Hoppa yfir valmynd
26. júní 2000 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Afkoma ríkissjóðs fyrstu fimm mánuði ársins 2000. Greinargerð 26. júní 2000


Nú liggja fyrir tölur um afkomu ríkissjóðs á fyrstu fimm mánuðum ársins 2000. Þær eru fyrir hendi á greiðslugrunni og því ekki sambærilegar við fjárlög ársins, en þau eru sett fram á rekstrargrunni. Engu að síður gefa þessar tölur góða vísbendingu um þróun ríkisfjármála á fyrstu mánuðum þessa árs í samanburði við hliðstætt tímabil á síðasta ári.

Heildaryfirlit
Fyrstu fimm mánuði ársins voru heildartekjur ríkissjóðs 6,5 milljörðum króna umfram gjöld, samanborið við 4,3 milljarða króna afgang á sama tíma í fyrra og 0,7 milljarða halla árið 1998. Þetta er betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir, en of snemmt er að fullyrða að það skili sér í betri afkomu fyrir árið í heild. Hreinn lánsfjárjöfnuður var jákvæður um 5,6 milljarða króna sem einnig er talsvert hagstæðara en árin 1998 og 1999. Þessi stærð gefur til kynna hvaða fjármagn ríkissjóður hefur til ráðstöfunar til að greiða niður skuldir. Á fyrstu fimm mánuðum ársins námu afborganir lána 19,3 milljörðum króna, en á móti komu lántökur að fjárhæð 12,7 milljarðar króna. Greiðsluafkoma ríkissjóðs var því neikvæð um tæplega 1 milljarð króna, sem er rúmlega 4 milljörðum hagstæðari niðurstaða en í fyrra.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-maí
(í milljónum króna)

1998
1999
2000
Tekjur.................................................................
62.111
72.866
81.013
Gjöld...................................................................
62.764
68.562
74.492
Tekjur umfram gjöld.......................................
-653
4.304
6.521
Lánveitingar, nettó..........................................
1.550
-1.075
-876
Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................
897
3.229
5.646
Afborganir lána................................................
-7.197
-16.801
-19.318
Innanlands.......................................................
-7.023
-7.149
-10.528
Erlendis............................................................
-174
-9.652
-8.790
Lánsfjárþörf brúttó..........................................
-6.300
-13.572
-13.672
Lántökur...........................................................
7.888
8.107
12.704
Innanlands.......................................................
13.018
-1.126
5.372
Erlendis............................................................
-5.130
9.233
7.332
Greiðsluafkoma ríkissjóðs.............................
1588
-5.464
-968Tekjur
Fyrstu fimm mánuði þessa árs námu heildartekjur ríkissjóðs 81 milljarði króna, samanborið við tæplega 73 milljarða á fyrstu fimm mánuðum síðasta árs og 62 milljarða árið 1998. Aukningin frá fyrra ári nemur um 11%, samanborið við 17,5% árið áður. Breyting skatttekna er svipuð og endurspeglar mun minni útgjaldaþenslu í efnahagslífinu í ár en í fyrra.

Tekjur ríkissjóðs janúar-maí
(í milljónum króna)

Aukning
í %
1998
1999
2000
1998-1999
1999-2000
Skatttekjur í heild...............................
56.764
67.274
75.905
18,5
12,8
Skattar á tekjur og hagnað................
17.170
19.923
24.253
16,0
21,7
Tekjuskattur einstaklinga...................
13.206
15.108
17.357
14,4
14,9
Tekjuskattur lögaðila..........................
1.926
2.371
3.078
23,1
29,8
Skattur á fjármagnstekjur...................
2.025
2.430
3.801
20,0
56,4
Tryggingagjöld..................................
6.293
7.175
7.700
14,0
7,3
Eignarskattar ....................................
2.968
3.316
3.744
11,7
12,9
Skattar á vöru og þjónustu .............
30.238
36.784
40.078
21,6
9,0
Virðisaukaskattur ............................
18.118
22.535
25.146
24,4
11,6
Aðrir óbeinir skattar.........................
12.120
14.249
14.932
17,6
4,8
Aðrir skattar......................................
95
76
130
-20,0
70,9
Aðrar tekjur.......................................
5.256
5.592
5.108
6,3
-8,7
Tekjur alls .........................................
62.020
72.866
81.013
17,5
11,2


Tekjuskattar hafa aukist töluvert á þessu ári. Þannig skilar tekjuskattur einstaklinga tæplega 15% meiri tekjum á fyrstu fimm mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Til samanburðar má nefna að launavísitalan hækkaði um rúmlega 5% á þessu tímabili og því ljóst að mikil eftirspurn á vinnumarkaði birtist í þessum tölum. Tekjuskattur lögaðila hækkar einnig umtalsvert milli ára, en þær tölur endurspegla álagningu síðasta árs og þar með afkomuna 1998. Fjármagnstekjuskattur skilar einnig mun meiri tekjum en í fyrra sem rekja má til mjög aukinna umsvifa á fjármagnsmarkaði.

Hækkun ýmissa veltuskatta er hins vegar mun minni fyrstu fimm mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Þannig jukust tekjur af virðisaukaskatti um tæplega 12% í ár, samanborið við um fjórðungs aukningu á síðasta ári. Sé leiðrétt fyrir almennum verðlagsbreytingum má ætla raunaukningin í ár sé um 5-6%, samanborið við um 20% aukningu á síðasta ári. Hækkun annarra veltuskatta er enn minni, eða tæplega 5%, samanborið við 17,5% í fyrra. Því virðist sem nokkuð sé að draga úr þeirri miklu eftirspurnarþenslu sem einkennt hefur íslenskt efnahagslíf upp á síðkastið.

Aðrir tekjuliðir, svo sem arðgreiðslur, vaxtatekjur og tekjur af sölu eigna, breytast alla jafna með óreglulegum hætti og endurspegla því enga sérstaka þróun fyrir það tímabil sem hér um ræðir.

Gjöld
Heildargjöld ríkissjóðs námu 74,5 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, sem er hækkun um tæpa 6 milljarða, eða 8,6% frá sama tíma fyrir ári. Er það lítilsháttar minni hækkun en árið áður. Hækkunin dreifist misjafnlega milli málaflokka. Almenn mál hækka um 13,3% milli ára, m.a. vegna úrskurðs um launhækkanir lögreglumanna, og tímabundina verkefna forsætisráðuneytis. Á móti vegur lægri stofnkostnaður utanríkisþjónustunnar.

Um 44,4 milljörðum króna, eða 60% af útgjöldunum ríkisins það sem af er árinu, er varið til ýmissa félagsmála, s.s. mennta- heilbrigðis- og tryggingamála. Þar hækka gjöldin um 2 milljarða, eða 4,8% milli ára, sem er hlutfallslega lægra en hjá öðrum málaflokkum. Hækkunin er í samræmi við almennar launabreytingar og hækkanir bóta almannatrygginga. Af einstökum liðum hækka framlög til almennrar sjúkrahúsaþjónustu mest, eða um 1,5 milljarða króna.

Greiðslur til atvinnumála eru einkum vegna landbúnaðarmála og til vegagerðar. Breytingar milli ára taka því að mestu mið af ákvæðum í búvörusamningi og vegaáætlun.

Vaxtagjöld hækka um 1,7 milljarða króna milli ára, eða 25%, sem skýrist af sérstakri forinnlausn spariskírteina. Önnur útgjöld hækka um 0,8 milljarða, sem skýrist nær alfarið af hækkun greiðslna til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, vegna uppbóta á lífeyri.

Gjöld ríkissjóðs janúar-maí
(í milljónum króna)

Aukning
í %
1998
1999
2000
1998-1999
1999-2000
Almenn mál.......................................
6.841
7.864
8.913
15,0
13,3
Almenn stjórn...................................
3.254
3.742
4.606
15,0
23,1
Dómgæsla og löggæsla......................
2.500
2.643
3.129
5,7
18,4
Utanríkisþjónusta.............................
1.088
1.479
1.178
35,9
-20,4
Félagsmál...........................................
38.659
42.388
44.416
9,6
4,8
Þar af: Mennta- og menningarmál........
7.254
8.138
8.813
12,2
8,3
Heilbrigðis- og tryggingamál.....
26.396
29.198
30.273
10,6
3,7
Atvinnumál........................................
8.327
9.200
9.556
10,5
3,9
Þar af: Búvöruframleiðsla....................
2.572
2.721
2.891
5,8
6,2
Samgöngumál............................
3.327
3.632
3.924
9,2
8,0
Vaxtagjöld..........................................
6.428
6.715
8.393
4,5
25,0
Önnur útgjöld...................................
2.510
2.395
3.213
-4,6
34,2
Gjöld alls............................................
62.764
68.562
74.492
9,2
8,6

Lánahreyfingar
Lánveitingar, nettó, voru 876 m.kr. umfram innborganir borið saman við 1.075 m.kr. á sama tíma í fyrra. Þótt niðurstöðutölur milli ára séu svipaðar, koma fram frávik á einstökum liðum. Þannig námu innborganir í byrjun þessa árs vegna sölu viðskiptabanka á síðasta ári um 5,5 milljarði króna. Á móti vega greiðslur vegna lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs að fjæarhæð 2,5 milljarður króna, sem er 2 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Önnur frávik skýrast af aukningu skammtímalána.

Afborganir lána námu alls 19,3 milljörðum króna, en það er 2,5 milljörðum meira en á sama tíma fyrir ári. Í ár ber hæst forinnlausn spariskírteina að verðmæti 6 milljarðar króna og var uppkaupum beint að flokkunum RS04-0210/K og RS10-0115/KI, en þetta voru litlir flokkar og ekki nægilega seljanlegir á eftirmarkaði. Þá voru löng erlend lán að fjárhæð 8,8 milljarðar króna endurgreidd.

Lántökur námu tæpum 13 milljörðum króna, um 4,5 milljörðum meira en á fyrstu fimm mánuðum fyrra árs. Í febrúar sl. gaf ríkissjóður út skuldabréf að fjárhæð 200 milljónir evra til sjö ára og nam andvirði þeirra 14,4 milljörðum króna sem var notað til endurgreiðslu erlendra lána auk þess sem erlend veltilán lækkuðu um 7,1 milljarð króna. Útgáfa ríkisvíxla innanlands nam 3,5 milljörðum króna, nettó, borið saman við 3,7 milljarða lækkun á sama tíma í fyrra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira