveiða í þróunarríkjum

    Íslensk stjórnvöld hafa undirritað samning við Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) um fjárstuðning til þróunarríkja við að koma á fót sjálfbærri fiskveiðistjórnun. Stuðningurinn nemur 500 þúsund svi...


  • 14. september 2023 Utanríkisráðuneytið

    Staða hinsegin fólks í Úganda og stuðningur við Úkraínu til umræðu á fundi með þróunarmálaráðherra Noregs

    Stuðningur við Úkraínu og staða hinsegin fólks í Úganda voru ofarlega á baugi á fundi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Anne Beathe Tvinnereim, þróunarmálaráðherra Noregs, ...


  • 07. september 2023 Utanríkisráðuneytið

    Utanríkisráðherra segir breytt landslag kalla á aukið samstarf NB8-ríkjanna á alþjóðavettvangi

    Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir breytt landslag heimsmála kalla á enn öflugra samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkja á alþjóðavettvangi.  Þetta var eitt helsta áh...


  • 29. ágúst 2023 Utanríkisráðuneytið

    Yfirmaður flugherstjórnar Atlantshafsbandlagsins í heimsókn á Íslandi

    James B. Hecker hershöfðingi og yfirmaður flugherstjórnar Atlantshafsbandalagsins (AIRCOM) og flughers Bandaríkjanna í Evrópu (USAFE) er í heimsókn á Íslandi. Hecker fundaði í dag með Þórdísi Kolbrúnu...


  • 29. ágúst 2023 Utanríkisráðuneytið

    Þátttaka utanríkisráðherra á ársfundi Vestnorræna ráðsins

    Málefni hafsins og fríverslun voru efst á baugi í máli utanríkisráðherra á ársfundi Verstnorræna ráðsins í Reykjavík í dag. Vestnorræna ráðið er þingmannavettvangur þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænl...


  • 23. ágúst 2023 Utanríkisráðuneytið

    Aukin þjónusta við íslensk fyrirtæki á erlendum mörkuðum

    Utanríkisráðuneytið og Íslandsstofa hafa gert með sér samkomulag þess efnis að Íslandsstofa taki í auknum mæli að sér þjónustu við íslensk fyrirtæki á erlendum mörkuðum með ráðningu viðskiptafulltrúa ...


  • 23. ágúst 2023 Utanríkisráðuneytið

    Stuðningur við Úkraínu í brennidepli á fjarfundi utanríkisráðherra Norðurlanda

    Utanríkisráðherrar Norðurlanda hittust á fjarfundi í dag undir stjórn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra sem fer með formennsku í norræna hópnum í ár. Ráðherrarnir funduðu síða...


  • 13. ágúst 2023 Utanríkisráðuneytið

    Flugsveit bandaríska flughersins á Íslandi

    Flugsveit bandaríska flughersins er væntanleg til landsins í dag, sunnudaginn 13. ágúst, þar sem hún verður við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu.Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með...


  • 10. ágúst 2023 Utanríkisráðuneytið

    Sendinefnd Íslands kynnti endurskoðaða greinargerð fyrir landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna

    Í gær kynnti sendinefnd Íslands endurskoðaða greinargerð um ytri mörk landgrunns Íslands á Reykjaneshrygg, utan 200 sjómílna, fyrir landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna í New York. Í haust mun svo sendi...


  • 04. ágúst 2023 Utanríkisráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

    Ísland undirritar samkomulag um vinnudvöl ungmenna í Kanada

    Samkomulag milli Íslands og Kanada um vinnudvöl ungmenna (e. Youth Mobility) á aldrinum 18 til 30 ára var undirritað í gær. Samningurinn kveður á um að ungmenni á þessum aldri geti ferðast og starfað ...


  • 01. ágúst 2023 Utanríkisráðuneytið

    Aukin viðvera Íslands í Kænugarði

    Utanríkisráðuneyti Íslands og Litáens hafa gert með sér samkomulag um að íslenskir stjórnarerindrekar fái vinnuaðstöðu í sendiráði Litáens í Kænugarði. Íslensk stjórnvöld áforma að auka viðveru í Úkra...


  • 01. ágúst 2023 Utanríkisráðuneytið

    Starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu lögð niður

    Starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu verður lögð niður frá og með deginum í dag, 1. ágúst. Fyrirsvar gagnvart Rússlandi og öðrum umdæmisríkjum sendiráðsins færist þar með til utanríkisráðuneytisins. ...


  • 31. júlí 2023 Utanríkisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Samstarfsráðherra hélt opnunarávarp á Pride í Færeyjum

    Heimsókn samstarfsráðherra Norðurlandanna, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, til Færeyja í síðustu viku var viðburðarík. Megintilgangur heimsóknarinnar var þátttaka í gleðigöngunni í Þórshöfn (Føroyar Pr...


  • 26. júlí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Flugsveit þýska flughersins á Íslandi

    Flugsveit þýska flughersins er væntanleg til landsins 26. júlí nk. til æfinga og til að kynna sér aðstæður hér á landi. Um er að ræða sex Eurofighter Typhoon orrustuþotur ásamt þrjátíu liðsmönnum.&nbs...


  • 18. júlí 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Staða Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum kynnt á ráðherrafundi um sjálfbæra þróun

    Staða Íslands og vinna í þágu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna verður kynnt á árlegum ráðherrafundi um sjálfbæra þróun í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætis...


  • 17. júlí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Þingsályktunartillaga um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands komin í Samráðsgátt

    Þingsályktunartillaga um stefnu stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu hefur verið lögð fram í Samráðsgátt. Samkvæmt lögum skal utanríkisráðherra leggja fram tillögu um stefnu í alþjóðlegum þróunar...


  • 14. júlí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ísland eykur stuðning sinn við konur í Afganistan

    Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita viðbótarframlög til stofnana og sjóða sem berjast fyrir mannréttindum kvenna og stúlkna í Afganistan. Veittar verða samtals 150 milljón króna sem renna til Sto...


  • 12. júlí 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Vilníus lokið

    Tveggja daga leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í Vilníus lauk í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tóku þátt í fundinu...


  • 11. júlí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ráðherra ávarpaði málþing lýðræðisafla Belarús

    Staða Belarús var umræðuefni á málsþingi sem haldið var á vegum skrifstofu Sviatlönu Tsikhanouskayu í Vilníus í morgun. Þórdis Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra var meðal frummælend...


  • 11. júlí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Tvö fyrirtæki fá styrki úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins

    Íslensku fyrirtækin Verkís og Fisheries Technologies hlutu á dögunum styrki til verkefna á sviði þróunarsamvinnu úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins. Heildarframlag styrkja úr sjóðnum voru að þessu s...


  • 10. júlí 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Forsætisráðherra og utanríkisráðherra sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Vilníus

    Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Vilníus á morgun og stendur fram á miðvikudag. Á f...


  • 07. júlí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Flutningar forstöðumanna sendiskrifstofa

    Reglubundnir flutningar forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni standa nú fyrir dyrum. Eftirtaldir flutningar taka formlega gildi á næstunni samkvæmt ákvörðun utanríkisráðherra. Árni Þór ...


  • 05. júlí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ísland kaupir búnað til sprengjuleitar fyrir Úkraínu

    Ísland, ásamt Norðurlöndunum og Litáen, tekur þátt í leiða þjálfunarverkefni í sprengjuleit og eyðingu sem hófst í mars síðastliðnum. Í tengslum við verkefnið hefur verið ákveðið að Ísland leggi til g...


  • 30. júní 2023 Utanríkisráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Samningur um réttindi á sviði almannatrygginga undirritaður við Bretland

    Ísland, Liechtenstein og Noregur skrifuðu í dag undir samning við Bretland um samræmingu almannatrygginga. Samningurinn er gerður þar sem reglur EES-samningsins gilda ekki lengur um Bretland og kveður...


  • 30. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ísland gerist aðili að Freedom Online Coalition

    Ísland gerðist nýlega aðili að ríkjahóp um vernd mannréttinda á netinu, eða Freedom Online Coalition. Ísland varð 37. landið til þess að gerast aðili, en meðal aðildarríkja eru mörg nánustu samstarfsr...


  • 29. júní 2023 Utanríkisráðuneytið, Matvælaráðuneytið

    Ísland kjörið í framkvæmdastjórn alþjóðahaffræðinefndarinnar

    Ísland hlaut í gær kjör til setu í alþjóðahaffræðinefnd Menningarmálastofnunar Sameinuðu Þjóðanna (Intergovernmental Oceanographic Commission of UNESCO) fyrir tímabilið 2023-2025. Kosningarnar f...


  • 28. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Vinnustofa um öryggi neðansjávarinnviða haldin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli

    Um 70 sérfræðingar frá þátttökuríkjum sameiginlegu viðbragðssveitarinnar (Joint Expeditionary Force, JEF) og öðrum samstarfsríkjum komu saman á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í vikunni til að ta...


  • 27. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Fríverslunarsamningur við Moldóvu undirritaður á ráðherrafundi EFTA

    Ráðherrar EFTA-ríkjanna og efnahagsmálaráðherra Moldóvu, Dumitru Alaiba, undirrituðu í dag nýjan fríverslunarsamning að viðstöddum forsætisráðherra Moldóvu, Dorian Recean. Undirritunin fór fram á ráðh...


  • 24. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Íslendingar í Rússlandi hvattir til að láta vita af sér

    Vegna ástandsins í landinu hvetur sendiráð Íslands í Moskvu Íslendinga í landinu til að fara varlega og fylgjast með gangi mála í fjölmiðlum. Þið eruð einnig hvött til að hafa samband við borgaraþjónu...


  • 23. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Tvíhliða samstarf og viðskipti efst á baugi í heimsókn ráðherra til Grænlands

    Tvíhliða samstarf Íslands og Grænlands, bæði pólitískt og efnahagslegt, var í brennidepli í heimsókn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra til Grænlands í vikunni. Í gær átti Þórd...


  • 23. júní 2023 Utanríkisráðuneytið, Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Enduruppbygging í Úkraínu í brennidepli í London

    Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sótti alþjóðlega ráðstefnu um enduruppbyggingu í Úkraínu sem fór fram í London dagana  21. og 22. júní. Forseti Úkraínu, Volo...


  • 22. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Hannes Heimisson afhendir forseta Úkraínu trúnaðarbréf

    Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Varsjá, afhenti í gær Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu. Athöfnin fór fram við kirkju heilgrar Soffí...


  • 21. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Norrænt varnarsamstarf styrkist

    Varnarmálaráðherrar Norðurlandanna ræddu þróun öryggismála, árásarstríð Rússlands gegn Úkraínu, aukið samstarf ríkjanna í öryggis- og varnarmálum og málefni Atlantshafsbandalagsins á tveggja daga fund...


  • 20. júní 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Ný skýrsla OECD um íslenskt efnahagslíf: Íslenska hagkerfið sýnir styrk en auka þarf aðhald fjármálastefnunnar

    Staða efnahagsmála á Íslandi er góð og efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa að mestu gengið til baka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ís...


  • 19. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Aukin framlög til UNHCR vegna átakanna í Súdan

    Alvarleg staða mannúðarmála vegna átakanna í Súdan var meginefni framlagaráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Genf í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ávarpaði...


  • 16. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Varnarmálaráðherrar ræddu aukinn varnarviðbúnað Atlantshafsbandalagsins

    Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins luku í dag tveggja daga fundi í Brussel þar sem árásarstríð Rússlands gegn Úkraínu, efling varnar- og fælingargetu svo og kjarnorkuvarnir bandalagsins voru ...


  • 15. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Framlög aukin til mannúðarmála í Sýrlandi og grannríkjum

    Framlög Íslands til mannúðarmála í Sýrlandi og grannríkjum munu nema samtals 840 milljónum króna næstu þrjú árin. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti þetta á framlagaráðst...


  • 15. júní 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Skýrsla um stöðu heimsmarkmiðanna á Íslandi send til Sameinuðu þjóðanna

    Íslensk stjórnvöld hafa sent svokallaða landrýniskýrslu (e. Voluntary National Review) um stöðu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til stofnunarinnar. Skýrslan verður kynnt á ráðherra...


  • 14. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Tómas H. Heiðar endurkjörinn dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn

    Tómas H. Heiðar var í dag endurkjörinn dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn á fundi aðildarríkja hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna í New York. Tómas hefur gegnt embætti dómara við dóminn frá árinu...


  • 13. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Varnarmálaráðherrafundur JEF fór fram í Hollandi

    Varnamálaráðherrar sameiginlegu viðbragðssveitarinnar (Joint Expeditionary Force, JEF)  funduðu í Amsterdam í dag, þriðjudaginn 13. júní. Ráðherrarnir ræddu stuðning ríkjanna við Úkraínu, viðbrög...


  • 13. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði

    Stuðningur við Úkraínu og alþjóðasamfélagið, samskiptin við Rússland og staða mannúðarmála í Afganistan voru ofarlega á baugi á utanríkisráðherrafundi Norðurlanda sem fram fór á Ísafirði í dag. Í...


  • 12. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Íslenskir listamenn á ferð um heiminn

    Utanríkisþjónusta Íslands tekur virkan þátt í ferðasýningunni Outside Looking In, Inside Looking Out sem verður á ferð og flugi um heiminn næstu tvö árin. Um er að ræða samstarfsverkefni Myndlist...


  • 12. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Utanríkisráðherrar Norðurlanda á Ísafirði

    Utanríkisráðherrar Norðurlanda koma saman til reglubundins sumarfundar á Ísafirði í vikunni. Ísland er í formennsku norrænnar samvinnu í ár, þar á meðal í utanríkispólitísku samstarfi Norðurlanda, og ...


  • 09. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Nýr fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins

    Ægir Þór Eysteinsson hefur verið ráðinn fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 21 sótti um stöðuna sem auglýst var 22. mars sl. en þrír drógu umsóknir sínar til baka. Ægir Þór hefur starfað sem sé...


  • 09. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu lögð niður

    Utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Sendiherra Rússlands var í dag kallaður í utanríkisráðuneytið og honum tilkynnt um þessa ...


  • 07. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Öryggismál á norðurslóðum í brennidepli

    Breyttar öryggishorfur á norðurslóðum, mikilvægi alþjóðalaga, bætt eftirlitsgeta og aukin varnarsamvinna lýðræðisríkjanna á norðurslóðum voru meðal þess sem Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ut...


  • 06. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Niðurstöður úr jafningjarýni á þróunarsamvinnu Íslands kynntar

    Jafningjarýni Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) á alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands hefur verið birt. Carsten Staur, formaður nefndarinnar kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar og fór yfir styr...


  • 02. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Orkuöryggi, samfélagsleg þrautseigja ​og Úkraína rædd á ráðherrafundi Eystrasaltsráðsins

    Málefni Úkraínu, samfélagsleg þrautseigja og aukið orkuöryggi á Eystrasaltssvæðinu voru ofarlega á baugi á fundi utanríkisráðherra Eystrasaltsráðsins í Wismar, Þýskalandi í dag. Í sameiginlegri yfirl...


  • 01. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins lokið

    Undirbúningur fyrir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Vilníus í júlí og áframhaldandi stuðningur við Úkraínu voru helstu umfjöllunarefnin á óformlegum utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsi...


  • 01. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Samkomulag við Bretland um reikigjöld á fjarskiptaþjónustu

    Samkomulag Íslands og Bretlands um hámarks heildsöluverð alþjóðlegrar reikiþjónustu tekur gildi í dag, 1. júní. Um er að ræða ákvörðun þar sem kveðið er á um hver hámarksgjöld, sem veitandi almennrar ...


  • 01. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

    Herstjórnarmiðstöð JEF á Íslandi

    Sameiginlega viðbragðssveitin (Joint Expeditionary Force, JEF) sem Bretar leiða ásamt Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum og Hollandi setur í æfingaskyni upp færanlega herstjórnarmiðstöð á öryggissvæ...


  • 31. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Úkraína og Úganda efst á baugi Noregsheimsóknar

    Áhrif innrásar Rússlands í Úkraínu, samvinna Íslands og Noregs og nýsamþykkt lög gegn hinsegin fólki í Úganda voru á meðal umræðuefna á fundum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur með samstarfsráð...


  • 31. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Þjálfun úkraínskra hermanna í bráðameðferð á stríðssvæðum

    Ísland hefur hafið þátttöku í þjálfunarverkefni fyrir úkraínska hermenn sem Bretland leiðir. Verkefnið miðar að því að þjálfa leiðbeinendur í bráðameðferð á stríðssvæðum, sem geta þá miðlað þekkingu ...


  • 31. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Utanríkisráðherra skipar í útflutnings- og markaðsráð

    Utanríkisráðherra hefur skipað fulltrúa til setu í útflutnings- og markaðsráð. Samkvæmt lögum um Íslandsstofu skipar utanríkisráðherra 31 fulltrúa í ráðið til fjögurra ára í senn. Auk fulltrúa utanr...


  • 30. maí 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Ríkisstjórnin styrkir verkefni um menningarsamstarf við Úkraínu

    Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum sl. föstudag að veita 5 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til Háskóla Íslands vegna verkefnis um menningarsamstarf við Úkraínu. Þá hyggst utanríkisráðuneytið ...


  • 26. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Utanríkisráðherra í heimsókn í Vilníus

    Staðan í Rússlandi á tímum innrásarstríðs í Úkraínu var umfjöllunarefni ráðstefnu í Vilníus sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tók þátt í. Hún átti jafnframt fund með utanríkis...


  • 24. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Úkraína og losunarheimildir til umfjöllunar á EES-ráðsfundi

    EES-ráðið, sem skipað er utanríkisráðherrum EFTA-ríkjanna í EES – Íslands, Liechtenstein og Noregs – og fulltrúum Evrópusambandsins, kom saman til reglulegs fundar í Brussel í dag. Þórdís Kolbrún Rey...


  • 23. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Stuðningur við eldsneytisflutninga úkraínska hersins

    Til að styðja við varnarbaráttu Úkraínu gegn innrásarliði Rússlands hafa íslensk stjórnvöld fest kaup á tíu olíuflutningabílum fyrir úkraínska herinn. Tveir bílar voru afhentir í nýliðinni viku. Olíuf...


  • 22. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Utanríkisráðherra í opinberri vinnuheimsókn í Sviss

    Tvíhliða samstarf Íslands og Sviss á, m.a. á sviði mannréttinda, efnahagsmála og grænna lausna voru meðal umræðuefna á fundi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Ignaccio Cass...


  • 22. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Norðurhópurinn ræðir þróun öryggismála í Norður-Evrópu

    Í dag, 22. maí, funduðu varnarmálaráðherrar Norðurhópsins svonefnda í Legionowo í nágrenni Varsjár. Pólland fer nú með formennsku í Norðurhópnum. Rætt var um ógnir og áskoranir í Norðaustur-Evrópu í ...


  • 22. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Formennsku Íslands í Evrópuráðinu lokið

    Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík markaði lok hálfs árs formennsku Íslands í ráðinu. Lettland hefur nú tekið við formennskukeflinu.  „Frá því við tókum við formennsku í Evrópuráðinu í nóve...


  • 19. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ísland aðili að netöryggissetri Atlantshafsbandalagsins

    Ísland varð fyrr í þessari viku formlegur aðili að netöryggissetri Atlantshafsbandalagsins (NATO Cooperative Cyber Defence Centre of Excellence) í Tallin í Eistlandi. Fáni Íslands var dreginn að húni...


  • 17. maí 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Ályktanir í þágu Úkraínu og lýðræðis samþykktar á leiðtogafundi

    Leiðtogar aðildarríkja Evrópuráðsins samþykktu Reykjavíkuryfirlýsinguna á fundi sínum í Reykjavík í dag og settu á stofn alþjóðlega tjónaskrá fyrir Úkraínu. Stuðningur við Úkraínu, ályktun í þágu...



  • 16. maí 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Leiðtogafundur Evrópuráðsins hafinn​

    Ábyrgðarskylda vegna Úkraínu og grundvallargildi Evrópuráðsins eru meginumfjöllunarefni leiðtogafundar Evrópuráðsins sem hófst í Reykjavík í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á r...


  • 16. maí 2023 Utanríkisráðuneytið, Forsætisráðuneytið

    Bein útsending frá leiðtogafundi Evrópuráðsins


  • 14. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Bretar sinna loftrýmisgæslu við Ísland

    Í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður í Reykjavík dagana 16.-17. maí sinnir flugsveit breska flughersins loftrýmisgæslu við Ísland.  Loftrýmisgæsluverkefnið stendur yfir d...


  • 13. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Vel heppnaðri ráðstefnu IDAHOT+ Forum lokið

    Árlegri ráðstefnu IDAHOT+ Forum lauk í Hörpu í gær en um er að ræða einn mikilvægasta vettvang hinsegin málefna í Evrópu. Ráðstefnan var liður í formennsku Íslands Evrópuráðinu sem lýkur á leiðtogafun...


  • 12. maí 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Leiðtogafundur Evrópuráðsins framundan í Reykjavík

    Fjórði leiðtogafundur í sögu Evrópuráðsins fer fram í Reykjavík í næstu viku. Fyrir fundinum liggur að samþykkja formlega gerð sérstakrar skrár vegna þess tjóns sem innrás Rússlands hefur valdið Úkraí...


  • 12. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Gjöf Íslands til Evrópuráðsins vegna leiðtogafundarins

    Í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins gefur Ísland ráðherranefnd ráðsins útskorinn fundarhamar eftir listakonuna Sigríði Kristjánsdóttur. Fyrirmynd hamarsins er frægur fundarhamar Ásmundar Sveinsso...


  • 08. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Íslandsdagur í Strassborg

    Íslenskar bókmenntir og kvikmyndir voru hafðar í öndvegi á Íslandsdeginum svokallaða sem haldinn var um helgina í Strassborg í tilefni af formennsku Íslands í Evrópuráðinu. Íslandsdagurinn var lokavið...


  • 05. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í heimsókn á Íslandi

    Christopher G. Cavoli, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), er hér á landi í stuttri heimsókn. Hann átti í dag fund með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadótur utanríkisráðherra og kynnti...


  • 05. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Góður árangur Íslands í frammistöðumati ESA

    Innleiðingarhalli Íslands hefur minnkað um helming á undanförnum misserum,úr tveimur prósentum í eitt prósent. Þetta kemur fram í nýbirtu frammistöðumati frá ...


  • 05. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Fastafloti Atlantshafsbandalagsins með viðkomu á Íslandi

    Fimm skip úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins hafa nú skamma viðdvöl í Reykjavíkuhöfn. Skipin tóku þátt í kafbátaleitaræfingunni Dynamic Mongoose sem lýkur formlega í dag. Kafbátaeftirlitsæfingin D...


  • 03. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Sameiginlegt lið Íslands og Svíþjóðar sigurvegari netvarnaæfingar Atlantshafsbandalagsins

    Sameiginlegt lið Íslands og Svíþjóðar bar sigur úr býtum á netvarnaræfingunni Skjaldborg (Locked Shields) sem fram fór á dögunum. Æfingin var skipulögð og haldin af netöryggissetri Atlantshafsbandalag...


  • 02. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ari Kristinn í stjórn nýsköpunarsjóðs Atlantshafsbandalagsins

    Ari Kristinn Jónsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins AwareGO og fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík, hefur verið kosinn í stjórn nýs nýsköpunarsjóðs Atlantshafsbandalagsins (NATO Innovati...


  • 28. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Utanríkisráðherrar NB8-ríkjanna í Odesa í Úkraínu

    Utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja heimsóttu í dag úkraínsku hafnarborgina Odesa til að árétta stuðning sinn við stjórnvöld í landinu og undirstrika mikilvægi þess að kornútflutningur ...


  • 27. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Utanríkisráðherrar NB8-ríkjanna heimsóttu Moldóvu

    Aukinn stuðningur Norðurlanda og Eystrasaltsríkja við Moldóvu, öryggismál í Evrópu og aðild Moldóvu að Evrópusambandinu voru aðalumræðuefnin á fundum utanríkisráðherra NB8-ríkjanna með leiðtogum Moldó...


  • 27. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Áyktun um samstarf Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins samþykkt

    Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun um samstarf Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins með 122 atkvæðum. Ísland og Írland leiddu í sameiningu samningaviðræðurnar um ályktunardrögin ...


  • 26. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Bandarískur kafbátur í þjónustuheimsókn

    Fyrsta þjónustuheimsókn kafbáts á vegum bandaríska sjóhersins í íslenska landhelgi fór fram fyrr í dag. Vel gekk að flytja kost um borð í bátinn. Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS San Juan kom í dag...


  • 25. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Utanríkisráðherra ávarpaði þing Evrópuráðsins

    Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og forseti ráðherranefndar Evrópuráðsins lagði þunga áherslu á grunngildi Evrópuráðsins, mannréttindi, lýðræði og réttarríki, er hún ávarpaði þin...


  • 25. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Umsækjendur um stöðu fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins

    Alls barst 21 umsókn um stöðu fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins sem auglýst var þann 22 mars 2023 en umsóknarfrestur rann út 12. apríl sl. Einn umsækjandi dró umsóknina til baka. ...


  • 24. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Leiðtogafundurinn og formennska Íslands til umræðu á fundi utanríkisráðherra ESB

    Undirbúningur fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík dagana 16. og 17. maí var aðalumfjöllunarefni fundar Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og utanríkisráðsherra Evrópu...


  • 24. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Kafbátaleitaræfingin Dynamic Mongoose 2023 hafin

    Kafbátaeftirlitsæfingin Dynamic Mongoose 2023 fer fram dagana 24. apríl til 5. maí á hafsvæðinu milli Íslands og Noregs. Æfingin er á vegum Atlantshafsbandalagsins en Ísland er að þessu sinni gestgjaf...


  • 24. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Rætt um þróun öryggismála og vaxandi varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna

    Árlegt samráð Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál fór fram í Washington föstudaginn 21. apríl. Öryggishorfur í kjölfar árásarstríðs Rússlands gegn Úkraínu, ásamt auknum varnarviðbúnaði A...


  • 21. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Alþjóðamálin í brennidepli á ráðstefnu síðasta vetrardag

    Veigamiklir valkostir og afdrifaríkar ákvarðanir sem ríki heim og almenningur standa stöðugt frammi fyrir voru ofarlega á baugi í opnunarávarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur á ráðstefnunni ...


  • 19. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið, Forsætisráðuneytið

    Upplýsingar um götulokanir vegna leiðtogafundar

    Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Hörpu dagana 16. og 17. maí næstkomandi. Um 40 leiðtogar hafa boðað komu sína og ljóst að umfang á öryggisráðstöfunum verður mikið. Svæðið í kringum Hörpu...


  • 18. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Bandarískir kafbátar í þjónustuheimsókn

    Utanríkisráðherra hefur tilkynnt stjórnvöldum í Bandaríkjunum að kjarnorkuknúnum kafbátum bandaríska sjóhersins verði heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland til að taka á móti kosti og skipta út áh...


  • 17. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Nýir rammasamningar við landsnefndir UN Women og UNICEF og Félag Sameinuðu þjóðanna

    Utanríkisráðherra hefur undirritað rammasamninga við landsnefndir UN Women og UNICEF á Íslandi auk Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Samningarnir ná til kynningar- og fræðslumála á sviði alþjóðlega...


  • 14. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Leiðtogar Evrópuráðsins lýsa yfir áhyggjum af heilsu Navalní

    Þungum áhyggjum af hrakandi heilsu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og illri meðferð rússneskra stjórnvalda á honum eru látnar í ljós í yfirlýsingu  sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð G...


  • 14. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ísland styrkir sjóði Alþjóðabankans um enduruppbyggingu í Úkraínu

    Ísland hefur ákveðið að leggja Úkraínu til 700 milljónir króna í gegnum sjóði Alþjóðabankans og var greint frá þeirri ákvörðun á fundi um málefni Úkraínu sem haldinn var í tengslum við vorfundi Alþjóð...


  • 13. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ísland styrkir innviðaverkefni UNDP í Úkraínu

    Íslensk stjórnvöld ætla að veita 72 milljónum króna til innviðaverkefnis Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu. Markmiðið er að styrkja grunnorkuinnviði í landinu sem eru víða í lamasessi vegna...


  • 12. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Rætt um þróun öryggismála í Norður-Evrópu

    Yfirmenn herafla þátttökuríkja í sameiginlegu viðbragðssveitarinni (Joint Expeditionary Force, JEF)  ræddu þróun öryggismála og samstarf um viðbúnað og viðbragð á Norður-Atlantshafi, norðurslóðum...


  • 11. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Jákvæð niðurstaða í jafningjarýni á þróunarsamvinnu Íslands

    Jafningjarýni Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) á alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands var tekin fyrir á fundi nefndarinnar í París fyrir helgi. Niðurstöðurnar eru afar jákvæðar fyrir Ísland en þar kem...


  • 05. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Sögulegum utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins lokið

    Sögulegum fundi Atlantshafsbandalagsins, þar sem Finnland tók í fyrsta sinn þátt sem bandalagsríki, lauk í Brussel í dag. Stuðningur bandalagsríkja við Úkraínu vegna innrásar Rússlands var sem fyrr í ...


  • 04. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ályktun um stöðu mannréttinda í Íran samþykkt

    Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag árlega ályktun um ástand mannréttinda í Íran sem ríkjahópur undir forystu Íslands lagði fram. Ályktunin tryggir áframhaldandi umboð sérstaks skýrslug...


  • 31. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ár liðið frá voðaverkunum í Bucha

    Fórnarlamba voðaverka rússneska hersins í úkraínska bænum Bucha var minnst á ráðstefnu sem haldin var í Kænugarði í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ávarpaði ráðstefnuna. Í dag er ár liðið fr...


  • 30. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ráðuneytisstjórar NB8-ríkjanna ræddu stöðuna vegna Úkraínu

    Stuðningur við Úkraínu vegna innrásar Rússlands og staða alþjóðakerfisins voru helstu umfjöllunarefnin á fundi ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneyta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja (NB8) sem fram fór í ...


  • 30. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

    Íslandsvinahópur bandarískra þingmanna stofnaður

    Stofnfundur sérstaks Íslandsvinahóps meðal þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, svokallaðs Iceland Caucus, fór fram í dag. Í forsvari fyrir hópnum eru þau Chellie Pingree, þingkona Demókrataflo...


  • 29. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ísland eykur stuðning við friðaruppbyggingu og sáttamiðlun á vegum Sameinuðu þjóðanna

    Íslensk stjórnvöld hafa gert nýjan fjögurra ára samstarfssamning við skrifstofu alþjóðastjórnmála og friðaruppbyggingar hjá Sameinuðu þjóðunum, Department of Political and Peacebuilding Affairs, DPPA....


  • 28. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

    EFTA og Moldóva ná samkomulagi um fríverslunarsamning

    EFTA-ríkin og Moldóva hafa komist að samkomulagi um fríverslunarsamning sem undirritaður verður á næsta ráðherrafundi EFTA í Liechtenstein í júní næstkomandi. Viðræðurnar tóku alls tvö ár og fóru leng...


  • 28. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

    Einarður stuðningur Norðurlandanna við Úkraínu

    Staða mála á alþjóðavettvangi var rædd á fjarfundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í gær. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra stýrði fundinum þar sem Ísland gegnir formennsku í sam...


  • 24. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

    Úkraínustríðið efst á baugi utanríkisráðherrafundar Íslands og Danmerkur

    Stríðið í Úkraínu og formennska Íslands í Evrópuráðinu auk tvíhliða samskipta voru aðalumræðuefnin á fundi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Lars Løkke Rasmussen utanríkis...


  • 23. mars 2023 Innviðaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Innviðaráðherra á fundum Evrópuráðsins

    Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, flutti ávarp á ráðstefnu sveitar- og héraðsstjórna í Evrópuráðinu í Strassborg í gær. Þar kynnti innviðaráðherra áherslur Íslands í formennsku sinni í E...


  • 22. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

    Gildi í alþjóðaviðskiptum í brennidepli á ársfundi Íslandsstofu

    Þróun alþjóðamála á síðustu misserum gefur tilefni til að endurmeta þá hugmynd að samtvinnaðir viðskiptahagsmunir ríkja dugi til þess að tryggja friðsæld og framfarir. Þetta kom fram í ávarpi Þórdísa...


  • 22. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

    Utanríkisráðherra ávarpaði ráðstefnu um þjóðaröryggi og alþjóðasamstarf

    Í krafti smæðarinnar getur Ísland lagt meira af mörkum en margir telja í alþjóðasamstarfi á sviði öryggis- og varnarmála. Þetta er á meðal þess sem kom fram í opnunarerindi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjö...


  • 22. mars 2023 Dómsmálaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Dómsmálaráðherrar 40 ríkja styðja alþjóðlega sakamáladómstólinn vegna málefna Úkraínu

    Dómsmálaráðherrar ríflega 40 ríkja hittust á ráðstefnu í London þann 20 mars sl. og ræddu samræmdan stuðning ríkja við Alþjóðlega sakamáladómstólinn til þess að hann geti sinnt hlutverki sínu eins ve...


  • 21. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

    Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál til umræðu á Alþingi

    Árleg skýrsla utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál var tekin til umræðu á Alþingi í dag. Skýrslan kemur að þessu sinni út í skugga alvarlegustu stríðsátaka í Evrópu frá seinna stríði og afmar...


  • 21. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

    Þjálfun úkraínskra hermanna í sprengjuleit og sprengjueyðingu hafin

    Þjálfun úkraínskra hermanna á sviði sprengjuleitar og sprengjueyðingar hófst í Litáen í vikunni. Um er að ræða samstarfsverkefni Norðurlandanna og Litáen og annast litáískir, norskir, sænskir og íslen...


  • 17. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

    Neyðarframlag vegna náttúruhamfara í Malaví

    Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að verja 500.000 Bandaríkjadölum (jafnvirði 71 milljóna króna) til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, vegna neyðarástands sem skapast hefur í Malaví af völdum hit...


  • 16. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

    Yfirlýsing utanríkisráðherra ári eftir brottvísun Rússlands úr Evrópuráðinu

    Í dag er ár er liðið frá því að ráðherranefnd Evrópuráðsins samþykkti að vísa Rússlandi úr ráðinu. Af því tilefni sendi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og forseti ráðherranefnd...


  • 15. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

    Sameiginleg yfirlýsing utanríkisráðherra Íslands og Úkraínu

    Í tilefni af heimsókn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra til Úkraínu í gær gáfu þau Þórdís Kolbrún og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra...


  • 14. mars 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Forsætisráðherra og utanríkisráðherra heimsóttu Úkraínu og funduðu með Volodomyr Zelensky

    Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, áttu fund með forseta Úkraínu, Volodomyr Zelensky, í Kænugarði í dag. Á fundinum ræddu þau stöðuna í ...


  • 13. mars 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Forsætisráðherra og utanríkisráðherra heimsækja Kænugarð

    Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, heimsækja Kænugarð í Úkraínu á morgun, þriðjudaginn 14. mars. Markmið heimsóknar ráðherranna er að sý...


  • 09. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

    Tvíhliða samráð Íslands og Indlands

    Fríverslunarviðræður EFTA-ríkjanna og Indlands voru til umræðu á fundi Martins Eyjólfssonar, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, með Piyush Goyal, viðskipta- og iðnaðarráðherra Indlands, í Nýju-D...


  • 08. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ísland eykur stuðning sinn við UN Women, UNICEF og UNFPA

    Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hækka kjarnaframlög til UN Women, UNICEF og UNFPA sem eru þrjár áherslustofnanir Íslands í þróunarsamvinnu innan Sameinuðu þjóðanna. Hækkun framlaganna er umtal...


  • 06. mars 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Forsætisráðherra ávarpaði 67. fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

    Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag ávarp á 67. fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW67) í New York. Forsætisráðherra tók einnig þátt í viðburði norrænna jafnréttisráðherra um aðge...


  • 03. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ráðuneytisstjóri tók þátt í fundi stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins

    Framtíð fjölþjóðahyggju í Evrópu í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu var helsta umræðuefni fundar stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins sem fram fór í Haag í dag. Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utan...


  • 02. mars 2023 Utanríkisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

    Rússlandi vikið úr fjármálaaðgerðahópnum FATF

    Alþjóðlegur fjármálaaðgerðahópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (FATF) hefur ákveðið að víkja Rússlandi úr hópnum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ákvörðunin var tekin á ...


  • 28. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Tvísköttunarsamningur Íslands og Andorra

    Tvísköttunarsamningur Íslands og Andorra var undirritaður í Genf í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Maria Ubach Font utanríkisráðherra Andorra skrifuðu undir samninginn. ...


  • 27. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Utanríkisráðherra ávarpaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna

    Mikilvægi varðstöðu um lýðræði, frelsi og mannréttindi bar hæst í ávarpi utanríkisráðherra við upphaf 52. lotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag. Ráðherra tók auk þess þátt í mannúðarrá...


  • 24. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Rússar verði dregnir til ábyrgðar

    Í dag, 24. febrúar, er ár liðið frá því að rússnesk stjórnvöld hófu innrásarstríð sitt í Úkraínu. Alþjóðasamfélagið hefur komið saman á þessum tímamótum til að sýna úkraínsku þjóðinni stuðning í barát...


  • 24. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ísland sendir neyðarbirgðir til Tyrklands

    Fraktflugvél á vegum íslenskra stjórnvalda flaug í nótt með 100 tonn af neyðarbirgðum til jarðskjálftasvæðanna í Tyrklandi þar sem milljónir manna eru húsnæðislausar. Þá hefur utanríkisráðherra ákveði...


  • 23. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ályktun um frið í Úkraínu hlaut afgerandi stuðning

    Yfirgnæfandi meirihluti aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld ályktun um réttlátan og viðvarandi frið í Úkraínu. Tveggja daga neyðarfundi um Úkraínu í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna l...


  • 22. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    EES-skýrslan rædd á Alþingi

    Framkvæmd EES-samningsins var tekin til sérstakrar umræðu á Alþingi í gær þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mælti fyrir árlegri skýrslu um málefnið. Sérstök skýrsla utanr...


  • 21. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Raforkubúnaður af ýmsu tagi til Úkraínu

    Íslensk dreifi- og veitufyrirtæki hafa sent nauðsynlegan raforkubúnað af ýmsu tagi til Úkraínu. Með sendingunni er brugðist við þörf landsins fyrir ýmsan búnað sem mun nýtast til uppbyggingar á rafork...


  • 20. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Málefni Úkraínu efst á baugi á öryggisráðstefnunni í München

    Utanríkisráðherra tók þátt í árlegri ráðstefnu um öryggismál sem fór fram í München í Þýskalandi um helgina. Á ráðstefnunni koma saman ríflega eitt þúsund þátttakendur, þar á meðal fjölmargir þjóðarle...


  • 18. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Standa með konum í Afganistan og Íran

    Frelsisskerðing kvenna og stúlkna í Afganistan var til umræðu á morgunverðarfundi kvenkyns utanríkisráðherra í dag. Fundurinn var haldinn í tengslum við Öryggisráðstefnuna í München sem fer fram um he...


  • 16. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Viðræður um rafræn viðskipti við Singapúr

    Singapúr og aðildarríki EFTA hafa sammælst um að hefja viðræður að samkomulagi um rafræn viðskipti. Þetta var ákveðið á fjarfundi fulltrúa EFTA-ríkjanna og Singapúr í morgun. Markmið slíks samkomulag...


  • 15. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Efling fælingar og varna og aukinn stuðningur við Úkraínu

    Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins lauk í Brussel í dag 15. febrúar. Meginefni fundarins voru stuðningur við varnarbaráttu Úkraínu og efling sameiginlegs viðbúnaðar og varna...


  • 14. febrúar 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Nýtt alþjóðlegt verkefni um kortlagningu aðgerða til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda á vettvangi OECD

    OECD hefur hleypt af stokkunum nýju alþjóðlegu verkefni um kortlagningu aðgerða til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda (IFCMA). Ísland, sem aðildarríki OECD, tekur þátt í&nb...


  • 08. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ísland styður við vatns- og hreinlætisverkefni í Síerra Leóne

    Nýju samstarfsverkefni Íslands, stjórnvalda í Síerra Leóne og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um uppbyggingu vatns- og hreinlætisaðstöðu í sjávarbyggðum landsins var formlega hleypt af stokk...


  • 07. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Sveitin leggur af stað til Tyrklands í kvöld

    Hópur íslenskra sérfræðinga á sviði aðgerðastjórnunar í rústabjörgun á hamfarasvæðum leggur af stað til jarðskjálftasvæðanna í Tyrklandi í kvöld.  Upphaflega stóð til að flugvél Landhelgisgæslun...


  • 07. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Íslenskir sérfræðingar á leið til hamfarasvæðanna í Tyrklandi

    Hópur íslenskra sérfræðinga á sviði aðgerðastjórnunar í rústabjörgun á hamfarasvæðum heldur brátt til jarðskjálftasvæðanna í Tyrklandi. Stefnt er að því að sveitin, sem starfar innan vébanda Slysavarn...


  • 03. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið, Forsætisráðuneytið

    Forseti Kósovó í heimsókn á Íslandi

    Formennska Íslands í Evrópuráðinu, tvíhliðasamskipti og staða friðarviðræðna milli Serbíu og Kósovó voru efst á baugi á fundum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gy...


  • 01. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Fríverslunarsamningur við Bretland gengur formlega í gildi

    Fríverslunarsamningur Íslands og Bretlands gengur formlega í gildi í dag, 1. febrúar. Sem kunnugt er var hafist handa við gerð hans á árinu 2020 vegna útgöngu Bretlands úr ESB og þar með EES-samningnu...


  • 31. janúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Utanríkisráðherra á Arctic Frontiers-ráðstefnunni

    Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins...


  • 27. janúar 2023 Utanríkisráðuneytið, Forsætisráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið

    27. janúar helgaður minningu fórnarlamba helfararinnar

    Ákveðið hefur verið að 27. janúar ár hvert verði á Íslandi helgaður minningu fórnarlamba helfararinnar og þá verði vakin sérstök athygli á aðdraganda hennar og þeim hryllingi sem í henni fólst. Forsæt...


  • 26. janúar 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Forsætisráðherra ávarpaði þing Evrópuráðsins í Strassborg

    Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag ávarp á þingi Evrópuráðsins í Strassborg og svaraði spurningum þingmanna. Málefni Úkraínu, formennska Íslands í Evrópuráðinu og staða mannréttinda og ...


  • 25. janúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Fyrsti fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna undir formennsku Íslands

    Stuðningur við Úkraínu, norrænt samstarf og ástand og horfur á Vestur-Balkanskaga og í Afganistan voru helstu umræðuefnin á fjarfundi utanríkisráðherra Norðurlanda í dag. Fundur ráðherranna var sá fyr...


  • 24. janúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Efnahagssamráð Íslands og Bandaríkjanna

    Efnahagssamráð Íslands og Bandaríkjanna fór fram í utanríkisráðuneytinu í dag. Þetta er í fjórða skipti sem árlegt samráð ríkjanna á sviði efnahagsmála er haldið en það var formlega sett á fót árið 20...


  • 24. janúar 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Oddný Mjöll Arnardóttir kjörin dómari við Mannréttindadómstól Evrópu

    Þing Evrópuráðsins kaus í dag Oddnýju Mjöll Arnardóttur dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Oddný Mjöll var ein af þremur sem tilnefnd voru sem dómaraefni af hálfu íslenskra stjórnvalda. Oddný Mjöl...


  • 20. janúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ísland eykur stuðning sinn við Úkraínu ​

    Ísland mun veita tveimur milljónum punda, eða rúmlega 360 milljónum króna, í sérstakan stuðningssjóð fyrir Úkraínu (International Fund for Ukraine) sem bresk stjórnvöld settu á laggirnar á síðasta ár...


  • 20. janúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Föstudagspósturinn 20. janúar 2023

    Heil og sæl. Við heilsum ykkur loksins á nýju ári og förum yfir það helsta sem hefur átt sér stað á vettvangi utanríkisþjónustunnar undanfarnar vikur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráð...


  • 19. janúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ráðherra kynnti áherslur Íslands í Evrópuráðinu fyrir fastafulltrúum ÖSE

    Staða Evrópu í kjölfar innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu og mikilvægi þess að Evrópuráðið og ÖSE standi vörð um lýðræðislegar stofnanir, alþjóðalög og mannréttindi voru í brennidepli í ávarpi Þó...


  • 13. janúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Ísland veitir viðbótarframlag til mannúðaraðstoðar

    Í ljósi bágs mannúðarástands víða um heim ákvað Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra að veita 250 milljón króna viðbótarframlag til alþjóðlegrar mannúðaraðstoðar um áramótin. Framlag...


  • 13. janúar 2023 Utanríkisráðuneytið

    Fréttaannáll sendiskrifstofa 2022

    Utanríkisráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir fjölbreytta starfsemi sendiskrifstofa Íslands á árinu 2022 í meðfylgjandi fréttaannál. Árið 2022 var viðburðaríkt í starfsemi sendiskrifstofanna víða...


  • 12. janúar 2023 Utanríkisráðuneytið, Forsætisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Friður eitt helsta áhersluefnið í formennsku Íslands

    Formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2023 var ýtt úr vör á upphafsviðburði í Norræna húsinu í dag en hún hófst formlega á nýju ári. Yfirskrift formennskunnar er „Norðurlönd - afl til friðar“...


Sjá leiðbeiningar um leitina. Leitin nýtir sér opin gögn frá BÍN

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum