Hoppa yfir valmynd
2. júní 2000 Innviðaráðuneytið

Fullgilding reglna ESB

Vegna fréttar í Ríkisútvarpinu frá fréttamanni þess í Brussel í gær vill ráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Fréttin fjallaði um stöðu Íslands við að fullgilda reglur sem eiga að gilda á Evrópska efnahagssvæðinu og stjórnvöld hafa þegar fallist á. Í fréttinni kom fram að Íslendingar standi sig verr en áður að fullgilda þær reglur. Meðal annars var vikið að því að tilskipanir um öryggi í borð í farþegaferjum og skráningu farþega á siglingaleiðum sem eru lengri en 30 sjómílur hafi ekki verið afgreiddar af Íslands hálfu.

Tilskipun ráðsins 98/18 frá 17. mars 1998 um öryggi farþegaskipa hefur að geyma ítarlegar reglur um smíði og búnað farþegaskipa. Samgönguráðuneytið hefur lokið öllum undirbúningi að fullgildingu tilskipunar, en hins vegar hefur samgönguráðuneytið ekki verið í aðstöðu til að birta efni tilskipunarinnar þar sem þýðing hennar á íslensku liggur ekki fyrir, en tilskipunin er mjög umfangsmikil og tæknilegs eðlis.

Tilskipun ráðsins 98/41/EB frá 18. júní 1998 um skráningu farþega á farþegaskipum sem sigla til eða frá höfnum aðildarríkja Evrópusambandsins. Tilgangur hennar er að tryggja öryggi og björgun farþega og áhafnar á farþegaskipum sem sigla til eða frá höfnum í aðildarríkjum í Evrópusambandinu og tryggja að leit og björgun fari fram á sem skilvirkastan hátt. Tilskipunin kveður á um að áður en farþegaskip leggur úr höfn óháð stærð skips og farsviði sem og lengd siglingar skipsins, þá skuli fara fram kerfisbundin talning farþega og niðurstöður talningar skuli hafa borist til skipstjóra fyrir brottför skips, sem og til sérstaks tilnefnds starfsmanns í landi. Ef lengra en 20 sjómílur er til hafnarinnar sem sigla á til skal skrá nafn farþega, kyn farþega og hvort um er að ræða fullorðinn eða barn og hvort farþegi þarfnast sérstakrar aðstoðar í neyðartilfellum. Samgönguráðuneytið hefur lokið öllum undirbúningi að fullgildingu tilskipunar, en hins vegar hefur samgönguráðuneytið ekki verið í aðstöðu til að birta efni tilskipunarinnar þar sem þýðing hennar á íslensku liggur ekki fyrir hefur ekki legið fyrir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum