Hoppa yfir valmynd
28. maí 2001 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Sala hlutabréfa í Landssíma Íslands hf.

Samgönguráðherra, í samráði við ráðherranefnd um einkavæðingu, hefur ákveðið að sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. hefjist í haust.

Ríkisstjórnin tók í byrjun febrúar sl. ákvörðun um að unnið skyldi að undirbúningi einkavæðingar Landssíma Íslands hf. í samræmi við tillögur framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Nú hefur Alþingi veitt heimild til sölu fyrirtækisins og er undirbúningur skráningar á Verðbréfaþing Íslands og áskriftarsölu langt á veg kominn. Frá því tillögur framkvæmdanefndar um einkavæðingu komu fram hefur verið ljóst að tími til undirbúnings sölu í vor væri stuttur.

Nú hefur verið ákveðið að áskriftarsala til almennings og sala til starfsmanna Símans fari fram í haust, dagana 19. til 21. september. Með þessari tímasetninu sölunnar gefst betri tími til að kynna framtíðaráform fyrirtækisins og söluna fyrir almenningi. Áfram verður unnið að undirbúningi sölu til kjölfestufjárfestis og mun þessi breyting ekki hafa áhrif þar á. Gert hefur verið ráð fyrir að kjölfestusala fari fram í desember.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum