Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Yfirmatsgerð á arðskrá fyrir Veiðifélag Vatnsdalsár


YFIRMATSNEFND


samkvæmt lögum um


lax- og silungsveiði nr. 76/1970YFIRMATSGERÐ


á arðskrá fyrir Veiðifélag VatnsdalsárI.


Beiðni um yfirmat


Hinn 7. apríl 1994 luku þeir Gísli Kjartansson hdl. og Þorsteinn Þorsteinsson, Skálpastöðum, mati á arðskrá fyrir Veiðifélag Vatnsdalsár. Höfðu þeir verið dómkvaddir til starfans af Héraðsdómi Norðurlands vestra 26. júlí 1993.


Með bréfi veiðifélagsins 19. maí 1994 skaut stjórn þess matinu til yfirmats samkvæmt 3. tl. 95. gr. laga nr. 70/1976 um lax- og silungsveiði. Í bréfinu kemur jafnframt fram, að einn veiðiréttareigandi, Magnús Pétursson í Miðhúsum, hefði á aðalfundi félagsins 19. apríl 1994 óskað eftir að matinu yrði vísað til yfirmats, og hafi fleiri veiðiréttareigendur tekið munnlega undir þá kröfu. Þá liggur einnig fyrir bréf Odds Hjaltasonar, dags. 3. júní 1994, þar sem hann lýsir yfir fyrir hönd Hjalta Þórarinssonar, eiganda Hjaltabakka, að hann æski þess að yfirmat fari fram.


II.


Upphaf matsstarfa.


Nokkrir veiðiréttareigendur lýsa sjónarmiðum sínum


Matsstörf hófust í september 1994 með því að yfirmatsmenn gengu á vettvang. Í febrúar 1995 óskaði formaður nefndarinnar, Guðmundur Jónsson fyrrverandi hæstaréttardómari, eftir því að vera leystur undan setu í nefndinni. Með bréfi landbúnaðarráðherra dags. 23. mars 1995 var Gunnlaugur Claessen hæstaréttardómari skipaður formaður nefndarinnar í hans stað.


Hinn 26. ágúst 1995 héldu yfirmatsmenn fund á Blönduósi með stjórn veiðifélagsins og allmörgum eigendum veiðiréttar eða umboðsmönnum þeirra, sem óskuðu eftir að skýra sjónarmið sín fyrir nefndinni. Eigendur eða talsmenn eigenda eftirtaldra jarða lýstu sjónarmiðum sínum fyrir yfirmatsmönnum á fundinum og í viðtölum að honum loknum: Nautabús, Gilár, Grímstungu og Hjarðartungu, (einnig afhent skrifleg umsögn um seiðasleppingar), Helgavatns, Bjarnastaða, Brúsastaða, Snæringsstaða, Áss, Vatnsdalshóla, Akurs, Ásbrekku, Þórormstungu, Hnausa og Haukagils. Skoðuðu yfirmatsmenn síðan aðstæður á vettvangi í fylgd formanns stjórnar veiðifélagsins.


Í framhaldi af þessum fundi bárust haustið 1995 skriflegar greinargerðir frá talsmönnum eftirgreindra jarða: Hjaltabakka (með mörgum fylgiskjölum), Þingeyra, Akurs, Steinness, Miðhúsa, Bjarnastaða, Vatnsdalshóla og Bjarnastaða (varðandi Flóðið), Nautabús, Brúsastaða, Snæringsstaða, Hofs og Þórormstungu.


Eftir að matsstörf hófust að nýju í apríl 1996 eftir hlé, (sbr. III. hér á eftir) var leitað eftir andsvörum þeirra, sem hagsmuna eiga að gæta vegna nokkurra þeirra skriflegu greinargerða, sem að framan getur. Þau andsvör voru aftur kynnt þeim, sem greinargerðirnar höfu sent upphaflega. Af þessum sökum bárust skrifleg sjónarmið frá talsmönnum þessara jarða: Hofs, Þingeyra, Hjaltabakka, Marðarnúps, Haukagils, Snæringsstaða, Þórormstungu, Hnausa og Bjarnastaða.


fiá átti formaður nefndarinnar fundi í Reykjavík haustið 1995 með talsmanni eiganda Hjaltabakka um matsefnið, auk þess málefnis, sem fjallað er um í III. kafla hér á eftir.


Loks skal þess getið, að yfirmatsmenn gengu enn á vettvang við Vatnsdalsá 30. júlí 1996. Það var gert í því skyni, að veiðiréttareigendur gætu sýnt þeim aðstæður við jarðir sínar nánar en yfirmatsmenn áttu kost á við eigin yfirferð um svæðið. Þeir sem nýttu sér þetta voru eigendur eða talsmenn eigenda þessara jarða: Vatnsdalshóla, Hofs, Snæringsstaða, Brúsastaða, Kötlustaða, Marðarnúps, Þórormstungu, Haukagils, Forsæludals, Bjarnastaða og Hnausa. Þá var einnig fjallað um matsefnið með stjórnarmönnum í veiðifélaginu.


III.


Krafa um að yfirmatsmenn víki sæti


Með bréfi til yfirmatsnefndar dags. 5. september 1995 var þess krafist af hálfu eiganda jarðarinnar Hjaltabakka, að nefndarmennirnir Árni Jónasson og Sveinbjörn Dagfinnsson vikju sæti í máli þessu. Með bréfi dags. 11. september 1995 óskaði yfirmatsnefnd umsagnar stjórnar veiðifélagsins, áður en afstaða yrði tekin til þessa erindis. Svar stjórnarinnar er dagsett 25. sama mánaðar. Þá áttu tveir nefndarmenn fund með talsmanni eiganda Hjaltabakka 13. október 1995, þar sem hann skýrði nánar sjónarmið sín. Af því urðu frekari bréfaskipti í október og nóvember sl. milli hans og nefndarinnar um málefnið.


Hinn 14. desember 1995 tóku nefndarmenn afstöðu til kröfunnar með úrskurði. Var kröfu eiganda Hjaltabakka hafnað með ítarlegum rökstuðningi.


Við meðferð þessa máls lýsti talsmaður eiganda Hjaltabakka því ítrekað yfir, að gengi úrskurður nefndarinnar gegn kröfum hans yrði ágreiningi um hæfi umræddra nefndarmanna vísað til dómstóla. Af þeirri ástæðu setti formaður nefndarinnar sig í samband við lögmann eiganda Hjaltabakka í byrjun janúar 1996 til að grennslast fyrir um, hvaða ákvörðun lægi fyrir að þessu leyti. Töldu nefndarmenn rétt að doka við um framhald matsstarfa, ef málshöfðun væri yfirvofandi með kröfu um að hnekkt yrði áðurnefndum úrskurði nefndarinnar. Þau svör fengust, að ákvörðun yrði tekin svo fljótt, sem kostur væri. Lýsti lögmaðurinn jafnframt þeirri skoðun í bréfi 17. janúar 1996, að rétt væri að málið yrði látið bíða þar til ákvörðun hefði verið tekin. Þegar ekkert annað svar hafði borist í lok apríl sl. var lögmanninum tilkynnt bréflega, að ókleift væri að bíða lengur og hafi matsstörf verið tekin upp að nýju. Í byrjun júní 1996 barst nefndinni bréf frá lögmanninum, dags. 4. sama mánaðar, þar sem tilkynnt var að ákvörðun hefði verið tekin um málshöfðun og verði hafist handa við framkvæmd þess þáttar hið fyrsta. Með svarbréfi nefndarinnar dags. 10. júní sl. var lögmanninum skýrt frá því, að úr því sem komið væri gæti þessi síðbúna tilkynning engu breytt um framhald matsstarfa, sem væntanlega yrði lokið í júlí 1996, svo sem áður hafði verið ráðgert. Eftir það urðu enn bréfaskipti milli lögmannsins og nefndarinnar.


IV.


Um Veiðfélag Vatnsdalsár


Veiðifélag Vatnsdalsár starfar samkvæmt samþykkt, sem staðfest er af landbúnaðarráðherra 30. apríl 1993. Með henni var úr gildi numin eldri samþykkt frá 19. janúar 1965. Í 2. gr. gildandi samþykktar kemur fram, að félagið nái til allra jarða, sem land eiga að Vatnsdalsá, Álftaskálará, Tunguá með Hólkotskvísl, Kornsár og Giljár og framrennslis þeirra. Eru jarðirnar á félagssvæðinu jafnframt taldar upp í sömu grein samþykktarinnar.


Í 3. grein samþykktarinnar er lýst verkefnum félagsins, sem eru að:


A. Viðhalda góðri fiskgengd á félagssvæðinu og leigja til stangaveiði, eða nytja veiðina á annan hátt samkvæmt landslögum. Félagið tekur til allrar veiði á félagssvæðinu.


B. Byggja og halda við veiðihúsum og bæta aðbúnað veiðimanna.


C. Gera nýja veiðistaði í ánni.


D. Gera vegi með ánni og auðvelda veiðimönnum umferð.


Í 8. grein samþykktarinnar er svofellt ákvæði: "Arði af sameiginlegri veiði skal skipt niður á félagsmenn samkvæmt arðskrá. Félagsmenn greiði gjöld til félagsins í sömu hlutföllum og þeir taka arð." Í 9. grein kemur fram, að rétt sé félagsmanni að krefjast endurskoðunar á arðskrá félagsins á átta ára fresti. Í 10. gr. segir að eftir því, sem ekki sé tekið fram í samþykkt þessari um starfsemi félagsins, fari eftir VIII. kafla laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði.


V.


Leigusamningar um veiði síðustu árin


Á árunum 1984 til 1996 voru gerðir nokkrir samningar um leigu á stangarveiði í ánni, oftast til tveggja eða þriggja ára í senn. Leigufjárhæðir hafa farið hækkandi, en að auki hafa leigutakar greitt ýmsan tilgreindan kostnað. Hefur leigugjald verið verðtryggt miðað við lánskjaravísitölu eða bandaríkjadal. Leyft hefur verið að veiða með sex stöngum í einu í Vatnsdalsá, en sjöunda stöngin hefur verið leigð sérstaklega á efsta svæðinu frá Stekkjarfossi að Dalsfossi. Á silungasvæðunum er heimilt að veiða með tíu stöngum. Veiðisvæðin eru fimm að meðtöldu hinu efsta. Í fyrsta leigusamningnum var leigufjárhæð skilgreind fyrir einstök veiðisvæði, en svo hefur ekki verið gert eftir það.


Síðasti leigusamningur um ána var gerður fyrr á þessu ári og gildir fyrir árin 1997-1999 að báðum meðtöldum. Eru öll fimm veiðisvæðin leigð með þessum samningi, en hluti silungsveiði á 1. og 3. svæði þó undanskilinn, svo og silungsveiði í net að vori í Flóði og Húnavatni. Ársleiga er 21.850.000 krónur, verðtryggð að hálfu miðað við vísitölu neysluverðs og að hálfu við bandaríkjadal. Að auki greiða leigutakar tiltekinn kostnað, einkum við rekstur veiðihúsa og seiðasleppingar.


VI.


Gögn til afnota við matsstörf


Með bréfi til yfirmatsmanna, dags. 7. september 1994 hefur stjórn veiðifélagsins sent eftirtalin gögn til afnota við matsstörfin:


1. Kort af Vatnsdalsá.


2. Bókina "Vatnsdalsá", útg. 1990.


3. Skýrslur um veiðimagn á laxi og silungi á einstökum veiðistöðum í Vatnsdalsá 1983-1993. Samantekt og úrvinnslu undirmatsmanna úr þessum gögnum veiðifélagsins.


4. Arðskrármat undirmatsmanna dags. 7. apríl 1994.


5. Skýrslur Veiðimálastofnunar (Tumi Tómasson) um Vatnsdalsá 1988-1992.


6. Skýrslu Veiðimálastofnunar (Bjarni Jónsson, Tumi Tómasson og Jón Örn Pálsson) um Vatnsdalsá 1993.


7. Skýrslu Veiðimálastofnunar (Bjarni Jónsson) um Húnavatn, Flóðið og Helgavatntjörn 1993.


8. Skrá yfir nöfn og númer á veiðistöðum í ánni og hvaða jarðir eiga land að viðkomandi veiðistað samkvæmt gögnum veiðifélagsins.


9. Skriflegar athugasemdir við ofangreinda skrá, sem bárust undirmatsmönnum frá þremur aðilum. Auk þess getið í bréfi stjórnarinnar, að munnleg athugasemd hafi borist við þessa skrá frá talsmanni Brúsastaða.


10. Gögn, sem undirmatsmönnum voru afhent frá ýmsum félagsmönnum.


11. Samþykkt Veiðifélags Vatnsdalsár.


fiá hafa yfirmatsmönnum á síðari stigum verið afhent eftirtalin gögn:


12. Skýrsla Veiðimálastofnunar (Tumi Tómasson) um Vatnsdalsá 1994.


13. Skrá um veiði 1994


14. Skrá um veiði 1995


15. Ódagsett bréf Ræktunarfélags Norðurlands, undirritað af Guðmundi H. Gunnarssyni. Felur í sér upplýsingar um mælingu á bakkalengd vatnasvæðis Vatnsdalsár, sem gerð var í desember 1994.


16. Loftljósmyndir, teknar í júlí 1993, með merktum þeim bökkum á vatnasvæðinu, sem mældir voru (sbr. liður 15) og lengd fyrir landi hverrar jarðar. Afhent yfirmatsmönnum á fundi í lok ágúst 1995.


17. Bréf stjórnar veiðifélagsins dags. 25. sept. 1995.


18. Bréf sama dags. 9. október 1995.


19. Samantekt um uppeldisskilyrði í þverám Vatnsdalsár, ódagsett.


VII.


Sjónarmið stjórnar Veiðifélags Vatnsdalsár


Í bréfi sínu dags. 25. september 1995 leggur stjórn félagsins áherslu á að þess verði gætt, að sérhver jörð fái þann arð í arðskrá, sem henni ber. Taki félagið til allrar veiði á félagssvæðinu og enginn megi stunda þar veiði án sérstaks leyfis félagsstjórnar. Geri stjórnin ekki athugasemdir við það, á hvern hátt matsmenn ákveði að arði skuli skipt á ósasvæði árinnar fremur en annars staðar við ána. Segir jafnframt, að stjórnin leggi ríka áherslu á að ekkert af vatnasvæðinu verði undanskilið í mati, þannig að á engan verði hallað.


fiá kemur fram í bréfinu að ólíklegt sé að stjórnin geri athugasemdir ef matsmenn ákveða að skipta arði til jarða á ósasvæðinu með öðrum hætti, en áður hafi verið gert. Ennfremur segir, að þótt veiðar á sameiginlegu ósasvæði Vatnsdalsár og Laxár á Ásum hafi ekki verið leyfðar undanfarin ár útiloki stjórnin ekki, að farið verði að leigja út stangaveiði á ósasvæðinu. Sé eðlilegt að forræði yfir slíkum veiðum sé hjá því veiðifélagi, sem greiðir arð af viðkomandi hluta vatnasvæðisins og arður af veiðunum renni til þess félags. Veiðar hafi ekki verið stundaðar neðan við Akurhólma og beri að taka tillit til þess.


Í niðurlagi bréfsins er vakin athygli á ákvæðum 96. gr. laga nr. 76/1970, en þar sé fjallað um að hafi einhver orðið fyrir tjóni vegna framkvæmdar laganna, eigi hann rétt á skaðabótum eftir mati. Ákveða megi bætur með úthlutun arðs í arðskrá. Segist stjórnin ítreka að matsmenn athugi rækilega, hvort einhver álitamál séu uppi varðandi framkvæmd síðasta yfirmats fyrir ána.


Á áðurnefndum fundi á Blönduósi 26. ágúst 1995 kynnti formaður stjórnar þá ákvörðun hennar, að ólaxgeng vatnsföll innan félagssvæðisins komi ekki inn í mat nú. Muni stjórnin þar á móti greiða eigendum þeirra fjárhæð, sem tekin yrði af óskiptum arði. Þetta sama kemur fram í bréfi stjórnarinnar til yfirmatsmanna 9. október 1995 varðandi Vaglakvísl, sem verði utan mats eins og önnur ólaxgeng svæði. Sjá um þetta nánar í XI. kafla hér á eftir.


VIII.


Ný mæling á landlengd að veiðivatni


Í bréfi stjórnarinnar frá 25. september 1995 er þess getið, að mæling hafi verið gerð á Vatnsdalsá árið 1936 og aftur 1958. Ekki sé kunnugt um að fram hafi komið athugasemdir við mælinguna frá 1958 fyrr en nú, að eigandi Hjaltabakka krafðist nýrra mælinga á ósasvæðinu. Undirmatsmenn hafi hafnað þeirri kröfu en tekið fram, að í matsgerðinni sé tekið tillit til þess að mælingin frá 1958 á ósasvæðinu sé ekki nákvæm.


Á félagsfundi hafi eftir það verið ákveðið að mæla ána upp á nýtt eftir loftmyndum. Hafi sú mæling verið lögð fram á aðalfundi vorið 1995, þannig að félagsmenn hafi getað gert athugasemdir við þá mælingu. Ekki er þess getið, að sérstakar athugasemdir hafi komið fram. Athugasemdum við mælinguna hefur hins vegar verið lýst við yfirmatsmenn í nokkrum tilvikum, sbr. síðar. Þá er tekið fram í bréfi stjórnarinnar, að víða í ánni hafi kvíslar og lænur verið mældar að ósk viðkomandi landeigenda. T.d. hafi Hjaltabakkahólmi verið mældur að ósk landeiganda. Sé lagt í vald matsmanna að meta á hvern hátt þessar mælingar og kortin, sem þær eru gerðar eftir, verði notaðar við mælinguna.


Ræktunarfélag Norðurlands sá um verkið fyrir stjórn veiðifélagsins (sjá VI. kafla að framan, liði 15 og 16). Í inngangi að niðurstöðum þess, sem verkið vann (liður 15) segir meðal annars, að allar upplýsingar og merkingar á landamerkjum hafi verið unnar í samráði við landeigendur. Mælitölur fyrir bakkalengd séu mæling á miðlínu ár, nema annað sé tekið fram.


Í XI. kafla hér á eftir verður fjallað um notkun þessarra gagna við matsgerð.


IX.


Sjónarmið nokkurra eigenda veiðiréttar


Svo sem áður getur hafa allnokkrir eigendur veiðiréttar komið sjónarmiðum sínum á framfæri við nefndina, ýmist munnlega eða skriflega. Hér á eftir verður þeirra getið í höfuðatriðum.


Hjaltabakki:


Skriflegar greinargerðir eiganda þessarar jarðar og talsmanns hans eru miklar að vöxtum. Lúta þær bæði að formhlið málsins um hæfi einstakra nefndarmanna til matsstarfa og um efni þess. Eru bæði þessi atriði meira og minna til umfjöllunar í senn í þessum greinargerðum. Hér á eftir verður einungis getið hins síðarnefnda.


Í greinargerð til yfirmatsmanna, sem dagsett er 30. september 1995, er í inngangi sett fram kröfugerð, sem rétt þykir að taka upp í heild sinni orðrétt:


" Kröfur eiganda Hjaltabakka eru þessar:


1. Fullt tillit verði tekið til landlengdar Hjaltabakka á ósasvæði Vatnsdalsár, við Húnavatn, Hjaltabakkahólma og allt til sjávar í Húnaósi og að viðurkennt verði að Hjaltabakki eigi land beggja megin við Húnaós og undir honum, eins og landamerkjaskrá segir til um.


2. Eiganda Hjaltabakka verði greiddar skaðabætur samkvæmt 95. og 96. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, vegna tjóns sem hann hefur orðið fyrir vegna vanhæfni undir- og yfirmatsmanna.


3. Að hlutdeild Hjaltabakka í arðskrá Vatnsdalsár verði hækkuð verulega, eða allt að 111 einingum (11,1%), miðað við lið 4.a. hér að neðan, frá því sem undirmatsmenn ákváðu. Þar að auki er gerð krafa um að skaðabætur, sbr. lið 2 hér að framan, verði greiddar sérstaklega. Ennfremur er gerð krafa um að arður eiganda Hjaltabakka í Veiðifélagi Vatnsdalsár verði allt að 49 einingar (4,9%) sbr. lið 4.b. hér að neðan, miðað við að eigandi Hjaltabakka hafi umsjón og selji veiðileyfi á ósasvæðinu fyrir Veiðifélag Hólmakvíslar.


4. Arður Hjaltabakka í Veiðifélagi Vatnsdalsár verði metinn á tvennan hátt:
a) Allt vatnasvæði ósasvæðisins að upptökum Laxár á Ásum, Hjaltabakkahólmi, Hólmakvísl og niður að Húnaósi, Húnaós, möguleikar á netaveiði, upptaka neta. Gerð er krafa um að yfirmatsmenn sundurliði arð Hjaltabakka í arðskrá Veiðifélags Vatnsdalsár.


b) Arður Hjaltabakka verði metinn inn í arðskrá Veiðifélags Vatnsdalsár miðað við að Veiðifélag Hólmakvíslar verði sjálfstætt veiðifélag og ekki aðili að veiðifélagi Vatnsdalsár. Kröfur eiganda Hjaltabakka í arðskrá Vatnsdalsár eru: Aðild að arðskrá vegna þess að honum er fyrirmunað að stunda veiði í Húnaósi samkvæmt 2. mgr. 15. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði. Aðild að arðskrá Vatnsdalsár vegna þess að honum er fyrirmunað að stunda netaveiði í Hólmakvísl, við Húnaós og hluta af Húnavatni, samkvæmt 2. mgr. 15. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði.


5. Tekið sé fullt tillit til skertrar veiðiaðstöðu vegna friðunar og veiðibanns samkvæmt 15., 16. og 17. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði.


6. Gerð er krafa um að vatnasvæðið sé metið samkvæmt lögum nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, án skiptingar á ósasvæðinu með óskilgreindum línum sem eru dregnar þvers og kruss í Húnavatn eftir geðþóttaákvörðun undirmatsmanna um Vatnsdalsá 1994, yfirmatsmanna um síðasta yfirmat í Vatnsdalsá 1986 og um yfirmat á Laxá á Ásum 1993 og að viðurkennt sé að Húnavatn sé vatn samkvæmt lögum um lax og silungsveiði nr. 76/1970.


7. Ósasvæði Laxár á Ásum og Vatnsdalsár sé skilgreint sameiginlega samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði nr. 76/1970.


8. Gerð er krafa um skriflegan rökstuðning frá yfirmatsmönnum samkvæmt lögum Stjtíð. A nr. 37/1993, ef ekki er tekið fullt tillit til kröfugerðar frá eiganda Hjaltabakka.


9. Síðasta yfirmat um Laxá á Ásum verði dæmt ómerkt, þar sem ekki er farið að lögum um lax- og silungsveiði og hluti af ósasvæðinu skilinn eftir. Eigandi Hjaltabakka gerir kröfu um að yfirmatsmenn meti ósasvæðið inn í arðskrá Veiðifélags Laxár á Ásum, á sama hátt og í Veiðifélagi Vatnsdalsár. Ennfremur er gerð krafa um að eiganda Hjaltabakka verði greiddar skaðabætur samkvæmt 3. mgr. 95. gr. og 96. gr. laga nr. 76/1970 um lax og silungsveiði, vegna tjóns sem hann hefur orðið fyrir vegna vanhæfni yfirmatsmanna um yfirmat 1993 fyrir Veiðifélag Laxár á Ásum.


10. Eigandi Hjaltabakka áskilur sér rétt á að nýta ósasvæðið til neta- og stangarveiði, enda hefur hann þegar stofnað nýtt veiðifélag, tilkynnt Samþykktir félagsins til Landbúnaðaráðuneytisins og sótt um veiðileyfi á svæðinu til Veiðimálastjóra og Veiðimálanefndar, eins og lög um lax og silungsveiði gera ráð fyrir.


11. Veiðifélag Hólmakvíslar verði viðurkennt samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði. "


Í greinargerð eiganda Hjaltabakka til undirmatsmanna, dags. 11. sept. 1993, var í inngangi sett fram svofelld kröfugerð:


" Kröfur matsbeiðanda eru þessar:


Hlutdeild Hjaltabakka í arðskrá Vatnsdalsár verði hækkuð verulega, eða úr 6 einingum (0,6%) í a.m.k. 80 einingar (8%)".


Kröfum þessa aðila fylgir langur og ítarlegur rökstuðningur, sem hér er ókleift að endurtaka. Þó skal nefnt að eigandi Hjaltabakka telur, að í öllum fyrri matsgerðum hafi verið lögð til grundvallar röng landamerki milli Hjaltabakka og Þingeyra. Hafi matsmenn jafnan miðað við að landamerki jarðanna liggi mun austar en nú sé komið á daginn að rétt sé, Hjaltabakka til tjóns. Einnig er lögð áhersla á að Húnaós sé allur í landi Hjaltabakka. Hafi hann færst til austurs á síðustu áratugum eða um 950 metra frá 1945-1984. Síðsumars 1991 hafi ósinn verið á svipuðum slóðum og hann var 1984. Þá er mjög á því byggt, að sitthvað hafi farið úrskeiðis við arðskrármat fyrir Laxá á Ásum, sem lokið var með yfirmati 1994. Má ráða af greinargerðinni, að það eigi að hafa áhrif við arðskrármat fyrir Vatnsdalsá nú. Við arðskrármat fyrir Laxá á Ásum, sem eigi sameiginlegan ós með Vatnsdalsá hafi þess verið krafist, að "allt ósasvæðið sé metið sérstaklega annars vegar og hins vegar að fullu inn í arðskrá Veiðifélags Laxár á Ásum." Þessu hafi ekki verið sinnt. Í málatilbúnaði eiganda Hjaltabakka kemur meðal annars fram, að sérstakt mat hafi verið framkvæmt til að ákvarða efri mörk hins sameiginlega ósasvæðis í Húnavatni gagnvart Laxá á Ásum. Eftir sé að ákveða slík mörk óssins gagnvart Vatnsdalsá. Krefst eigandi Hjaltabakka þess, að "sérstakt mat fari fram á efri mörkum ósasvæðis á þeim stað", þ.e. gagnvart Vatnsdalsá.


Þingeyrar:


Athugasendir lögmanns eiganda þessarrar jarðar felast fyrst og fremst í andsvörum við nokkrum þeirra krafna og sjónarmiða, sem eigandi Hjaltabakka hefur sett fram í sínum greinargerðum.


Í bréfi til undirmatsmanna segir, að eigandi Hjaltabakka geri mikið úr því, að útfallið úr Húnavatni til sjávar sé nú sem stendur innan landamerkja Hjaltabakka. Af því tilefni skuli bent á, að landshættir séu þannig á þessu svæði, að sjálft útfallið til sjávar sé á stöðugri hreyfingu og breytist ár frá ári. Nú hátti svo til, að útfallsállinn sé mjög austarlega á svæðinu og vilji eigandi Hjaltabakka miða mælingu á bakkalengd við allt það svæði. Afstaða eiganda Þingeyra sé sú, að þegar aðstæður séu með þessum hætti sé fráleitt að miða hlutdeild í arðskrá við mælda bakkalengd, eins og hún kunni að vera á nákvæmlega tilteknum degi. Hljóti að vera eðlilegra að leggja til grundvallar mat á heildaraðild að ósasvæði árinnar án þess að láta það skipta máli hvar útfallið sjálft falli fram hverju sinni. Til stuðnings sjónarmiðum sínum sendir lögmaðurinn uppdrátt af Húnavatni og Húnaósi frá ofanverðri síðustu öld. Þótt uppdrátturinn sé ónákvæmur sýni hann að útfallið um Húnaós hafi þá verið miklu vestar og örugglega innan landamerkja Þingeyra.


Í greinargerð til yfirmatsmanna bendir sami aðili á, að frá því greinargerð var send undirmatsmönnum tveimur árum áður hafi útfallið úr Húnavatni færst til vesturs. Tilfærsla óssins á þessum tíma staðfesti réttmæti þeirra sjónarmiða, sem áður voru fram sett.


Ef fallist yrði að einhverju leyti á sjónarmið eiganda Hjaltabakka um aukinn hlut í arðskrá beri að taka þann hluta jafnt af öllum öðrum eigendum veiðifélagsins. Hljóti það að ganga jafnt yfir alla aðra aðila í félaginu.


Loks er því mótmælt, að eigandi Hjaltabakka hafi verið vanhaldinn í arðskrá á liðnum árum, eins og hann staðhæfir sjálfur, og að nú beri að bæta honum tjón af þeim sökum. Jafnvel þótt sjónarmið eiganda Hjaltabakka yrðu talin rétt að einhverju marki um þetta atriði sé því mótmælt, að skilyrði séu til að verða við kröfu um bætur á þessum grunni. Verði ákvæði 3. mgr. 96. gr. laga nr. 76/1970 ekki túlkað svo að það veiti heimild fyrir slíkri kröfu. Með orðalaginu "vegna ákvæða og framkvæmdar laga þessarra" sé átt við tjón, sem annað hvort leiði af veiðiskerðingu samkvæmt ákvæðum laganna beint eða af sérstökum framkvæmdum, sem veiðifélag hafi ráðist í. Sé fráleitt að ákvæðið veiti heimild til að "leiðrétta" arðskrá aftur í tímann. Hver veiðiréttareigandi eigi kost á að gæta hagsmuna sinna við arðskrárgerð. Vanræki hann það geti hann ekki velt ábyrgðinni af því yfir á aðra aðila veiðifélagsins með slíkri bótakröfu.


Í svarbréfi þessa aðila í maí 1996 er því mótmælt að röng landamerki hafi verið lögð til grundvallar í fyrri matsgerðum. Ávallt hafi verið miðað við línu, sem mörkuð sé í landamerkjabréfi fyrir Hjaltabakka frá 1889. Hafi einnig verið gengið út frá henni við undirmat 1994. Í þessu bréfi er jafnframt vísað til greinargerðar fyrir Þingeyrar og Geirastaði við yfirmat á arði eftir Vatnsdalsá árið 1965. Þar sé á því byggt, að merki samkvæmt landamerkjabréfinu liggi frá ósnum eftir línu, sem skipti Hjaltabakkahólma milli Þingeyra og Hjaltabakka.


Kröfur eiganda Þingeyra eru þær, að forsendur og niðurstöður undirmatsmanna verði staðfestar hvað hlut Þingeyra varðar.


Akur.


Í greinargerð eiganda Akurs til undirmatsmanna er einkum fjallað um silungsveiði á neðsta hluta veiðisvæðisins og gerð grein fyrir breytingu á tilhögun leigusamninga um ána 1964. Hafi hún falist í að tekið var leigutilboði, sem gerði ráð fyrir að silungsveiði í net yrði hætt og veiðifélagið tæki til allrar veiði á vatnasvæðinu. Stöngum í ánni hafi verið fjölgað í samræmi við það. Hafi flestir jarðeigendur við Húnavatn og Flóð samþykkt að taka tilboðinu í trausti þess að jarðir þeirra myndu njóta þess í arðskrá að láta úr höndum sér veiðiréttindi, sem færðu veiðifélaginu verulegan tekjuauka. Sú hafi hins vegar ekki orðið raunin, sem ekki teljist sanngjarnt.


Á þessum tíma hafi jafnframt verið ákveðið með fullu samþykki leigutakans, að stjórn félagsins leyfði einstökum bændum, sem land áttu að Húnavatni og Flóði, að leggja silunganet fyrir laxveiðitímann að vori gegn gjaldi, sem stjórn veiðifélagsins ákvarði. Þessir bændur hafi engin hlunnindi til eigin umráða, og jarðir þeirra verði ekki færðar niður í mati af þessum sökum.


Sú skoðun er sett fram, að leggja ætti meira upp úr landlengd í matinu en gert hafi verið. Til þess séu ýmis rök, s.s. ónákvæmni í skráningu á veiði milli veiðistaða, lífsskilyrði séu vandmetin milli einstakra jarða eða svæða, en farvegurinn, þ.e. vatnið sjálft sé öllum fiskinum nauðsyn til að komast til þeirra veiðistaða og hrygningarstaða, er framar liggja.


Í bréfi til yfirmatsmanna vekur sami aðili athygli á, að hlutfall silungs í heildarafla árinnar hafi farið vaxandi hin síðari ár, sem ætti að hafa í för með sér aukinn hlut þeirra jarða, sem einkum skila silungsveiðinni. Þá telur eigandi Akurs meira en hæpið að meta megi vægi landlengdar misjafnlega eftir svæðum, svo sem undirmatsmenn hafi gert. Komi heldur ekki fram í mati þeirra eftir hverju sé farið. Ef einhver forsenda sé fyrir að mismuna vægi landlengdar, ætti það að rýrna eftir því sem fjær dregur sjó, enda gangi fiskurinn mismunandi langt upp í ána. Þá telur hann hæpið að meta aðstöðu til veiði og seiðasleppingar. Aðstaða til veiði komi væntanlega fram í veiðinni sjálfri og aðstaða til að sleppa seiðum sé smáatriði.


Á fundi með yfirmatsmönnum kom m.a. fram sú skoðun hans, að með tilkomu nýs veiðihúss hafi skráning veiðimanna á silungsafla batnað til muna. Áður hafi verið mikill misbrestur á að öllu væri haldið til haga í þeim efnum.


Steinnes:


Í bréfi eiganda þessarar jarðar kemur m.a. fram, að seiðasleppingar hafi reynst öflugt stjórntæki varðandi það, hvar laxin sé dreginn á land. Litlu magni seiða hafi verið sleppt á 1. svæði síðustu ár, og þar með sé verið að raska hlutföllum milli veiðistaða. Séu þó til heppilegir staðir á svæðinu til seiðasleppinga, sem eru tilgreindir í bréfinu.


Vatnsdalshólar, Bjarnastaðir, Hnausar og Sveinsstaðir:


Eigendur þessarra jarða skiluðu sameiginlegri greinargerð til undirmatsmanna. Telja þeir, að veiðisvæði fyrir löndum þeirra hafi afgerandi áhrif á verðmæti Vatnsdalsár. Hnausastrengur sé einn gjöfulasti veiðistaður á landinu. Hafi margsinnis sannast, hve mikilvægt sé að hafa slíkan veiðistað í ánni, einkum þegar veiði sé treg og erfitt að finna lax. Þá hafi Hólakvörn og Bjarnastaðakvörn oft gefið góða veiði. Hafi þeir veiðistaðir þó skaðast við það, að veiðifélagið lét grafa skurð í gegnum Flóðið árið 1964. Þá er þess getið, að veiðisvæði 1 og 3 hafi vaxið að verðmæti allra síðustu árin. Er sérstök athygli vakin á, að meira en helmingur laxveiðinnar sé við Hnausabrú. Hlutdeild þessarra jarða hafi lækkað við síðustu arðskrármöt og er þess krafist, að þær nái aftur fyrri hlutdeild.


Eigendur Hnausa og Bjarnastaða skýrðu ofangreind sjónarmið nánar munnlega á fundi með yfirmatsmönnum.


Hnausar og Bjarnastaðir:


Fram er komið, að ágreiningur er um eignarrétt að u.þ.b. 100 metra langri spildu meðfram Vatnsdalsá neðan við svonefndan Skriðuvaðshólma milli eigenda þessarra jarða. Mótmælir eigandi Bjarnastaða mælingu á landlengd þar, eins og hún er færð inn á loftmynd. Hafa báðir skýrt ítarlega sjónarmið sín í viðræðum við yfirmatsmenn og bréflega. M.a. hafa verið lögð fram landamerkjabréf fyrir báðar jarðirnar.


Vatnsdalshólar og Bjarnastaðir:


Í sameiginlegu bréfi eigenda þessarra jarða til yfirmatsmanna er vakin athygli á mikilvægi Flóðsins í lífríki árinnar. Er vísað til skýrslna Tuma Tómassonar þar um. Gegni Flóðið mikilvægu hlutverki varðandi upphitun árinnar og fæðuframboð, en hitastig hennar sé að jafnaði hærra neðan við Flóð.


fiá er þess krafist, að Flóðið verði metið með fullu vægi inn í arðskrá. Jarðirnar eigi ekki að líða fyrir að stangaveiði sé bönnuð í Flóðinu samkvæmt samþykkt veiðifélagsins. Þá kemur fram, að þeir séu ósáttir við að bera skaða af framkvæmdum veiðifélagsins, sem hafi grafið skurð í gegnum Flóðið fyrir nokkrum árum og skemmt með því veiðistaði þar neðan við. Þá hefur eigandi Vatnsdalshóla sérstaklega getið þess, að hann telji aðstæður þannig að lax gangi frekar vestan megin upp Flóðið en annars staðar.


Miðhús:


Í bréfi eiganda þessarrar jarðar til yfirmatsmanna er lýst sjónarmiðum um mikilvægi Flóðsins, sem eru efnislega á sömu lund og þau, sem getið er að ofan og eigendur Vatnsdalshóla og Bjarnastaða hafa lýst.


Hnjúkur:


Eigendur jarðarinnar hafa lýst sjónarmiðum sínum í bréfi til undirmatsmanna. Telja þeir, að jörðinni beri hærri hlutdeild í arðskrá en nú er. Tveir ágætir veiðistaðir, Kúakvörn og Bríkarhylur, séu fyrir landi jarðarinnar. Þá kemur m.a. fram, að í vestari kvísl Vatnsdalsár renni u.þ.b. 75% af vatnsmagni árinnar. Vegna grynninga austan til í Flóðinu sé talið, að megnið af fiskinum fari fram þessa vestari kvísl.


Hjallaland:


Í bréfi til undirmatsmanna er þess krafist, að fullt tillit verði tekið til Miðkvíslar, sem öll sé í landi jarðarinnar að merkjum við Másstaði. Þá er bent á, að afnám netaveiði hafi ekki leitt til hærri hlutdeildar jarðarinnar í arðskrá, svo sem lofað hafi verið á sínum tíma. Loks er þess getið, að hólmi í ánni á mörkum Hjallalands og Hvamms, svokallaður Jónasarhólmi, sé samkvæmt landamerkjabréfi fyrir Hjallaland allur í landi þeirrar jarðar, en þar nefnist hólminn Hnappeyri.


Helgavatn:


Eigandi þessarar jarðar hefur munnlega lýst sjónarmiðum sínum fyrir yfirmatsmönnum. Telur hann Jónasarhólma allan vera í eigu Helgavatns, en hólminn hafi orðið til í ánni um 1930. Álíka mikil vatnsmagn renni beggja vegna hólmans. Í máli hans kom fram, að hugsanlega hafi orðið ruglingur á nöfnum tveggja hólma, þ.e. Jónasarhólma og Hnappeyrar, sem sé mun stærri.


Nautabú:


Eigandi þeirrar jarðar hefur bæði munnlega og bréflega lýst viðhorfum sínum fyrir yfirmatsmönnum. Varða athugasemdir hans veiðistaðinn Kirkjufljót og skiptingu á veiði milli Undirfells og Nautabús. Telur hann veiðimenn hafa skráð frjálslega veiði á Kirkjufljót, sem í raun komi að hluta upp á veiðistöðunum Klofbót, Kirkjuhorni og Kirkjubakka. Veiðikort, sem veiðimenn fái í hendur, sé mjög ófulkomið um þetta atriði. Þrír síðastnefndu veiðistaðirnir séu í landi beggja jarðanna í svonefndri eystri kvísl. Telur hann rétt að skipta veiði, sem bókuð sé á Kirkjufljót, milli jarðanna tveggja.


fiá er fjallað um veiðistaðinn Bakkastreng, sem vegna framkvæmda við ána hafi gefið aukinn afla. Loks er sett fram það sjónarmið, að við seiðasleppingar hafi Kornsá ekki notið aukins arðs eins og aðrar hliðarár Vatnsdalsár, þ.e. Hólkotskvísl, Tunguá og Álftaskálará.


Snæringsstaðir, Brúsastaðir og Hof:


Fram er kominn ágreiningur milli annars vegar Snæringsstaða og Brúsastaða og hins vegar Hofs. Tengist hann landamerkjaþrætu, sem leyst var úr með dómi Hæstaréttar árið 1966 milli Hofs og Brúsastaða. Í framhaldi af því var á árinu 1968 gerð réttarsátt fyrir landamerkjadómi Húnavatnssýslu milli Hofs og Snæringsstaða. Í þessum málum var m.a. deilt um eignarrétt að svonefndum Kríuhólma, sbr. nánar XI. kafla hér á eftir. Hafa eigendur og talsmenn eigenda þessarra jarða lýst ítarlega fyrir yfirmatsmönnum viðhorfum sínum í málinu, bæði munnlega og skriflega. Hefur m.a. nefnd réttarsátt verið lögð fyrir yfirmatsmenn, svo og landamerkjabréf fyrir Hof. Krefst eigandi Hofs þess að eignarréttur samkvæmt dómi og réttarsátt ráði við skiptingu arðs af veiði milli jarðanna. Af hálfu Snæringsstaða er umrædd sátt ekki talin vera þannig úr garði gerð, að hún geti talist bindandi fyrir þá jörð.


Brúsastaðir:


Eigandi jarðarinnar hefur munnlega lýst viðhorfum sínum fyrir yfirmatsmönnum, auk þess sem lögmaður hans hefur gert það bréflega.


Farið er fram á, að metið verði til arðs síki neðan við ræktað land Brúsastaða. Hafi það beina tengingu við Vatnsdalsá og þar séu góð hrygningar- og uppeldisskilyrði.


fiá telja þeir að Vatnsdalsá hafi á síðustu áratugum færst yfir á land Brúsastaða að öllu leyti á um 200 metra langri spildu gegnt Kötlustöðum við svonefndan Vaðhvamm. Er þess krafist, að Brúsastaðir fái metna landlengd beggja vegna árinnar á þessu svæði. Eigandi Kötlustaða telur að mun minni breytingar hafa orðið á rennsli árinnar milli jarðanna á þessum stað. Hins vegar hafi áin færst inn á land Kötlustaða ofan Vaðhvamms. Hann hefur lagt fram landamerkjabréf fyrir Kötlustaði frá 1890.


fiá kemur fram, að mæling á bakkalengd, sem gerð var í árslok 1994 (sbr. nánar XI. kafla hér á eftir) geri ráð fyrir umtalsverðri breytingu til lækkunar frá síðustu mælingu að því er varðar landlengd Brúsastaða gagnvart Hofi. Er þess krafist, að veiðiréttur á 682 metra spildu, sem áður hafi tilheyrt Brúsastöðum að hálfu, verði metin til Brúsastaða. Rök fyrir kröfunni séu þau, að telja megi að Brúsastaðir hafi unnið hefð til að njóta áfram arðs af veiðirétti vegna þessarrar landspildu. Þá sé krafa um breytingu of seint fram komin af hálfu eiganda Hofs.


Snæringsstaðir:


Talsmenn eiganda jarðarinnar mótmæla því að ný mæling frá 1994 á bakkalengd verði lögð til grundvallar milli Hofs og Snæringsstaða. Þeir telja að vatnsmagn árinnar falli beggja vegna Kríuhólma og að ekki standist að meta Snæringsstöðum ekki landlengd í vesturkvíslinni, svo sem mælingin gerir ráð fyrir.


Ás;


Eigandi jarðarinnar hefur munnlega lýst fyrir yfirmatsmönnum efasemdum um að síðasta yfirmat fyrir ána hafi skilað jörðinni því, sem henni ber í arðskrá. Jarðir handan árinnar hafi þá hækkað í mati, en Ás lækkað án skýringa.


fiá telur hann, að allur lax, sem dreginn er á land úr veiðistaðnum Búbót, taki agnið neðan landamerkjagirðingar milli Áss og Ásbrekku. Hafi sá hylur að auki lengst niður ána síðustu árin. Þessum sömu sjónarmiðum lýsti hann bréflega fyrir undirmats-mönnum. Hann hefur einnig lagt fram landamerkjabréf fyrir Ás og Ásbrekku.


Gilá:


Fyrir undirmatsmönnum lýsti eigandi jarðarinnar bréflega þeirri skoðun, að Tunguhylur (veiðistaður nr. 459) við ós Tunguár væri að fjórðungi í eigu Gilár. Jörðin eigi einnig hluta veiðstaðar nr. 451 neðst í Tunguá. Hafi því hallað á Gilá við síðasta mat. Þá séu uppeldisskilyrði talin mjög góð í Tunguá.


Fyrir yfirmatsmönnum lýsti hann munnlega þeirri skoðun, að lækkun jarðarinnar í síðasta mati stæðist ekki í ljósi þess að grannjarðir hafi hækkað um leið.


Ásbrekka:


fiví sjónarmiði var skriflega haldið fram við undirmat, að hylurinn Búbót væri á merkjum Ásbrekku og Áss, á móti Þórormstungu og Marðarnúpi. Eigi því að telja veiði úr honum á þessa fjóra bæi. Þá sé Árnakrókshylur í landi Ásbrekku á móti Þórormstungu.


Fyrir yfirmatsmönnum var þessum sjónarmiðum fylgt eftir munnlega af hálfu eiganda Ásbrekku.Þórormstunga:


Talsmaður eigenda jarðarinnar hefur lagt fram ítarlegar skriflegar greinargerðir, bæði fyrir undir- og yfirmatsmönnum. Þá hefur hann skýrt sjónarmið sín munnlega fyrir yfirmatsmönnum. Athugasemdir hans lúta að aðstöðu jarðarinnar gagnvart nokkrum aðliggjandi jörðum, þ.e. Marðarnúpi, Ásbrekku og Haukagili. Telur hann að hallað hafi á Þórormstungu í síðustu matsgerðum. Ekki eru að öllu leyti sömu athugasemdir hafðar uppi gagnvart yfirmatsmönnum og áður var skriflega beint að undirmatsmönnum. Verða hér á eftir einkum tilfærð þau sjónarmið, sem lýst var fyrir yfirmatsmönnum.


Hann vísar til þess, að árið 1965 hafi í Hæstarétti verið skorið úr þrætu um landamerki milli Þórormstungu og Saurbæjar. Sú lína, sem þá hafi verið dregin, endi í Vatnsdalsá um miðjan veiðistaðinn Ármótahyl (Nýja-Ármótahyl), þar sem Álka kemur í Vatnsdalsá. Eigi Þórormstunga hann því að fjórðungi eða að hálfu á móti Haukagili. Gamli Ármótahylur liggi neðar og sé allur í landi Haukagils, en þessum tveim veiðistöðum sé oft ruglað saman. Litla-Kvörn sé ofan Ármótahyls og að hálfu í eigu Þórormstungu. Sama eigi við um Grjóthrúguvað og Kraka. Arður af veiði eigi að koma að hálfu til Þórormstungu, þótt veiðifélagið hafi kostað að hluta framkvæmdir við gerð tveggja síðastnefndu veiðistaðanna.


Varðandi veiðistaðinn Búbót er tekið fram, að hann byrji sem næst þar sem jarðirnar Ásbrekka og Ás komi saman og liggi 20-30 metra niður ána. Við síðustu mælingu árinnar sé Þórormstunga talin eiga 31 metra á móti Ási. Það sé því ljóst, að veiðistaðurinn tilheyri Þórormstungu til hálfs á móti Ási. Nái hylurinn hins vegar lengra niður ána eigi Marðarnúpur þann hluta. Hann hafi áður verið talinn tilheyra Marðarnúpi. Vísar hann um þetta til landamerkjabréfs fyrir Þórormstungu frá 1890. Þarna hafi orðið breytingar á landslagi vegna þess að áin hafi brotið sér nýjan farveg. Í svarbréfi í maí 1996 gerir hann tillögu um, að í ljósi góðra samskipta, sem jafnan hafi verið við eiganda Marðarnúps, verði samið um skiptan hlut jarðanna að hylnum.


Tekið er fram að Forsetahylur tilheyri Þórormstungu. Ekki séu gerðar athugasemdir að svo stöddu við núverandi fyrirkomulag varðandi Hólmahyl og Ásbrekkuhyl, en um þessa veiðistaði kunni að vera ágreiningur.


Loks skal þess getið, að munnlega var lýst fyrir yfirmatsmönnum þeim breytingum, sem orðið hafi á farvegi Vatnsdalsár síðustu árin milli Þórormstungu og Ásbrekku. Eigi Þórormstunga nú land beggja vegna árinnar á kafla. Ekki séu þó gerðar kröfur um breytingar frá ríkjandi fyrirkomulagi að svo stöddu, en unnið sé að gerð samkomulags við eiganda Ásbrekku um þessi mál.


Marðarnúpur:


Yfirmatsmenn óskuðu umsagnar eiganda Marðarnúps um áðurgreind sjónarmið varðandi veiðistaðinn Búbót. Í svari lögmanns hans segir, að Búbót hafi tilheyrt Marðarnúpi og geri enn. Um sé að ræða misskilning eiganda Þórormstungu, sem gæti verið til kominn vegna þess að nokkru fyrir ofan Búbót hafi á síðustu árum myndast annar hylur. Búbót teljist vera þar sem grjótgarður gangi út í ána og sé sá staður óvéfengjanlega í eigu Marðarnúps.


fiá telur lögmaðurinn, að nokkur ágreiningur sé um merki milli Þórormstungu og Marðarnúps og að í undirmati hafi bakkalengd Þórormstungu gegnt Ási verið talin of löng á kostnað Marðarnúps.


Haukagil:


Talsmaður eigenda jarðarinnar skýrði sjónarmið sín munnlega fyrir yfirmats-mönnum. Þá hefur hann skv. beiðni yfirmatsmanna lýst skriflega viðhorfum sínum til greinargerðar eigenda Þórormstungu varðandi veiðistaði á mörkum jarðanna.


Hann vísar til þess, að landamerkin liggi rétt neðan Litlu-Kvarnar. Um það sé ekki ágreiningur. Sé þá jafnframt augljóst að sá staður, sem eigendur Þórormstungu nefni Nýja-Ármótahyl, sé allur í landi Haukagils. Efri ármótin séu hins vegar ekki lengur til eftir að Álká færðist á ný í sinn gamla farveg. Telur hann merkingar eigenda Þórormstungu á korti ekki gefa rétta mynd af staðsetningu veiðistaðanna. "Gamli Ármótahylur" heiti með réttu Ármótahylur og sé allur í landi Haukagils.


Grímstunga og Hjarðartunga:


Eigendur þessara jarða lýstu munnlega sjónarmiðum sínum fyrir yfirmatsmönnum. Var lögð áhersla á niðurstöðu Veiðimálastofnunar um gott ástand seiða á efsta hluta laxgenga svæðisins. Uppeldisskilyrði þar væru augljóslega góð. Lögðu þeir jafnframt fram skriflega samantekt sína um þessi atriði úr skýrslum Veiðimálastofnunar.


Forsæludalur:


Eigandi jarðarinnar vakti bréflega athygli á því við undirmatsmenn, að seiðum væri sleppt ofan og neðan við Dalfoss. Skilyrði væru talin góð á svæðinu. Þá hafi verið gerð sérstök sleppitjörn ofan Stekkjarfoss. Á því svæði væru einnig margir góðir veiðistaðir.


Við vettvangsgöngu 30. júlí 1996 kom fram krafa um að tekið yrði tillit til veiðibanns við laxastiga í Stekkjarfossi við ákvörðun arðskrár.


X.


Skipting arðs. Almennt.


Í 1. mgr. 50 gr. laga nr. 76/1970 er að finna ákvæði um ákvörðun veiði eða arðs af veiði, sem koma skal í hlut hverrar jarðar eða jarðarhluta, sem veiðiréttur fylgir í vatni á félagssvæðinu. Þar segir: "Við niðurjöfnun veiði eða arðs af henni skal m.a. taka tillit til aðstöðu við netjaveiði og stangarveiði, landlengdar að veiðivatni, til hrygningarskilyrða og uppeldisskilyrða fisks".


Samkvæmt 8. gr. samþykktar fyrir Veiðifélag Vatnsdalsár skal arði af sameiginlegri veiði skipt niður á félagsmenn samkvæmt arðskrá. Við fyrri matsgerðir hefur arði verið skipt í einingar miðað við að heildarfjöldi þeirra sé 1000. Verður sá háttur einnig hafður á nú. Hér á eftir fara niðurstöður matsmanna um, hvernig einingar skiptist milli þeirra þátta, sem í framangreindri lagagrein getur.


Rétt þykir að fram komi, að aðstæður við Vatnsdalsá eru að mörgu leyti sérstæðar og frábrugðnar því, sem algengast er við laxveiðiár. Því veldur m.a. að áin rennur í gegnum tvö vötn, þar sem laxveiði er hverfandi lítil og auk þess ekki heimil nema að hluta. Ennfremur, að á stórum svæðum í ánni veiðist lítill eða enginn lax, en meginhluti hans kemur upp á tiltölulega afmörkuðum svæðum. Þetta og fleira skapar ánni sérstöðu og sum álitamál, sem hér þarf að skera úr um, horfa því við með nokkuð óvenjulegum hætti.


XI.


Landlengd


Í VIII. kafla að framan er getið nýrrar mælingar á landlengd að veiðivatninu, sem gerð var í árslok 1994. Þar er einnig greint frá málsmeðferð varðandi gerð mælingarinnar og kynningu á henni innan veiðifélagsins. Ennfremur, að fram hafa komið gagnvart yfirmatsmönnum athugasemdir við réttmæti mælingarinnar frá nokkrum aðilum. Verður mælingin lögð til grundvallar eins og hún liggur fyrir, sbr. þó hér á eftir um afstöðu yfirmatsmanna til ágreiningsefna. Í matsniðurstöðum er engri mældri landlengd sleppt. Engu er heldur bætt við. Einstökum vatnsbökkum verður þó gefið misjafnt vægi, sbr. hér á eftir.


Niðurstaða yfirmatsmanna er sú, að hæfilegt sé að 380 einingar skuli skiptast milli jarða í samræmi við bakkalengd að Vatnsdalsá. Eru hliðarár ekki inni í þeirri skiptingu. Úthlutun eininga samkvæmt bakkalengd einni saman leiðir til verulegra breytinga þegar litið er til þessa þáttar án hliðsjónar af öðrum, sem þýðingu hafa. Skýringar eru þessar helstar:


Svo sem getur í niðurlagi VII. kafla að framan ákvað stjórn veiðifélagsins að ólaxgeng vatnsföll innan félagssvæðisins komi ekki inn á arðskrármat nú. Slík svæði voru hins vegar áður inni á arðskrá og landlengd þeirra mæld. Ný mæling, sem gerð var í árslok 1994, tekur mið af þessari breyttu ákvörðun stjórnarinnar. Af henni leiðir verulega breytingu til lækkunar, sem nær til jarða er liggja að Vaglakvísl og að hluta Álftaskálará, Tunguá og Hólkotskvísl. Jarðir, sem í hlut eiga eru Kárdalstunga, Guðrúnarstaðir, Gilhagi, Haukagil og Grímstunga.


fiar sem svo hagar til að áin rennur í kvíslum hafa yfirmatsmenn viðhaft þá aðferð að gefa mældri bakkalengd vægi sem næst því að um væri að ræða eina, óskipta á. Ekki er dregið úr vægi landlengdar eftir því, sem fjær dregur sjó.


Breyting verður á landlengd allra jarða við hina nýju mælingu. Í mörgum tilvikum er breyting ekki mikil, en í öðrum veruleg. Þar sem svo háttar til eru þær skýringar yfirmatsmönnum tiltækar, sem hér greinir á eftir, auk þeirra ástæðna sem áður er getið.


Að því er tekur til Hjaltabakka hafa yfirmatsmenn ákveðið jörðinni landlengd með tilliti til þeirrar staðreyndar, að útfall árinnar úr Húnavatni er breytingum háð. Er yfirmatsmenn skoðuðu aðstæður í ágúst 1995 hafi ósinn færst verulega til vesturs frá því loftmyndir voru teknar í júlí 1993. Var útfallið nú sem næst á móts við þar sem Grandi nær lengst til vesturs. Af ummerkjum að dæma má ætla, að langt sé um liðið síðan ósinn féll vestar en hann gerir nú. Telja matsmenn eðlilegt að miða við að útfallið geti færst til á allstóru svæði, sem markast að vestan af þeim stað sem það er nú, og að austan af þeim stað, er loftmynd sýnir legu hans á miðju ári 1993. Með hliðsjón af mælingu á þessari vegalengd verður lagt til grundvallar að hún teljist 807 metrar. Verður jörðinni ákveðin landlengd þarna sem svarar því að ósinn félli til sjávar um miðju þessa svæðis.


Áður er minnst á umkvartanir eiganda Hjaltabakka varðandi landamerki að Þingeyrum og fram komin sjónarmið lögmanns eiganda Þingeyra um það. Landamerkjabréf fyrir Hjaltabakka lá ekki fyrir við fyrri yfirmatsgerðir og var ekki framvísað fyrr en við undirmat 1994. Yfirmatsmenn hafa ekki haft gögn eða aðstöðu til að ganga úr skugga um það með ótvíræðum hætti, hvar landamerkjalína liggur á þessu svæði. Eins og mál þetta hefur verið lagt fyrir matsmenn þykir þó eftir atvikum rétt að telja Hjaltabakka landlengd við ákvörðun arðskrár, svo sem eigandi hans hefur talið merkjalínuna liggja vestan Hjaltabakkahólma.


Í sameiginlegum ósi Vatnsdalsár og Laxár á Ásum er miðað við línu, sem mörkuð var milli ánna við yfirmat um Laxá á Ásum 1994.


Landlengd Skinnastaða lækkar. Það skýrist m.a. af því að jörðin var í síðasta yfirmati um Laxá á Ásum tekin inn í veiðifélag þeirrar ár og hluti af bakkalengd jarðarinnar talinn með þar.


Landlengd Þingeyra eykst. Má ráða, að mældir hafa verið vatnsbakkar nú, sem ekki voru inni í síðustu mælingu 1958.


Varðandi þá u.þ.b. 100 metra spildu við Skriðuvaðshólma, sem eigendur Hnausa og Bjarnastaða deila um skal tekið fram, að í síðasta yfirmati taldist hún til Bjarnastaða. Telja yfirmatsmenn ekki vera fram komin rök til þess að gera breytingu á fyrri niðurstöðu um þetta.


Síki neðan við Brúsastaði er ekki inni í mældri landlengd. Þegar af þeirri ástæðu verður ekki tekið tillit til þess við ákvörðun arðskrár.


Áður er getið fram kominna sjónarmiða um eignarrétt að Jónasarhólma. Við mælingu 1994 hefur eignarréttur að honum verið talinn til Helgavatns. Eins og málið liggur fyrir telja yfirmatsmenn ekki vera fram komin gögn, sem renni stoðum undir eignarrétt annað hvort Hjallalands eða Helgavatns að öllum hólmanum. Verður lagt til grundvallar, að hólminn skiptist milli þeirra að jöfnu.


Fyrir landi Undirfells eru nú mældar tvær kvíslar, þar sem áður var mæld aðeins ein.


fiá hefur áður verið lýst ágreiningi milli Snæringsstaða og Brúsastaða annars vegar og Hofs hins vegar. Við mælingu 1958 voru mældar kvíslar beggja vegna Kríuhólma, en einungis austurkvíslin 1994. Hafa talsmenn Snæringsstaða mótmælt mælingunni að þessu leyti við yfirmatsmenn. Er yfirmatsmenn fóru um svæðið í ágúst 1995 var vesturkvíslin þurr og af loftmyndum má ráða, að sama ástand hafi verið fyrir hendi að þessu leyti er þær voru teknar. Í ljósi þess verður að telja, að svonefnd vesturkvísl hafi réttilega verið felld út úr mælingu nú. Verður Hofi metin landlengd við ána á þessu svæði í samræmi við áðurnefndan dóm og dómsátt. Staðhæfingar um að Brúsastaðir hafi unnið hefð fyrir óbreyttu ástandi eru órökstuddar með öllu.


Gegn mótmælum eiganda Kötlustaða hefur ekki verið leitt í ljós, að þær breytingar hafi orðið á rennsli árinnar milli Brúsastaða og Kötlustaða, sem réttlætt geti að umrædd spilda þar skuli teljast til Brúsastaða beggja vegna árinnar.


XII.


Aðstaða til stangarveiði


Í V. kafla að framan er getið um leigusamninga um Vatnsdalsá, og í VI. kafla eru taldar upp skýrslur, sem liggja fyrir yfirmatsmönnum um veiði á laxi og silungi árin 1983-1995. Hafa samtals veiðst 11.222 laxar og 14.590 silungar á því tímabili. Þar er einnig getið um skrá yfir nöfn og númer veiðistaða. Við yfirmat nú verður höfð hliðsjón af veiði allt þetta tímabil.


Yfirmatsmenn telja hæfilegt að 426 einingar komi til úthlutunar vegna stangarveiði á öllu félagssvæðinu. Jafnframt er talið hæfilegt, að hlutur silungsveiðinnar og aðstaða til hennar sé ákveðin 13% af þessum einingafjölda.


Í nokkrum tilvikum er deilt um eignarrétt að einstökum veiðistöðum. Hafa yfirmatsmenn ekki komist hjá að taka afstöðu til þess hvaða jörðum beri að telja afla, sem á þessum veiðistöðum hefur fengist, á grundvelli gagna, sem veiðifélagið og veiðiréttareigendur hafa látið þeim í té. Er áður getið um afstöðu yfirmatsmanna varðandi ágreining um land við Skriðuvaðshólma, Kríuhólma og Jónasarhólma. Þær niðurstöður eiga jafnframt við um veiði á þessum stöðum.


Yfirmatsmenn telja réttmæta athugasemd eiganda Nautabús varðandi þann afla, sem bókaður er á veiðistaðinn Kirkjufljót. Er þeirri veiði skipt jafnt á Nautabú og Undirfell.


fiá fallast yfirmatsmenn á sjónarmið eiganda Áss um að veiðistaðurinn Búbót skuli teljast að hálfu til þeirrar jarðar, en ekki skiptast milli Áss og Ásbrekku. Hefur þá m.a. verið leitað álits veiðileiðsögumanna. Á sama hátt telja yfirmatsmenn, að talsmaður eigenda Þórormstungu hafi fært fram rök fyrir eignaraðild þeirra jarðar að hluta þessa veiðistaðar austan árinnar. Verður lögð til grundvallar skipting, þannig að fjórðungur veiðinnar komi í hlut Þórormstungu og jafnmikið til Marðarnúps.


Yfirmatsmenn fallast hins vegar ekki á að Þórormstunga eigi réttmætan hlut að veiði í Ármótahyl (Nýja Ármótahyl) og kemur sú veiði í hlut Haukagils. Veiði í Litlu-Kvörn er skipt jafnt milli Haukagils og Þórormstungu, og síðarnefnda jörðin nýtur arðs af veiði í Grjóthrúguvaði og Kraka, svo sem krafist er.


XIII.Uppeldis- og hrygningarskilyrði


Í VI. kafla að framan er getið gagna varðandi uppeldis- og hrygningarskilyrði, sem fyrir yfirmatsmönnum liggja. Eru þau ítarleg og stafa frá Veiðimálastofnun.


Yfirmatsmenn telja hæfilegt, að 120 einingar komi til úthlutunar vegna þessa þáttar. Er þeim einungis veitt til jarða við Vatnsdalsá en ekki hliðarár, sbr. einnig XIV. kafla hér á eftir. Er ljóst, að uppeldis- og hrygningarskilyrði eru mjög misjöfn, eftir því til hvaða svæða í ánni er litið. Við skiptingu eininga hafa yfirmatsmenn lagt mat á einstaka hluta árinnar að þessu leyti. Hafa þeir skipt henni upp með þeim hætti, að ólíkum svæðum er gefið vægi á mælikvarða frá núll til tíu. Sumar jarðirnar ná yfir svæði, sem yfirmatsmenn meta misjöfn, sem leiðir til meðaltalseinkunnar fyrir hlutaðeigandi jörð.


Í höfuðdráttum er niðurstaða yfirmatsmanna sú, að skilyrði séu lökust fyrir landi jarða við Flóðið, Húnavatn og Vatnsdalsá, allt upp að Hnausastreng. Á öllu þessu svæði er miðað við að vægið sé tveir. Hæst er það metið á svæðinu við Hnausastreng, eða átta. Við allar syðstu jarðirnar (Ás og Þórormstunga meðtaldar) er gefið vægið sex til sjö. Næstu jarðir þar fyrir norðan (Hof og Nautabú meðtaldar) fá vægið fjóra, en jarðir milli þeirra og Flóðs fá vægið tvo. Með því að viðhafa þessa aðferð hafa yfirmatsmenn deilt niður milli jarða við Vatnsdalsá þeim 120 einingum, sem áður er getið.


XIV.


Hliðarár. Landlengd og uppeldis- og hrygningarskilyrði


fiær ár, sem hér falla undir, eru: Giljá, Kornsá, Tunguá, Álka, Hólkotskvísl og Stíflulón. Mæld bakkalengd þeirra liggur fyrir, svo og uppeldis- og hrygningarskilyrði. Um það vísast til gagna, sem áður er getið. Yfirmatsmenn telja hæfilegt, að 60 einingar falli í hlut jarða vegna þessa þáttar. Skiptast þær þannig að 40 einingar eru vegna landlengdar, en 20 vegna uppeldis- og hrygningarskilyrða.


Eins og í Vatnsdalsá eru skilyrði mjög misjöfn í þessum ám. Er Álka betri en aðrar hliðarár að þessu leyti, en skilyrði eru einnig talin góð í Tunguá. Er báðum ánum reiknað vægi umfram hinar að þessu leyti. Þá er vægi landlengdar við Álku metið hærra en við hinar árnar vegna meira vatnsmagns.


XV.


Aðrir þættir, sem þýðingu hafa við skiptingu arðs


Enn er ógetið nokkurra atriða, sem gefa tilefni til að tekið sé tillit til þeirra við úthlutun arðs af veiði. Verður 14 einingum varið til jarða, sem þau atriði eiga við um.


Fram er komið, að allur ós Vatnsdalsár er nú í landi Hjaltabakka. Sérstakar hömlur eru lagðar við allri veiði í árós og jafnan tekið tillit til þess við skiptingu arðs. Verður svo og gert nú, Hjaltabakka til hagsbóta. Þá hefur Veiðifélag Vatnsdalsár sett skorður við veiði í hluta Húnavatns og í Flóðinu. Þykir eðlilegt að rétta hlut þeirra jarða, sem svo stendur sérstaklega á um, við ákvörðun arðskrár.


Eins og hér hagar til þykja ekki forsendur fyrir hendi til að taka sérstakt tillit til veiðibanns við laxastiga í Stekkjarfossi.


XVI.


Niðurstöður


Kröfum einstakra veiðiréttareigenda um hlutdeild í arðskrá umfram það, sem leiðir af framangreindum matsaðferðum, er hafnað. Á það jafnframt við um kröfur eiganda Hjaltabakka, sem ganga miklum mun lengra en kröfur annarra. Sumar þeirra eru að auki með þeim hætti, að ókleift er að festa á þeim hendur, svo sem krafa um að yfirmatsmenn um arðskrá fyrir Vatnsdalsá ógildi sams konar yfirmat um Laxá á Ásum, sem fram fór 1994. Hið sama gildir um kröfu þess efnis, að "allt ósasvæðið sé metið sérstaklega annars vegar og hins vegar að fullu inn á arðskrá Veiðifélags Laxár á Ásum". Tekið skal fram, að ekki hefur verið framkvæmt neitt undirmat á því, hvar mörk ósasvæðisins eru gagnvart Vatnsdalsá sem unnt væri að leggja á yfirmat nú. Er ekki er vitað til að ósk um það hafi verið sett fram. Engar forsendur eru til að meta eiganda Hjaltabakka sérstakar bætur nú vegna fyrri matsgerða á grundvelli 3. mgr. 96. gr. laga nr. 76/1970, svo sem hann krefst.


Veiðifélag Vatnsdalsár ber kostnað af mati þessu.


Mat þetta gildir frá upphafi veiðitímabils 1997. Arðskrá fyrir Veiðifélag Vatnsdalsár skal vera svo sem greinir í XVII. kafla hér á eftir.


XVII.


Arðskrá fyrir Veiðifélag Vatnsdalsár


Hjaltabakki 27,00


Skinnastaðir 5,00


Akur 56,00


Stóra-Giljá 11,00


Beinakelda 4,00


Litla-Giljá 7,00


Hnausar 63,50


Bjarnastaðir 27,00


Másstaðir 11,50


Hjallaland 13,00


Hvammur 26,00


Eyjólfsstaðir 9,50


Bakki 5,00


Hof 23,00


Kötlustaðir 14,00


Gilá 19,00


Marðarnúpur 15,00


Guðrúnarstaðir 2,00


Kárdalstunga 2,00


fiórormstunga 29,50


Sunnuhlíð 37,00


Forsæludalur 34,00


Grímstunga 86,00


Haukagil 61,00


Saurbær 45,50


Ásbrekka 14,50


Ás 34,00


Brúsastaðir 8,00


Snæringsstaðir 1,00


Undirfell 11,50


Nautabú 13,00


Kornsá 15,50


Gilsstaðir 11,50


Flaga 11,50


Helgavatn 15,00


Hnjúkur 10,50


Breiðabólsstaður 6,50


Miðhús 4,00


Vatnsdalshólar 40,00


Sveinsstaðir 66,50


Steinnes 28,00


Leysingjastaðir 4,50


fiingeyrar 71,00


Samtals: 1000,00Reykjavík, 2. ágúst 1996
Gunnlaugur ClaessenÁrni Jónasson Sveinbjörn DagfinnssonYfirmatsmenn samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn