Hoppa yfir valmynd
19. október 2000 Innviðaráðuneytið

Opnun Grenivíkurvegar og Fnjóskárbrúr

Föstudaginn 13. okt. var Grenivíkurvegur ásamt nýrri brú á Fnjóská hjá Laufási opnuð formlega við hátíðlega athöfn. Við það tækifæri klippti samgönguráðherra Sturla Böðvarsson á borða á brúnni .

Nýi kafli Grenivíkurvegar sem þá var tekinn formlega í notkun er 5,9 km langur og nær frá Fagrabæ að Syðri-Grund, ásamt 0,5 km langri tengingu við Fnjóskadalsveg eystri.

Nýja brúin á Fnjóská hjá Laufási er stálbogabrú með steyptri yfirbyggingu með 92 m löngum boga úr stáli og steypu, heildarlengd brúarinnar er 144m og breidd akbrautar er 7m. Þetta er lengsta bogabrú landsins og leysir af hólmi gamla einbreiða brú yfir Fnjóská. Nýja brúin er nokkru norðar en sú gamla og með tilkomu hennar styttist leiðin til Grenivíkur um 2 km. Með þessari framkvæmd er lokið lagningu bundins slitlags til Grenivíkur

Vegagerð: Áætlaður verktakakostnaður var 100 m.kr. Tilboð voru opnuð 15. mars 1999. Samið var við lægstbjóðanda, Héraðsverk ehf.Egilsstöðum fyrir 60 m.kr. Framkvæmdir hófust 8. júní 1999 og lauk 26. ágúst s.l.

Brúargerð: áætlaður verktakakostnaður var 153 m.kr. Tilboð voru opnuð 19. júlí 1999. Samið var við lægstbjóðanda, Arnarfell ehf. Akureyri fyrir 134 m.kr.. Framkvæmdir hófust 6. nóvember 1999 og lauk 15. ágúst s.l.

Grenivíkurvegur ásamt nýrri brú á Fnjóská hjá Laufási opnuð formlega við hátíðlega athöfn

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum