Hoppa yfir valmynd
1. mars 2001 Dómsmálaráðuneytið

Mál nr. 11-21/2001 úrskurðir 1. mars 2001

Mál nr. 11/2001

Millinafn: Falk (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Millinafnið Falk telst dregið af íslenskum orðstofni og fullnægir því 2. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Falk er tekin til greina og verður það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 12/2001

Eiginnafn: Konstantínus (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Konstantínus tekur eignarfallsendingu (Konstantínusar) og fullnægir því 2. ml. 1. mgr. 5. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Konstantínus er tekin til greina og verður það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 13/2001

Eiginnafn: Torbjörg > Þorbjörg (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Beiðni um breytingu á rithætti eiginnafns úr Torbjörgu í Þorbjörgu er samþykkt.

Úrskurðarorð:

Beiðni um breytingu ritháttar úr Torbjörgu í Þorbjörgu er samþykkt.

Mál nr. 14/2001

Eiginnafn: Zóphanías (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Zóphanías tekur eignarfallsendingu (Zóphaníasar) og fullnægir því 2. ml. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Zóphanías er tekin til greina og verður það fært á mannanafnaskrá

Mál nr. 15/2001

Eiginnafn: Mítra (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Mítra tekur eignarfallsendingu (Mítru) og fullnægir því 2. ml. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Mítra er tekin til greina og verður það fært á mannanafnaskrá

Mál nr. 16/2001

Kenninafn: Leifson (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Ekki verður litið svo á að Leif teljist eignarfallsmynd í íslensku máli eða að hefð sé fyrir slíkum rithætti. Með vísan til 3. mgr. 9. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn er beiðni um kenninafnið Leifson því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um kenninafnið Leifson er hafnað.

Mál nr. 17/2001

Eiginnafn: Dalvin (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Dalvin tekur eignarfallsendingu (Dalvins) og fullnægir því 2. ml. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Dalvin er tekin til greina og verður það fært á mannanafnaskrá

Mál nr. 18/2001  

Eiginnafn: Veronica (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Rithátturinn Veronica er ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og hefur ekki unnið sér hefð í málinu, sbr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um Veronica er því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um ritháttinn Veronica er hafnað.

 

 Mál nr. 19/2001

Kenninafn: Ágústsson > Ágústarson

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Mannanafnanefnd telur að kenninafn sé ávallt rétt myndað skv. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, ef það er dregið af eignarfalli sem tíðkast í íslensku máli, sbr. mál nr. 39/1995. Kenninafnið Ágústarson er því samþykkt.

Mál nr. 20/2001

Eiginnafn: Elley (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Elley tekur eignarfallsendingu (Elleyjar) og fullnægir því 2. ml. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Elley er tekin til greina og verður það fært á mannanafnaskrá.

Úrskurðarorð:

Beiðni um kenninafnið Ágústarson er samþykkt.

 Mál nr. 21/2001

Eiginnafn: Ólaf (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Ólaf telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og ekki er hefð fyrir þessum rithætti. Ólaf telst því ekki fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og er beiðninni hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Ólaf er hafnað.

 Mál nr. 22/2001

Eiginnafn: Guri (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Guri telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og ekki er hefð fyrir þessum rithætti. Guri telst því ekki fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og er beiðninni hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Guri er hafnað.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum