Hoppa yfir valmynd
20. maí 1999 Innviðaráðuneytið

Opinberar upplýsingar - Aðgengi almennings og atvinnulífs

Opinberar upplýsingar
Aðgengi almennings og atvinnulífs

Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélag og MIDAS-NET héldu samráðsfund 20. maí 1999 um skýrslu (Green Paper) Evrópusambandsins um opinberar upplýsingar og afstöðu Íslendinga til hennar.

Erindi


Fundurinn var haldinn á Grand Hótel, fimmtudaginn 20. maí 1999, kl. 13:00 – 16:00
 
Þann 20. janúar 1999 gaf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins út skýrslu (Green Paper) um opinberar upplýsingar í upplýsingasamfélaginu. Útgáfa skýrslunnar er liður í undirbúningi stefnumótunar Evrópusambandsins á þessu sviði. Í henni er m.a. tekið á eftirfarandi atriðum:
 
  • Skilgreining á opinberum upplýsingum
  • Aðgengi að opinberum upplýsingum
  • Höfundarréttur
  • Verndun gagna og ábyrgð
  • Verðlagning gagna
  • Áhrif einkaréttar á samkeppnisstöðu


Framkvæmdastjórnin leitar nú eftir sem víðtækustu áliti á efnisatriðum skýrslunnar og málaflokknum í heild sinni. Í því tilefni kynnti Ola-Kristian Hoff sérfræðingur hjá Evrópusambandinu efni skýrslunnar á opnum fundi sem verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið og MIDAS-NET stóðu fyrir. Á fundinum fjölluðu íslenskir sérfræðingar um málið frá mismunandi hliðum og gefinn var góður tími til umræðna í lokin.

Dagskrá:


13:00-13:10

Setning
Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti

13:10-14:00

Kynning á skýrslu ESB um opinberar upplýsingar
Ola-Kristian Hoff, sérfræðingur hjá Evrópusambandinu, DGXIII

14:00-14:20

Aðgangur að upplýsingum hjá hinu opinbera
Kristján Andri Stefánsson, lögfræðingur í forsætisráðuneyti

14:20-14:40

Kaffi

14:40-15:00

Gólf en ekkert þak - allt opinbert sem ekki er undanþegið í lögum
Þór Jónsson, fréttamaður, Blaðamannafélag Íslands

15:00-16:00

Pallborðsumræður
Þátttakendur auk ræðumanna:
Garðar Garðarsson hrl, stjórnarformaður Úrlausnar-Aðgengis,
Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Samtökum iðnaðarins,
Stefán Eiríksson, lögfræðingur í dómsmálaráðuneyti

Fundarstjóri

Guðbjörg Sigurðardóttir, formaður verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið



Í eftirtöldum lögum er að finna ákvæði um aðgang að upplýsingum hjá hinu opinbera:


Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélag

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum