Hoppa yfir valmynd
15. júní 2000 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ný lög um atvinnuréttindi útlendinga

Alþingi samþykkti í apríl sl. lög nr. 41/2000 um breytingar á lögum nr. 133/1994 um atvinnuréttindi útlendinga þar sem gerðar voru breytingar á ákvæðum 13. og 14. gr. laganna.

Með breytingu á 14. gr. lagana er tekið skýrt fram að þeir sem koma fram á næturklúbbum samkvæmt lögum um veitinga- og gististaði nr. 67/1985 eru ekki undanþegnir reglum um atvinnuleyfi samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Þá er félagsmálaráðherra veitt skýr lagaheimild til að setja reglur sem skilgreina hverjir falli undir undanþágu b-liðar 14. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga og geti talist listamenn í skilningi laganna.

Eftir breytingu á 13. gr. laga nr. 133/1994 eru makar íslenskra ríkisborgara nú með skýrum hætti undanþegnir skilyrðum laganna um atvinnuleyfi, enda hafi þeir fengið dvalarleyfi hér á landi eða afhent skráningaryfirvaldi norrænt flutningsvottorð.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum